Niccolò Machiavelli og íslensk stjórnmál

Byrjum á að kynna manninn til sögunnar (tekið af Wikipedia):

Niccolò Machiavelli (3. maí 1469 – 21. júní 1527) var ítalskur heimspekingur, rithöfundur og stjórnmálamaður sem er einkum þekktur fyrir kenningar sínar í stjórnmálafræði sem hann setti fram í bókinni Furstinn (um 1513), en einnig fyrir ljóð og leikverk. Hann fæddist í Flórens og hóf feril sinn sem opinber starfsmaður í þjónustu lýðveldisins frá 1494 til 1512 og ferðaðist um Evrópu sem sendifulltrúi.

Þegar Mediciættin náði aftur völdum var hann ákærður fyrir þátttöku í samsæri gegn þeim, settur í fangelsi og pyntaður. Leó X, nýi Medici-páfinn, fékk hann lausan og hann settist þá að í sveit utan við San Casciano, nærri Flórens, þar sem hann helgaði sig ritstörfum. Við hann er kennd (með réttu eða röngu) sú stjórnmálaheimspeki sem gengur út á að tilgangurinn helgi meðalið.

Stjórnmálaheimspeki Machiavelli

Höldum okkur enn við íslensku Wikipedia og förum í stjórnmálaheimspeki Machiavelli:

Rit Machiavelli um stjórnspeki (þá helst Furstinn, þar sem hann heldur sig við umræðu furstadæma) lýsa með skarpskyggni og raunsæi stjórnmálalífi þess tíma, verk hans má þó yfirfæra á nútíma stjórnmál. Ólíkt heilögum Tómasi — sem taldi það vera í eðli mannsins að uppfylla tilætlanir Guðs— þá segir hann eðli mannsins einkennast af eigingirni, fégirni og grimmd.

Meginmarkmið landstjórnar er að auka vald landsins og stjórnendur þess ættu ávallt að sniðganga siðferðisreglur, lög og loforð þegar kemur að því að tryggja og auka völd, þeir lúti þó einni reglu og hún er að tryggja hagsmuni ríkisins. Furstinn (m.ö.o. stjórnendurnir) ætti því að sitja einn um völd og láta trú og annað ekki trufla sig. Furstinn ætti að virða eðli þegna sinna en notfæra sér þörf þeirra fyrir öryggi og vernd. Velferð þeirra er honum þó algjört aukaatriði, nema það henti til valdaaukninga. Í ritinu Orðræðan metur hann á svipaðan hátt ýmis stjórnkerfi og kemst að raun um að lýðveldi sé líklegast besta og stöðugasta kerfið ef það nýtur stuðnings þegnanna.

Furstinn: Hvers vegna ein hataðasta bók sögunnar skiptir enn máli

Það er þannig með flest allar bækur, að viska þeirra úreldis með tímanum, með nýrri þekkingu. En það er ekki alltaf þannig, því að þær bækur sem lýsa mannlegu eðli, hafa sumar reynst, ef skrifaðar af skarpskyggni, orðið tímalausar í visku sinni. Svo virðist hátta með bókinna Furstinn sem er til í íslenskri þýðingu.

Við sem búum í lýðræðisríkjum tökum ekki undir orð Marciavelli um að sniðganga eigi siðferðisreglur og furstinn ætti að sitja einn að völdum. Hann segir að markmið furstans; (sem gæti verið) einræðisherrans; konungsins; forsætisráðherrans eða forsetans ættu að tryggja hagsmuni ríkisins og það geta allir verið sammála um.

Viðhorf Machiavelli til eðlis mannsins, að það einkennast af eigingirni, fégirni og grimmd er kaldhæðnislegt og einkennist af svartsýni. En við vitum að þessir lestir eru hluti af stjórnmálunum og hver þekkir ekki sögur af stjórnmálamönnum sem auðga eigin fjárkistur með aðgangi sínum að völdum, samböndum og síðan ekki síðst vitneskju/upplýsingum sem getur reynst dýrmætari en gull.

Það versta er að ályktanir Marchiavelli í Furstanum eru að mörgu leyti enn ótrúlega viðeigandi fyrir okkur í dag.

Bókin byrjar á því að segja okkur að hún snýst um hvernig eigi að reka (sérstaklega) ítalskt endurreisnarveldi en þá var Ítalíu skipt upp í borgríki. Þó nokkrir hlutar bókarinnar, eins og kaflinn sem fjallar um rétta hlutfall hermanna og málaliða til að byggja upp her séu minjar fyrri tíma, býður Furstinn okkur enn upp á hagnýtar kennslustundir í stjórnmálum í dag.

