Blogg

Á vef Menntamálastofnunar er vefsetur sem heitir "Dagur íslenskrar tungu". Þar er margvíslegur fróðleikur en á einni síðunni er fjallað um blogg. Þar sem við sem skrifum hér eru bloggarar og bloggum daglega, þá læt ég efni síðunnar birtast hér og verkefni fyrir þig:

"Í gamla daga héldu margir krakkar dagbækur. Það sem skrifað var í þessar bækur var oftast einkamál þess sem skrifaði. Á sumum dagbókum var meira að segja lás þannig að öruggt væri að enginn gæti lesið nema eigandinn.

Þegar bloggið kom til sögunnar hóf fjöldi barna og unglinga að segja frá lífi sínu og skoðunum á vefnum. Það getur verið gaman að blogga en munurinn er sá að allir geta lesið þessar hugrenningar. Sérstakt málfar hefur orðið til á blogginu. Þar er ekki farið eftir ströngustu reglum um stafsetningu og gott íslenskt málfar.

Hér fyrir neðan er dæmi um texta af bloggsíðum. Lesið nú þessa texta. Hvernig má færa hann til betri vegar? Þið getið reynt að færa hann yfir á eins góða íslensku og þið getið.

Blogg framhaldsskólanema

ég sagðist koma með nýtt blogg núna eftir helgi en því miður verð ég að fresta því um óákveðinn tíma vegna mikilla anna núna þessa vikuna … hann artí fartí Jón er ekki allveg í uppihaldi hjá mér þessa stundina og ég er eflaust ekki sá eini í bekknum sem er á þeirri skoðun. hann myndi fíla sig vel á kaffi nellý með öllum artí fartí treflavinum sínum drekkandi kaffi latte og bullandi um ljóð eða eitthvað… nenni ekki að blogga meira um það núna. meira seinna.

Ef þið reynið við þennan texta, megið þið skrifa ykkar útgáfu hér að neðan í athugasemdatextareitnum.

 

 

Dagur íslenskrar tungu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skuggfari

Ég sagði fyrir helgi að ég myndi koma með nýtt blogg eftir helgina, en því miður verð ég eiginlega að fresta því um óákveðinn tíma vegna mikilla anna þessa vikuna.

En ég verð þó við tækifærið að lýsa yfir gremju minni yfir Jóni lista rekaviði sem er ekki alveg í uppáhaldi hjá mér þessa stundina og er ég eflaust ekki sá eini í bekknum sem er á þeirri skoðun.

Hann myndi fíla sig vel á kaffi nellý með öllum lista rekaviðs treflavinum sínum drekkandi kaffi latte og bullandi um ljóð eða eitthvað annan álíka rekavið. Nenni ekki að blogga meira um það að sinni, en læta það bíða þar til síðar.

Skuggfari, 18.11.2022 kl. 17:58

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Skuggfari.Eg hef gaman að orðum þínum:)

Birgir Loftsson, 18.11.2022 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband