Loftslaghræðsni íslenskra stjórnvalda eða symbólismi?

Þessi hugsun sækir á hugann þegar maður hlustar á málflutning íslenskra stjórnvalda. Það hefur nefnilega aldrei komið skýrt fram hver hugsun íslenskra stjórnvalda í þessum málum er. Jú, við vitum að þau vilja minnka útblástur gróðurhúsaloft tegunda eða stöðva. Það er gott og blessað ef vísindin segja að gróðurhúsategundir séu hættulegar mannkyninu og lífríki jarðar.

En það eru enn uppi deilur vísindamanna hvort gróðurhúsategundirnar séu hættulegar eður ei. Ég hef persónulega ekki hugmynd hvor armurinn er sá rétti og ætla ég mér ekki að blanda mér í deilur sem ég hef ekki fulla vitneskju um.

En ég get gagnrýnt íslensk stjórnvöld og málflutning þeirra og sett Ísland í samhengi og samanburð við önnur lönd sem spúa gróðurhúsategundir út í loftið, til góðs eða ills.

Talað er um CO2 sé hættulegast lofttegundin sem sé losuð út í andrúmsloftið (margar aðrar eru hættulegar en eru svo í litlu mæli að það skiptir engu máli, svo sem óson sem komið hefur verið böndum á).

Berum saman Ísland og Kína sem er mesti mengunarvaldur jarðar.

Kína: 10,71 milljarðar tonna (Bandaríkin 4535.30. og Indland — 2411.73).

Ísland: 1,64 milljóna tonna.

Eins og sjá má, er stjarnfræðilegur munur á losun koltvísýring á milli landanna og það skiptir máli í stóra samhenginu.

Það er ef til vill ósanngjarnt að bera saman örríkið Ísland við fjölmennasta ríki heims - Kína og mest iðnvæddasta ríki heims - Bandaríkin en þarna liggur hundurinn grafinn.

Þessi ríki heims eru mestu mengunarvaldar heims og það skiptir máli HVAÐ ÞAU GERA. Ekki hið litla Ísland. Jú, við getum verið táknræn og gert táknræna hluti, hjálpað til við vísindarannsóknir og deilt hugviti okkar til ríkja heims hvernig eigi að beisla koltvísýringinn í loftinu. Verið fyrirmynd annarra ríkja.

Ef íslensk stjórnvöld vilja raunverulega leggja lóðir á vogaskálarnar og "bjarga" heiminum, þá ættu þau að beita þessi þrjú stórríki pólitískum þrýstingi! Jafnvel "viðskiptaþvingunum", hahaha, það væri saga til næsta bæjar ef það gerðist. En skilaboðin gætu verið: "Hættið að eyðileggja móður jörð."

En verum raunsæ, Ísland er örríki sem hefur nánast engin áhrif í heiminum. Íslenskir ráðamenn vaða í villu og svima um að orð þeirra skipti máli og tekið sé mark á þeim. Það getur ekki verið meira fjarri sanni.

Við getum hins vegar verið fyrirmynd (erum það að vissu leyti nú þegar) annarra þjóða en íslensk stjórnvöld ættu ef til vill að hætta að herja á Íslendinga með mengunarsköttum (sem fara beint í ríkisskuldahítina og er eiginlega bara refsing en ekki lausn), í landi þar sem meir en 90% orkugjafanna eru grænir, og fara í útrás og skamma mengunarsóðanna. Ég myndi hins vegar ekki veðja krónu á að það muni gerast nokkurn tímann.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband