Ég hef alltaf verið heillaður af hvernig siðmenning getur fallið og "villimennskan" tekið yfir. Að þekkingin sem fylgir siðmenningunni geti horfið og frumstæðara samfélag tekið við.
Gott dæmi um þetta er fall Rómaveldis en það er bara eitt af mörgum siðmenningarsamfélögum sem hafa fallið og horfið í gegnum aldirnar. Talandi um þjóðir og ríki sem hafa horfið í aldanna rás. Sagan er ekki alltaf línuleg framþróunarsaga, heldur stundum eitt skref áfram og stundum skref aftur á bak.
Örlög Rómaveldis er áminning til okkar um að okkar siðmenning getur einnig fallið. Ég held reyndar meira þurfi til að þekkingin hverfi í dag, því að allt mannkynið deilir þessa þekkingu en ein öflug kjarnorkustyrjöld getur samt sent mannkynið aftur á steinaldarstig og fáir lifað af.
Það sem hefur komið mér á óvart að sjálf borgin Róm féll raunverulega ekki árið 476 e.Kr., heldur héldu "villimennirnir" borginni við næstu 60 árin eða til 536 e.Kr. Borgin eilífa var rænd þrisvar sinnum á 5. öld en árásaliðin rændu bara öllu lauslegu en leyfðu byggingunum að standa. Germanarnir sem stjórnuðu borginni reyndu meira segja að laga og endurreisa frægar byggingar eins og Colosseum og aðrar byggingar. Íbúarnir höfðu fækkað en voru enn milli 100-150 þúsund talsins. Germanarnir héldu við rómversk tignarheiti og stjórnkerfi. Þannig var þetta til ársins 536 e.Kr. En þá var setið enn á ný um borgina.
Fyrsta umsátrinu um Róm í Gotneska stríðinu stóð yfir í eitt ár og níu daga, frá 2. mars 537 til 12. mars 538. Borgin var umsetin af austurgotíska hernum undir stjórn Vitiges konungs þeirra; Austur-Rómverjar sem vörðust voru undir stjórn Belisarius, einn frægasti og farsælasti hershöfðingi Rómverja.
En það var ekki bara innrásarlið sem ógnaði borginni eilífu.
Árið 536 e.Kr. var tímamótaár í sögu mannkyns. Þá myrkvaði stór hluti heimsins í heila 18 mánuði, þegar dularfull þoka lagðist yfir Evrópu, Miðausturlönd og hluta Asíu. Þokan eða hulu slæða blokkaði sólina og olli því að hiti lækkaði, uppskera brást og fólk dó. Þá hófst, mætti segja, hin bókstaflega myrka öld miðalda.
Nú hafa vísindamenn uppgötvað eina helsta uppsprettu þeirrar þoku. Hópurinn greindi frá því í fornöld að eldgos á Íslandi snemma árs 536 hafi hjálpað til við að dreifa ösku um norðurhvel jarðar og skapa þokuna. Líkt og eldgosið í Mount Tambora árið 1815 - mannskæðasta eldgos sem sögur fara af - var þetta eldgos nógu stórt til að breyta loftslagsmynstri á heimsvísu og olli hungursneyð í áratug. Já, eldgos á Íslandi voru örlagavaldar og ekki erum við búin að gleyma móðuharðindum 1783-85 sem kom frönsku byltingunni af stað.
Hvernig nákvæmlega litu fyrstu 18 mánuðir myrkurs út? Býsanska sagnfræðingurinn Procopius skrifaði að sólin gaf frá sér ljós sitt án birtu, eins og tunglið, allt þetta ár. Hann skrifaði líka að svo virtist sem sólin væri stöðugt í myrkva; og að á þessum tíma varu menn hvorki lausir við stríð né drepsótt né neitt annað sem leiddi til dauða." Drepsóttin sem kom 541 e.kr. er talin hafa eytt helming íbúa austrómverska ríkisins. Plágan skall fyrst á Konstantínópel árið 541. Þaðan breiddist hún út um Miðjarðarhafið og hafði áhrif á margar strandborgir.
Síðan lá leiðin um Evrópu og inn í Asíu. Fyrsta bylgja plágunnar, Justinianusplágan, stóð frá 541 til 549, en það var ekki endirinn. Smitin vörðu í raun í hundruðir ára. Þetta var plága sem fólk þurfti að lifa með, af og til, frá einni öldu til annarrar, allt sitt líf. Það tók ekki enda fyrr en um miðja áttundu öld.
Erfitt er að áætla hversu margir dóu í plágu Justinianusar, þó nokkrar tölur hafi verið skráðar. Konstantínópel þjáðist mikið af heimsfaraldrinu og missti 5560% íbúanna. Milli fimm og tíu þúsund manns dóu á hverjum degi í plágunni, sem að lokum drap milljónir manna.
En þetta er önnur saga og við erum að fjalla um afdrif Rómaborgar. Eftir umsátur Gota árið 537 hrundi íbúafjöldinn niður í 30.000 en hafði aftur vaxið í 90.000 þegar Gregoríus mikli varð páfi. Stríð og náttúruhamfarir til samans er ávísun á fall siðmenningar.
Hér er slóðin fyrir sögu Rómar til ársins 536 e.Kr.
En merkilegra er hversu hratt fall veldis Rómar var á Bretlandseyjum og hversu menn börðust hart við að halda í "siðmenninguna" þrátt fyrir allt.
Um 500 e.Kr. hafði rómverska heimsveldið yfirgefið Bretland næstum öld áður (410 e.Kr.) og rómversk siðmenning tilheyrði fortíðinni.
Bretland hafði sloppið við verstu vandræði þriðju aldar, þegar stór hluti afgangsins af rómverska heimsveldinu hafði þjáðst af hendi innrásarherja og uppreisnarmanna. Fyrri hluti fjórðu aldar var tímabil friðar og velmegunar - sum af stærstu og fallegustu rómversk-bresku einbýlishúsunum eru frá þessum tíma.
Árið 367 yfirgnæfðu innrásir bæði frá Skotlandi og Írlandi landamæravarnir, en virðast ekki hafa komist í gegn til suðurs. Velmegun hélst þar til rómversk stjórnvöld drógu landvernd sína til baka árið 410. Skömmu síðar olli blanda af endurnýjuðum innrásum Pikta, Íra og nú Engilsaxa mikilli eyðileggingu, sem rómversk-bresk siðmenning, alltaf bundin við bæi og einbýlishús (villas), náði sér aldrei á strik eftir.
Upp úr miðri fimmtu öld tóku engilsaxneskir ættbálkar að flytjast mikið til suður- og austurhluta Englands. Með alvarlegri truflun á viðskiptum, og gamla rómverska stjórnsýslukerfið dauðvona og nýliðarnir sem voru fjandsamlegir borgarmenningunni, féllu einkenni rómversks lífs bæir, einbýlishús, latneska tungumálið, læsi, kristindómur í verulegri hnignun. Þessi einkenni höfðu nánast horfið um 500.
London á sama tíma var komin í rúst, ríkustu íbúarnir lifðu í "gate communities" en allt umfang borgarinnar og ásýn var komið niður í svaðið og lítið að umfangi. Mestu mistök landstjóra Englands var að fara með allan her Rómverja á meginland Evrópu og til Rómar að berjast um keisarasætið.Þetta gerðist nokkrum sinnum og alltaf skildu þeir eftir íbúanna upp á náð og miskunn óvina en herlið Rómverja í Bretlandi var eitt það öflugasta innan rómverska hersins.
Skotar og Engilsaxar sem notuðu tækifærið til að rupla og rænda og eyðileggja. En samt má segja að rómversk menning hafi smá saman fjarað út, byggingar og menning horfið hægt og rólega.
Þeir sem tóku yfir reyndu að stæla "rómversku risanna" sem bjuggu til leifarnar sem þeir sáu en skildu ekki. Þeir höfðu heldur ekki baklandið né getu til að halda siðmenningunni við. Segja má að Rómaveldi hafi fallið fyrr á Bretlandi en á sjálfri Ítalíu. Austrómverska ríkið Býsant lifði svo af næstu 1000 árin en það er önnur saga að segja frá.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 5.12.2022 | 08:53 (breytt kl. 09:06) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Þú þarft leyfi hjá Maríunefnd Ríkisstjórnarinnar til að minnast á loftslagsvá og eldfjöll í sama texta.
Guðjón E. Hreinberg, 5.12.2022 kl. 17:38
Nú, Maríunefnd?
Birgir Loftsson, 5.12.2022 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.