Skuldaklukkan tifar í Bandaríkjunum

Óheyrileg skuldaaukning í tíð ríkisstjórnar Joe Bidens á sér engar hliðstæður í bandarískri sögu. Peningaaustrið í hitt og þetta, helst ekki neitt vitrænt, t.d. að greiða niður allar námsskuldir námsmanna til að ná atkvæðum, hefur komið skuldir Bandaríkjanna yfir $30 trilljóna markið og er komið upp í 31 trilljóna markið.

Þetta er stjarnfræðileg tala og erfitt að ímynda sér. Kíkjum á skuldaklukkuna fyrir BNA hér fyrir neðan en fyrst skilgreinum hvað er skuldaklukka.

Skuldaklukka er opinber teljari, sem sýnir ríkisskuldir (einnig þekktar sem opinberar skuldir eða ríkisskuldir) opinbers fyrirtækis, venjulega ríkis, og sem sýnir framvinduna með uppfærslu á hverri sekúndu. Vegna spegilmyndarfylgni milli skulda og viðskiptakrafna eru á meðan einnig til eignaklukkur eða eignaklukkur sem sjá fyrir séreignir og ríkiseignir. Klukkur til að sýna innlend vaxtagjald eru kallaðar vaxtaklukkur.

Skuldaklukkan sýnir á sláandi hátt gangverkið í skuldavexti ríkisins. Í því sambandi er litið fram hjá einkaskuldum og vexti peningalegra eigna kröfuhafa. Skuldaklukkan sýnir, fyrir utan raunverulega nýja skuldsetningu ríkisins með fjárfestingarlánum af ríkisskuldabréfum, einnig áhrif vaxta og samsettra vaxta („vextir af vöxtum“) og þenslu á skuldsetningu ríkisins sem stafar af vöxtum sem greiða ber. 

Er ríkisreksturinn í Bandaríkjunum sjálfbær? Skuldaaukningin mun örugglega halda áfram að aukast í veldisvexti undir stjórn demókrata en ef repúblikanar ná vopnum sínum í miðtíma kosningunum í næstu viku, verður örugglega stigið á brensuna. En er það nóg?

US dept clock 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband