Fullvalda konungsríkið Ísland varð til 1. desember 1918 fyrir hartnær 104 árum

Gleðilegan fullveldisdag Íslendingar!
 
Í dag á íslenska ríkið 104 ára afmæli en þennan dag, fyrir þá sem ekki vita, varð Ísland fullvalda ríki 1918 en deildi áfram konung með Dönum. Kristján 10. varð þar með sérstakur konungur Íslendinga allt til lýðveldisstofnun 17. júní 1944. Á þriðja áratugnum dreymdi Íslendinga um að losna algjörlega við dönsk áhrif og losa sig við kóng sinn og upp kom hugmynd að fá þýskan prins til að verða konungur Íslands, Friedrich Christian zu Schaumburg-Lippe.
 
Hér kemur fróðleikur um kappann: Árið 1938 gerði sendinefnd þriggja Íslendinga í Berlín Friedrich tilboð um að gerast konungur Íslands eftir áætluð sambandsslit Íslands við dönsku krúnuna. Friedrich tók boðinu alvarlega og þáði það að endingu með því skilyrði að það hlyti velþóknun þýskra stjórnvalda. Goebbels var að orðinu til samþykkur því að Friedrich tæki við konungdómi á Íslandi en utanríkisráðherrann Joachim von Ribbentrop var mótfallinn hugmyndinni og því runnu þessar ráðagerðir út í sandinn og fóru endanlega út um þúfur þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og Ísland var hertekið af Bretum. Friedrich hafði þó áfram áhuga á upphefð á Íslandi og kom meðal annars í heimsókn til landsins árið 1973 til að þreifa fyrir sér í þeim efnum.
 
Veit ekki hvort það hefði verið betra að fá kóng í stað forseta. Sá síðar nefndi hagar sér hvort sem er eins og kóngur á Bessastöðum, hefur öll forréttindi og skyldur konungs. Eini munurinn er að það er hægt að reka forsetann en erfiðara að losna við kónginn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband