Vélhjólamenn fá ekki inngöngu í gegnum opnum landamærum Íslands

Þetta er beinlínis hlæilegt mál í ljósi þess að þessi glæpasamtök eru til á Íslandi og hafa starfað lengi. Hvað er verið að stöðva? Ekki glæpi. Svo er nóg til af erlendum glæpagengjum hér á landi, það vantar ekki. Nefndar hafa verið tölurnar 10-15.

Hryðjuverkamenn hafa komið til Íslands var mér sagt en gerðu ekkert af sér á meðan dvöl þeirra stóð. Eflaust margir aðrir með skuggalega fortíð sem eru hérna og með tengsl við hryðjuverkasamtök. Svo eru tveir ungir menn, sem hafa verið að bulla sín á milli en löggan á hleri, látnir dúsa í fangelsi fyrir meint hryðjuverka áform. Það getur verið langt frá groddatali til verknaðar. 

Varðandi ásókn hælisleitenda, ef ekki innrás, þá eru þeir eins og vatnið, leita beinustu leið og þar sem engin er fyrirstaðan.

Alþingismenn eru algjörlega taktlausir við vilja almennings,  hlusta á háværan en fámennan hóp aðgerðasinna, og keppast við að "virtue signalling". Móttaka hælisleitenda er ekki bara mannúðarmál, heldur einnig allt annað, svo sem heilbrigðismál, félagsmál, menntamál o.s.frv. Þetta reynir á alla innviði þjóðfélagsins og mér finnst 10 milljarðar, sem er tala sem er á lofti, ansi há tala, sem samsvarar einum jarðgöngum á ári. Höfum við efni á þessu?

Og lögreglan skömmuð fyrir að vinna störf sín samkvæmt lögum. Útlendingastofnun undir stöðugum árásum, bara fyrir að fara að lögum sem Alþingi setur stofnunni.

Fjölmiðlar hafa haldið hælisleitendamálinu gangandi með gargandi fyrirsögnum, fyrirsátum á Keflavíkurflugvelli, því þeir finna blóðlyktina, auðvelt er að flytja fréttir byggðar á tilfinningaklámi. Fyrsta frétt hjá Stöð 2 og RÚV eru málefni hælisleitenda, það sýnir forganginn hjá þeim. Gleymdir eru þeir sem eru fátækir, aldraðir og öryrkjar í landinu, það er ekki nógu spennandi fréttaefni. Það er nefnilega ekki til nóg til skiptana og því þurfum við að forgangsraða fyrir þá sem búa á landinu og borga skatta sem halda þessu öllu uppi.

Svo er það orðskrípið: Alþjóðleg vernd. Eru það Sameinuðu þjóðirnar sem eru að vernda? Hvað þýðir það eiginlega? Er þetta ekki landvistarleyfi? Væri betra að nota orðið ríkisvernd (því íslenska ríkið er að vernda þessa einstaklinga) eða eitthvað annað hugtak?

Svo er það annað, íslensku landamærin eru galopin. Auðvelt er að fylgjast með og stöðva óæskilega einstaklinga í gegnum 2-3 landamærahlið landsins. Það er bara ekki gert.

Á meðan ekki vitað deili á þessu fólki, ætti það ekki að fara úr flugstöðunni og inn í opið samfélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú arft náttúrlega alþjóðlega vernd ef þú hefur unnið einhver myrkraverk í heimalandinu sem gera þig þar óalandi og óferjandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.11.2022 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband