Patricia Pires skrifaði doktorsritgerð við Cambridge-háskóla um Íslendinga og Noregskonunga og í samtali við Lesbók segir hún niðurstöðu sína þá, að Gamli sáttmáli sé tilbúningur; færður fyrst í letur á fimmtándu öld og í hennar tíðaranda en sé ekki frá 1262. Sjá slóðina: Mín köllun er að kynna íslenzkar miðaldir
Doktorsritgerð hennar heitir; Íslendingar og Noregskonungar í ljósi sagna og lagatexta.
Hún segir: "Þessi mynd breyttist heldur betur, þegar ég fór að rannsaka málið og þá sérstaklega Gamla sáttmála því niðurstöður mínar urðu þær, að sá Gamli sáttmáli, sem við þekkjum, sé alls ekki frá 13. öld, heldur saminn tveimur öldum síðar og efni hans þá byggt á minnum og því sem menn vildu að hefði verið í slíkum samningi!
Gamli sáttmáli er ekki samhljóma ástandinu á Íslandi á 13. öld. Af honum mætti ráða, að Íslendingar hafi verið fátækir og þurfandi og má í því sambandi benda á þá grein, sem segir að Noregskonungur skuli sjá til þess að sex skip gangi af Noregi til Íslands. Ekki er nú beðið um mikið fyrir landið allt! En Sturlunga gefur allt aðra mynd af Íslandi þessa tíma; Íslendingar voru ekki fátækir, heldur í góðum efnum og djarfhuga.
Hins vegar smellpassar Gamli sáttmáli við Ísland á 15. öld. Þá ríkti fátækt í landinu og menn vildu meðal annars opna fyrir viðskipti við Englendinga. Það hefur ábyggilega verið vopn í þeirri baráttu að draga fram Gamla sáttmála og segja við Noregskonung að hann hafi ekki uppfyllt samninginn, hvað skipin sex snerti!
Í lagatextum frá 13. og 14. öld er hvergi minnzt á Gamla sáttmála, það er ekki fyrr en á þeirri fimmtándu sem hann stekkur allt í einu alskapaður fram í dagsljósið."
Þessi kenning hennar finnst mér ekki standa dagsins ljós. Athugið að ég er ekki að skrifa hér lærða ritgerð, aðeins blogg, en það eru nokkur atriði sem koma strax upp í hugann sem varpar rýr á kenningu hennar.
Í fyrsta lagi urðu hér tímamót 1262/64 þegar Sturlungaöld leið undir lok. Gissur sneri aftur heim eftir að hafa verið stefnt til Noregs en nú með jarlsnafbót en varð ekkert ágengt og það var ekki fyrr en 1262 sem Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og samþykktu Gamla sáttmála, sem stundum var nefndur Gissurarsáttmáli.
Á Wikipedia segir að ,,...Framan af, það er að segja frá 13. öld og fram á miðja 15. öld, er oft mjög torvelt að greina hverjir voru eiginlegir hirðstjórar og hverjir umboðsmennn hirðstjóra eða fógetar, svo og hvort menn höfðu hirðstjórn yfir allt landið eða aðeins helming þess eða einstaka fjórðunga. Ketill Þorláksson er fyrsti maðurinn sem kallaður er hirðstjóri í konungsbréfi og á honum hefst Hirðstjóraannáll Jóns Halldórssonar í Hítardal Á undan honum höfðu ýmsir menn verið umboðsmenn konungs á Íslandi en óvíst er hvaða embættistitla þeir báru þótt hefð sé fyrir því að telja Hrafn Oddsson og Orm Ormsson fyrstu hirðstjórana."
Jafnframt segir um lögmenn Íslands að ,,...Bárður Högnason (d. 1311) var lögmaður á Íslandi árið 1301. Hann var norskur og hafði riddaratign. Hann hafði komið hingað áður 1295 sem sendimaður Eiríks konungs og hefur því verið eitthvað kunnugur landinu.
Vorið 1301 kom Bárður aftur með Loðni af Bakka og Álfi úr Króki, sendimanni Noregskonungs. Hafði Hákon konungur háleggur sent þá til landsins og útnefnt Bárð og Loðin lögmenn. Var það í fyrsta skipti sem konungur tók sér vald til að skipa íslenska embættismenn og tók hann ekkert tillit til þess að fyrir voru lögmenn sem Íslendingar höfðu sjálfir kosið ári áður. Áttu þeir meðal annars að sjá til þess að konungur yrði hylltur af Íslendingum."
Hvers vegna er ég að rekja hverjir voru hirðstjórar, umboðsmenn eða lögmenn Íslands á 13. öld? Jú, það segir að Noregskonungur hafi raunverulega náð ákveðnum völdum yfir Ísland á seinni helmingi 13. aldar og í upphafi 14. Hann náði meira segja tangurhaldi á lögmannsembættinu sem er íslenskt að uppruna og æðsta íslenska embætti landsins gagnvart framkvæmdarvaldinu (konungsvaldinu). Sýslumenn komu til sögunnar sen fulltrúar konungsvalds í héraði, eða réttara sagt landsfjórðungi (fjöldi sýslumanna og sýslna var þá fljótandi). Járnsíða og síðar Jónsbók fjölluðu um nýsett valdakerfi Noregskonungs.
Til þess að geta tekið völd á Íslandi, þarf að gera skrifleg plögg, sáttmála milli Íslendinga og Noregskonungs. Menn voru formfastir á þessum tíma og skriffinnskan söm við sig, hvort það er á 13. öld eða þeirri 21.
Patricia Pires Boulhosa segir að Íslendingar hafi verið fátækir á 15. öld samanborið við þá 13. Það er alfarið rangt. Fátæktin kom á seinni helmingi 16. aldar þegar Danakonungur hafði tæmt landið af fjársjóðum og bjargráðum fyrir alþýðuna.
Hver er munurinn á 13. og 15. öld? Hafði eitthvað breyst? Jú fiskveiðar og verslun.
Fiskveiðar eru sjaldan nefndar í 11. og 12. aldar heimildum. Á 13. og þó einkum á 14. öld varð Ísland frægt fyrir skreiðarútflutning. Á 13. og 14. öld varð Ísland frægt fyrir harðfiskútflutning og að sama skapi jukust fiskveiðar [Heimild: Landbúnaðarsaga Íslands].
Björn Þorsteinsson sagnfræðingur þekkir 15. öldina manna best og hefur skrifað um verslun og veiðar Englendinga frá 15. öld til þeirra 20. Hann segir að siglingar þeirra hafi hafist í upphafi aldarinnar, nánar til tekið 1412. Verslun bættist því við fiskveiðar Íslendinga og eins og allir vita, hefur sjávarútvegurinn alltaf staðið undir auka arði, sem landbúnaðurinn náði sjaldan eða aldrei. Íslenskir skreiðarfurstar riðu um héruð og gátu keypt af ensku duggunum lúxusvarning og einnig af Hansakaupmönnum þegar þeir komu til sögunnar.
Hvað um Noregskonung? Svarti dauði gekk frá honum um miðja 14. öld. Norska konungsvaldið barr ekki sinn barr eftir það. Með stofnun Kalmarsambandsins 1397 varð Ísland svo hluti af ríki Margrétar Valdimarsdóttur og því næst Eiríks af Pommern, sem náði yfir Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Þá fluttist þungamiðja konungsvalds í Noregi til Danmerkur og tengsl Íslendinga við Noreg minnkuðu mikið og rofnuðu endanlega um 1428.
Hvers vegna í ósköpunum ættu Íslendingar að vilja gera sáttmála við Noregskonung á þeirri fimmtándu? Til að tryggja siglingu 6 skipa á ári? Þegar hér dóluðu tugir og jafnvel hundruði fiskidugga við strendur landsins, með vörur til sölu og kaupendur að fiski? Englendingar keyptu fisk af Íslendingum beint og svo gerðu Þjóðverjar og konungsvaldið gat ekkert gert í málinu.
Ákvæðið í gamla sáttmála um lágmarks siglingar úr Noregi passar einmitt um ástandið á íslenska skipaflotanum á þessum tíma, skortur var á góðum hafskipum. Frásögnin af Flóabardaga sýndir einmitt fram á þetta. Íslendingar skráðu skipakomur úr Noregi á 14. öld og ekki var fjöldinn mikill, samanborið við þá 15. Þeir hafa því vilja tryggja lágmark siglingar. Svo lögðust siglingarnar af að miklu leyti þegar svarti dauði gekk yfir Noreg.
Helsta verslunarhafnirnar voru á Gásum og í Hvalfirði. Ekki er vitað hvenær verslun hófst á Gásum en elstu heimildir um hana eru frá seinni hluta 12. aldar en sú yngsta frá 1394. Greinilegt er af heimildum að Gásir voru aðal kauphöfn Norðurlands á 13. og 14. öld og fornleifar sem þar hafa verið rannskaðar eru einkum frá þeim tíma.
Svarti dauði barst líklega til Íslands með farmanninum Hval-Einari Herjólfssyni, sem tók land í Maríuhöfn á Hálsnesi í Hvalfirði. Stór hluti þjóðarinnar lést í sóttinni en hún skapaði á sama tíma tækifæri fyrir fátæklinganna að komast í bændastéttina. Þótt mörg býli hafi farið í eyði og sjósókn minnkað næstu áratugi, þá hefur íslenska þjóðin ávallt verið fljót að ná upp í fyrri mannfjölda (miklar barnseignir og fleiri máttu giftast og gátu gifst) og að marki því sem landið ber miðað við þáverandi samfélagsskipan.
Niðurlag
Lögbækur, nýtt stjórnkerfi, hafskipafloti landsins lítill og lok Sturlungualdar, þar sem höfðingjar höfðu sannað að þeir gátu ekki tekið yfir landið og urðu að leita til þriðja aðila (konung sem æðsti dómari) bendir eindregið til að Gamli sáttmáli hafi verið gerður á þeirri þrettándu, ekki þá fimmtándu. Íslendingar höfðu engar ástæður að leita til Noregskonung á þeirri öld hvað þá að gera samningu við konung vegna ágreining um verslun á 15. öld.
Lýður Björnsson segir í sögu verslunar á Íslandi að ,,...Þýskir víkingar hertóku Björvin á árunum 14281429 og unnu þar mikil hervirki. Íslandsverslun Norðmanna lagðist af fyrir fullt og allt eftir þann atburð. Þá hafði raunar veruleg breyting átt sér stað á utanríkisverslun Íslendinga. Sjávarafurðir urðu aðal útflutningsvörur Íslendinga um 1340."
Ísland, Danmörk og Noregur höfðu lotið einum og sama konungi frá árinu 1380. Sá konungur mun hafa setið í Danmörku frá árinu 1387 að minnsta kosti, fyrst í Hróarskeldu en frá og með árinu 1443 í Kaupmannahöfn. Enginn raunverulegur Noregskonungur var til í Noregi á 15. öld! Hann sat í Danmörku.
Ef menn vilja tengja Gamla sáttmála við annan tíma en lok þjóðveldisaldar, væri nær að tengja hann við ástandið á 14. öld. Lýður Björnsson segir að "Einokun Björgvinjarkaupmanna (einokunarverslun fyrri) var ekki hagkvæm Íslendingum. Björgvinjarkaupmenn áttu í erfiðleikum með að byrgja landið nauðsynjum og einkaleyfi fleirra gaf þeim tækifæri til að hafa veruleg áhrif á verðlag." Íslendingar hefðu þá vilja tryggja hingað siglingar á 14. öld. Á þeirri 15. var engin nauðsyn að leita til Noregs. Ég held samt að Gamli sáttmáli sé rétt tímasettur og sé frá 13. öld.
Hér kemur Gamli sáttmálinn:
- Í nafni föður ok sonar ok heilags anda.
- Var þetta játað ok samþykt af öllum almúga á Íslandi á Alþingi með lófataki:
- At vér bjóðum (virðuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónaða vára þjónustu undir þá grein laganna, er samþykt er milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja.
- Er sú hin fyrsta grein, at vér viljum gjalda konungi skatt, ok þingfararkaup slíkt sem lögbók váttar, ok alla þegnskyldu, svá framt sem haldin er við oss þau heit, sem í móti skattinum var játað. Utanstefningar viljum vér aungvar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af várum mönnum á Alþingi í burt af landinu. Item at íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi váru af þeirra ættum, sem at fornu hafa goðorðin upp gefit. Item at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust. Erfðir skulu ok upp gefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa, þegar réttir arfar koma til eðr þeirra umboðsmenn. Landaurar skulu upp gefast. Slíkan rétt skulu hafa íslenzkir menn í Noregi sem þeir hafa beztan haft. Item at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friði eptir því sem lögbók váttar ok hann hefir boðið í sínum bréfum, (sem guð gefr honum framast afl til). Jarl viljum vér hafa yfir oss meðan hann heldr trúnað við yðr, en frið við oss. Halda skulum vér ok vorir arfar allan trúnað við yðr meðan þér ok yðrir arfar halda við oss þessa sættargerð, en lausir, ef rofin verðr af yðvarri hálfu at beztu manna yfirsýn.