Þó að sumar af bestu hugmyndunum í bókinni geti virst augljósar, eins og að ráðgjafaráð ætti samanstanda af vitrum mönnum frekar en smjöðrurum; fylgja margir samt ekki þessum einföldu ráðleggingunum.

Marhiavelli og íslensk stjórnmál

Íslenskir stjórnmálamenn virðast falla undir þessa gryfju stjórnmálanna skv. lýsingum Marchiavellis og stjórnmálamenn innan gamalgrónum flokkum, eins og Framsóknarflokknum, VG, Sjálfstæðisflokknum (og flokka sem ekki sitja í ríkisstjórn), sem sitja nú við völd, hafa setið undir ásökunum um spillingu við sölu á ríkiseignum og bönkum. Þeir hafa setið undir ásökunum um vitnesku um innherja upplýsingum, niðurfellingu skulda sína eða aðstandenda eða auðga sig og sína.

Hefur Machiavelli ekki rétt fyrir sér hvað eiginlega völd og áhrif geta haft á stjórnmálaelítuna og dregið fram mestu lesti mannlegs eðlis? En þessir menn (konur og karlar) eru aldrei dæmdir nema í undantekningatilfellum. Fáir íslenskir ráðherrar hafa sagt af sér vegna spillingamála sem hafa komið, sama á við um Alþingsmenn. Það eru þó dæmi um slíkt.

En helsta meinsemd íslenskra stjórnmála er frændhygli (smæð samfélagsins býður upp á það)en síðan en ekki síst stöðuveitingar innan stjórnsýslunnar. Glöggir lesendur þessa pistils, þurfa að ekki nota langtímaminnið, raunar að fara ekki lengra en tvo mánuði aftur í tímann til að finna a.m.k. eitt dæmi, til að rifja upp umdeilda stöðuveitingu í forstöðumanna stöðu.

Tilvísanir í orð Marchiavelli

Hér eru nokkrar af þeim hugmyndum sem hægt er að nota, til góðs eða ills, settar fram af Machiavelli.

"Skilsamur maður ætti alltaf að feta brautina sem stórmenni feta og líkja eftir þeim sem eru framúrskarandi."

„Það er því nauðsynlegt fyrir furstann að hafa lært hvernig á að vera annað en góður og að nota, eða nota ekki, gæsku sína eins og nauðsyn krefur."

„Allar aðgerðir eru áhættusamar, þannig að varfærni felst ekki í því að forðast hættu (það er ómögulegt), heldur að reikna áhættu og bregðast við af festu. Gerðu mistök af metnaði en ekki mistök af leti. Þróaðu styrk til að gera djarfa hluti, ekki styrk til að þjást.“ Þetta á sérstakleg við ef ríkið ákveður að fara í stríð. Góð dæmi um þetta er Falklandseyjarstríðið, Afganistanstríðið og Úkraníustríðið. Þar sem árásaraðilarnir misreiknuðu styrk varnaraðilans.

„Hafðu í huga að það eru tvær leiðir til að berjast, önnur í samræmi við lög manna, hin með valdi; sú fyrri hæfir mönnum, hin síðari skepnum. En þar sem fyrri aðferðin er oft árangurslaus verður nauðsynlegt að grípa til hinnar.“

„Og hér verðum við að athuga að annaðhvort verður að smjaðra fyrir mönnum eða kremja þá; Því að þeir munu hefna sín fyrir lítilsháttar ranglæti, en fyrir alvarlegt geta þeir það ekki. Sá skaði sem þú veldur manni ætti því að vera slíkur að þú þurfir ekki að óttast hefnd hans."

Svo mörg voru þau orð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fólk áttar sig sjaldan á að hann skrifaði talsvert um herkænsku en það fellur í skuggann af skrifum hans um stjórnvisku, einnig að hann skrifaði talsvert um stjórnlög.

Ég held að hann hafi fengið borgað fyrir að flytja út í sveit og skrifa um visku sína þar, þannig að Medici ættin ein sæti að innsæi hans.

Guðjón E. Hreinberg, 29.10.2022 kl. 19:49

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Einmitt Guðjòn, rêtt athugað. Machiavelli var skarpur maður og það sem hann sagði stendur enn í dag.

Birgir Loftsson, 29.10.2022 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband