Hvað kemur til, árið 2022, að nú eigi að fara í krossferð gegn þjóðernisrómantíkur 19. aldar? Tímasetningin er undarleg, nú þegar við eru komin nokkuð inn á 21. öld. Þetta vekur undrun, þegar haft er í huga að þessi stefna er bundin ákveðnu tímabili sem var um miðja 19. öld og fram á 20. öld. Eins og allar stefnur, eru þær bundnar tíma og rúmi. En rifjum aðeins upp hvað þjóðernisrómantík er og hver hugmyndaheimur sagnfræðinga var frá miðja 19. aldar til sjálfstæðis Íslands 1918 áður en ég svara spurningunni.
Það má segja að tímabil þjóðernisrómantíkur hafi lifað nokkuð lengi á Íslandi, ef til vill vegna þess hversu seint nýjar menningarstefnur bárust til Íslands (og fáir fræðimenn voru til á Íslandi), en líklegri skýring er að við Íslendingar voru að heyja sjálfstæðisbaráttu einmitt frá miðri 19. öld og henni lauk ekki fyrr en 1918.
Þjóðernisrómantík snýst um að upphefja allt þjóðlegt. Tungumál, sögu og þjóðsögur. Einstaklingar sem töluðu sama tungumál skilgreindu sig sem þjóð. Íslensku fornbókmenntirnar og íslenskan (með tengsl sín við miðaldir) voru eitt af fáu sem Íslendingar gátu státað sig af, í raun montað sig af og réttlætti tilveru örþjóðar langt norður í ballarhafi. Hvað annað gátu Íslendignar montað sig af eða myndað þjóðarsamstöðu um í sjálfstæðisbaráttunni? Hér voru engir kastalar, vegir, brýr, borgir eða annað áþreifanlegt sem hægt var að benda á með stolti.
En þessi áhugi á íslensku miðaldaritunum á 17. og 18. öld var fyrst og fremst sagnfræðilegur í upphafi (Árni Magnússon) en átti sér þó þjóðernispólitískar hliðar, Svíakonungur og Danakonungur vildu fá glæsta mynd af forverum sínum á konungsstól og sóttust eftir íslenskum miðaldarhandritum.
Á ofanverðri 18. öld og fram á 19. öld byrjuðu einnig forrómantísk og rómantísk skáld að dýrka fornöldina, sem þau að miklu leyti fundu í íslenskum miðaldatextum og helst þetta í hendur við myndun þjóðríkja.
Á 19. öld komst stefna þjóðernisrómantíkar á Norðurlöndum á fullan skrið; þá var reynt að endurreisa fornöldina í andlegum skilningi og til þess voru notaðar íslenskar miðaldaheimildir enda var ekki um auðugan garð að gresja annars staðar á Norðurlöndum.
Í þessu ljósi er ekki skrýtið að íslenskir sagnfræðingar á ofanverðri 19. öld, við getum kallað þá sagnfræðinga þar sem þeir lærðu í háskólum sagnfræði eins og til dæmis Jón Jónsson Aðils. Jón rak sögu Íslands frá landnámi í röð vinsæla fyrirlestra og þar setur hann fram ákveðna söguskoðun um eðli og uppruna Íslendinga. Við stofnun Háskóla Íslands 1911 varð hann fyrsti sögukennari hans; dósent þar til 1919. Eigum við að kalla hann föður íslenskrar sagnfræði eða Jón Sigurðsson sem lærði við Kaupmannahafnarháskóla? Hvað um það, hann bendir skýrt á mikilvægi þjóðernisins fyrir sjálfbjargarviðleitni Íslendinga og sjálfsímynd og tengir þjóðernisstefnuna við sjálfstæðisbaráttuna. Af hverju skildi það vera? Í abstackt af bók Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur: Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku, er komið inn á þetta. Þar segir:
Árið 1771 skrifaði rektor Skálholtsskóla bréf til danskra yfirvalda þar sem hann lagði til að íslenska yrði lögð niður. Íslendingar skyldu taka upp dönsku, tungumál herraþjóðarinnar. Íslenskir mennta- og embættismenn notuðu mest dönsku en alþýðan notaði nær eingöngu íslensku. Rektor vildi meina að íslenskan væri ekki aðeins orðin gagnslaus heldur beinlínis skaðleg ímynd þjóðarinnar.
Það var þetta sem málið snérist um, ekki bara sjálfstæði þjóðarinnar heldur einnig íslensk tunga og menningararfur, sem Jón J. Aðils og Jón Sigurðsson voru að berjast fyrir. Jón vitnar í störf Eggert Ólafssonar, Jónasar Hallgrímsson og Fjölnismanna sem fyrirmynd hvað varðar varðveislu íslensku og íslenskrar menningar. En einnig á mikilvægi íslenskrar þjóðernistilfinningar, sjálfstæðisviðleitni í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Þetta voru tvö meginstef Jóns J. Aðils. Íslensk tunga og þjóðerni.