- Anno M. ijc lxiij.
- Hér eptir er eiðr Íslendinga.
- Til þess legg ek hönd á helga bók ok því skýt ek til guðs at ek sver herra Hákoni konungi ok Magnúsi konungi land ok þegna ok æfinlegan skatt með slíkri skipan ok máldaga sem nú erum vér á sáttir orðnir ok sáttmálsbréf várt váttar.
- Guð sé mér hollr, ef ek satt segi, gramr ef ek lýg.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 21.10.2022 | 17:44 (breytt kl. 20:40) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Hún hefur greinilega ekki kynnt sér hvernig giðar og lögsögumenn störfuðu. Líklega hefur hún aldrei heyrt getið um Lúðvíðk Ingvarsson, sem ritaði vandaðasta lögfræði og heimildarit um Þjóðveldið sem við eigum. Fágætt þriggja binda verk sem vert er að ljósmynda.
Guðjón E. Hreinberg, 21.10.2022 kl. 18:32
"goðar"
Guðjón E. Hreinberg, 21.10.2022 kl. 18:33
Sæll Guðjón, ég þurfti að lesa tvisvar sinnum að rannsókn hennar er doktorsritgerð hjá Cambrigde háskóla. Af hverju í ósköpunum varði hún hana þar, en ekki við Háskóla Ísland (með fullri virðingu fyrir Cambrigde)? Þar eru sérfræðingarnir í íslenskri sögu og sagnfræðiskorið virt, a.m.k. þegar ég var þarna.
En mér finnst alltaf gaman þegar reynt er að vega að gömlum kenningum, þannig verða nýjar hugmyndir og þekking til. Að því leitinu til, tek ég hatt minn ofan fyrir henni, þótt ég sé ekki sammála.
Svo er það annað, sem ég minntist ekki á, miðalda-Íslendingar voru formfastir og fastheldnir. Skjöl voru "heilög" og líkt og í dag, voru menn ekki að stunda skjalafals og skjöl almennt traust. Íslenskt fornbréfasafn sem ég notaði mikið á sínum tíma er stórkostleg heimild um miðaldarsamfélag Íslands.
Birgir Loftsson, 21.10.2022 kl. 20:31
Þakka þér fyrir góðan pistill Birgir.
Sturlunga-saga greinir mjög vel frá því hvað varð til að Íslendingar misstu fullveldið, -þ.e.a.s. original sagan og við getum í raun heimfært þær aðstæður til dagsins í dag. Þegar Íslendingar eiga ekki í raun flutningaskip né flugvélar, heldur hafa þessar nauðsynjar á leigu.
Mér finnst vanta eitt nafn í pistilinn hjá þér, og reyndar í alla seinni tíma umfjöllun, en það er Þorvarður Þórarinssonar, síðasti goðinn, sem lét ekki sín goðorð af hendi til Noregskonungs fyrr en 1264. Þórarin kom að samþykkt þeirra laga sem Íslendingar undirgengust og hefur átt stóran þátt þar, því hann hlaut riddaranafnbót, -einn æðsta titil sem hirðmaður konungs.
Mig minnir að Árna saga biskups hafi reynst hjálpleg við að ná endum saman um þessi mál. Hvort sem Gamli sáttmáli er skáldskapur eða ekki, þá voru Íslendingar vissulega fokríkir í lok þjóðveldis, rétt eins og nú, þegar hillir undir lok lýðveldis.
Magnús Sigurðsson, 22.10.2022 kl. 06:58
Sæll Sigurður og takk fyrir innlitið. Og takk fyrir ábendinguna :) Já, einhvers staðar verður maður að láta staðar numið, þessi pistill er 5 bls. sem er ansi löng lesning. Ég lét því gott heita.
En vonandi er ég ekki að níða skóin af blessaða kven-doktórinum brasilíska, Patricia Pires Boulhosa. Ég byggi orð mína einungis á blaðaviðtalinu við hana, hef ekki lesið doktor rigerðina.
En hún á heiðurs skilið að nenna að fjalla um íslenska sögu, það eru ekki margir erlendir sagnfræðingar sem nenna því. Útlensku fornleifafræðingarnar hafa verið duglegri.....
Birgir Loftsson, 22.10.2022 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.