Trump hélt blaðamannafund um daginn og boðaði forsetaframboð sitt. Hann var mjög viðriðinn miðkjörtímabils kosningunum, studdi yfir 200 frambjóðendur. Það var næsta víst að ekki allir næðu kosningum, því sumir þeirra buðu sig fram í kjördæmum sem eru vígi Demókrata. Langflestir frambjóðenda náðu kjöri en þeir sem náðu ekki kjöri og Trump studdi urðu áberandi eftir kosningar og andstæðingar hans hlökkuðu yfir því, bæði innan Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins.
Sumir vildu kenna honum um meintan ósigur en aðrir benda á að þrátt fyrir að engin rauð bylgja hafi átt sér stað, þá náðu Repúblikanar meirihlutanum í fulltrúadeildinni. En hins vegar náðu þeir ekki meirihluta í öldungadeildinni og mega þakka fyrir ef þeir ná að halda öllum 50 sætunum sem þeir höfðu. Þar má ef til vill um að kenna Mitch McConnel, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, sem hafði gefist upp tveimur mánuðum fyrir kosninga og lýst yfir tapi, fyrirfram.
Ný stjarna fæddist í kosningunum, ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis sem náði glæstum kosningasigri ásamt Marco Rubio í öldungadeild Bandaríkjaþings sem fulltrúi Flórída.
Hins vegar er enginn skýr leiðtogi allra Repúblikana annar en Donald Trump. Það á eftir að koma í ljós hvort DeSantis er bara vinsæll í Flórída eða hann nær hylli um öll Bandaríkin ef hann fer fram.
Hins vegar er ljóst að grasrótin, alveg sama hversu menn hata Trump hér á Íslandi og skilja ekkert í vinsældum hans í Bandaríkjunum, er ákaft fylgjandi honum og hún er stærri en nokkrum sinni. En Trump hefur náð til "Blue collar"/"rednecks" fólksins í miðríkjum Bandaríkjanna í stórum stíl sem var hætt að kjósa en einnig til latínu fólkins og jafnvel til svertingja.
Menn gleyma að Repúblikanaflokkurinn var eins og Sjálfstæðisflokkurinn álitinn flokkur ríka fólksins og hvíts fólks með dvínandi fylgi en nú er hann orðinn fjöldaflokkur, með allt litrófið innanborð og frambjóðendur flokksins endurspegla breytingarnar enda af fjölbreyttum uppruna. Hann var með öðrum orðum sífellt minnkandi flokkur og menn spáðu að hann myndi hverfa með tímum með fjölgun innan minnihlutahópanna. En nú eru minnihlutahóparnir farnir að kjósa Repúblikanaflokkinn, þökk sé lýðhylli Trumps.
Fólk kýs forseta Bandaríkjanna í beinum kosningum, líkt og á Íslandi. Það skiptir því engu máli hvað Repúblikanaflokkurinn segir um Trump (mikil andstaða var gegnum honum strax í upphafi), fólkið velur sinn forseta, sama hvað stjórnmálaelítan segir. Þetta hafa íslenskir stjórnmálaflokkar lært af bituri reynslu þegar þeir hafa reynt að ota sínum hottintotta í embætti forseta Íslands.
En það eru tvö ár í næstu forsetakosninga og margt getur gerst á þeim tíma. Nýir frambjóðendur ef til vill birtast. Menn munu því halda áfram að bölsótast í kalllinn hér á norðurhjaranu, og apa þar eftir áróðri íslenskra fjölmiðla, en það breytir ekki neinu. Trump verður í sviðsljósinu a.m.k. næstu tvö ár.
Líklegt er að í millitíðinni verði Biden ákærður fyrir embættisafglöp eða réttara sagt fyrir spillingu í tengslum við spillingamál Hunter Biden. Demókratar eru að reyna núna að minnka skaðann með því láta Hunter einn taka skellinn en Repúblikanar eru ekki á því máli.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 23.11.2022 | 12:36 (breytt kl. 19:33) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Hér er Trump með 55% fylgi og DeSantis með 25% í skoðanakönnun.
https://www.newsmax.com/politics/donald-trump-ron-desantis-joe-biden/2022/11/23/id/1097679/
Birgir Loftsson, 23.11.2022 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.