Í blaðaviðtali mbl.is við Sigríði Matthíasdóttur sagnfræðing (Karlmennska, kvenleiki og íslenskt þjóðerni, sjá slóð: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/801022/ ) segir hún eftirfarandi er hún ræddi um gerð doktorsritgerðar sinnar:
"Í byrjun aldarinnar breytast þjóðernishugmyndir Íslendinga meira en menn hafa almennt gert sér grein fyrir eða rannsakað öllu heldur í sagnfræðinni. Þetta eru hugmyndir sem voru fyrir hendi áður í íslensku samfélagi en þær styrkjast og eru bræddar saman í heilsteyptara sögulegt hugmyndakerfi heldur en áður var og þær eru breiddar út til fólks miklu markvissar en nokkru sinni fyrr. Sagnfræðingurinn Jón Jónsson Aðils leikur lykilhlutverk í þessari þróun. Hann skrifaði og flutti alþýðufyrirlestra um íslenskt þjóðerni, sem höfðu gríðarleg áhrif. Fyrirlestrarnir voru gefnir út á þremur bókum á árunum 1903-1910, undir titlunum Íslenskt þjóðerni, Gullöld Íslendinga og Dagrenning. Hann var á styrk frá ríkinu til að semja og flytja þessa fyrirlestra í tíu ár þar til hann varð fyrsti kennarinn í sagnfræði við Háskóla Íslands þegar hann var stofnaður 1911. Jón Aðils var í þeim hópi menntamanna sem gegndu mjög mikilvægu hlutverki í löndum Evrópu á þessum tíma við uppbyggingu þjóðernishugmynda. Sérstaklega er greinilegt að hlutverk þeirra var mikilvægt meðal smáþjóða eins og Íslendinga, Tékka og Íra þar sem nauðsyn var á uppbyggingu hugmyndafræði um þjóðerni fyrir þjóðríkin sem voru í fæðingu. Þetta eru þjóðir sem hafa ekki mikla borgarlega menningu til að byggja á og þær fara allar aðra leið; þær fara í söguna til að skapa þjóðernið, skapa goðsögn um gullöld þjóðarinnar.
Hún segir einnig: "Þótt þetta sé ekki rannsóknarverkefni mitt eru íslenskar íhaldssamar þjóðernishugmyndir skyldar evrópskum þjóðernishugmyndum en þær þróuðust sums staðar út í fasisma. Yfirburðahugmyndir eru almennt einkenni þjóðernishugmynda eins og sagnfræðingar hafa sýnt fram á og eru sterkar í þjóðernishugmyndum smáþjóða. Íslenska þjóðin er hluti Evrópu að þessu leyti. Tékkar hafa t.d. mjög svipaða vísun í gullöld sína og byggja sérstöðu sína á henni. Þjóðir vísa gjarnan til einhverra sérstakra þátta í sögu sinni til að rökstyðja að þær standi öðrum þjóðum framar. Okkar hugmyndafræði um yfirburði vísar til þeirrar sérstöku blöndu Norðmanna og kelta, sem leiddi af sér þetta sérstaka stjórnskipulag og lýðræði, fæddi af sér einstakar bókmenntir og gerir okkur æðri og merkilegri en aðrar þjóðir."
Blaðamaðurinn, Hávar Sigurjónsson spurði þá í framhaldinu: Getur verið að þessi hugmyndafræði sem þú ert að lýsa og er enn í dag kjarninn í þjóðernishugmyndum okkar, standi okkur fyrir þrifum í því fjölmenningarlega samfélagi sem hér er að mótast?
Þetta er frábær spurning og spurning hvort að ný-marxistarnir við sagnfræðideild Háskóla Íslands séu á þessari vegferð? Að vera brautryðjendur og leggja línur fyrir fjölmenningarsamfélag á Íslandi? Þess vegna eigi að ganga á milli bols og höfuðs á gömlu sagnfræðinganna sem voru að sjálfsögðu börn síns tíma og voru undir áhrifum hugmyndafræði þjóðernisstefnunnar. Það fer í taugarnar á þeim þessi svokallaði þjóðernisrembingur Jóns J. Aðils og fleiri á þessum tíma sem og Jónasar frá Hriflu. En nú eru nýir tímar og nú skulum við sagnfræðingar leiða sýn og söguskoðun sem hæfir fjölmenningarsamfélag samtímans!
Athyglisvert er að andstaðan við baksýnisspegil Jón J. Aðils og Jónas frá Hriflu kom strax upp úr 1930 þegar einstaka kommúnistar mótmæltu þessari hugmyndafræði og ný kynslóð vinstri sinnaðra rithöfunda eins og Halldór K. Laxness og Þórberg Þórðarson. Er undarlegt að ný-marxistarnir taki upp þráðinn þar sem hann féll, þótt meira en hundrað ár séu liðin og pólitík og söguritun síðan hefur snúist meira um stéttarbaráttu og þær þjóðfélagsbreytingar sem áttu sér stað, þegar þjóðin fór úr sveitarsamfélagi í borgarsamfélag. Nú eigum við fræðingar 21. aldar að vera sömu brautryðjendurnir fyrir samfélagsbreytingar og fyrstu íslensku sagnfræðingarnir en bara á öndverðu meiði!
Það er alveg auðljóst að þjóðernisrómantíkin er löngu dauð eins og hún var í höndum Jóns J. Aðils og Jónasar frá Hrifu, og þar með svara ég spurningunni í titli greinarinnar, en á að rústa til að byggja upp á nýtt? Þurfum við að trampa á verk gömlu meistaranna sem gerðu þó stórkostlegt gagn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga? Bjuggu til þjóðarímynd. Hvaða þjóðarímynd ætla menn í dag að byggja á eða má ekki lengur tala um "þjóðar"ímynd? Eigum við að vera samansafn einstaklinga með óljós tengl sín á milli; með "ímynd íbúa" ekki "ímynd þjóðar" í Ísalandinu kalda?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 12.12.2022 | 21:15 (breytt 13.12.2022 kl. 17:08) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Íþróttir
- Frá út tímabilið en framlengdi
- Veit ekki einu sinni hvað gerðist
- Magnað afrek Ítalíu á HM
- Towns atkvæðamestur í borgarslagnum
- Eitt besta lið mótsins
- Hélt að ég myndi aldrei gefa þessa einkunn
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.