Það er mikill munur á vegakerfi Íslands og Færeyja. Færeyjar eru litlar eyjar en íbúafjöldinn er einn sjöundi af íbúafjölda Íslands. Eyjarnar eru fjöllóttar og erfiðar yfirferðar. Færeyingar hafa því ákveðið að bora sig gegnum farartálma og ætlunin er að tengja allar eyjar sem eru í byggð saman í eitt vegakerfi og eitt "borgarssamfélag", með neðansjávargöngum og gegnum fjöll. Göngin eiga að koma í stað ferja sem hafa tengt eyjarnar saman.
Nú er svo komið að göngin eru orðin 23 talsins og um þessar mundir eru þrjú göng í greftri. Sandoyartunnilin (10,8 km löng neðansjávargöng) og liggja milli Straumeyjar og Sandeyjar, Dalstunnilin (2,2 km) og Fámjinstunnilin (1,2 km). Fleiri göng eru í farveginum og munu síðustu stóru göngin, Suðureyjargöngin, samtals 25 km löng, vera með síðustu göngin sem gerð verða samkvæmt núveradni áætlunum.
Þetta leiðir hugann að Íslandi. Til samanburðar eru 14 jarðgöng á Íslandi, öll nema Hvalfjarðargöng í gegnum fjöll. Við eru aðeins hálfdrættingar við Færeyinga í jarðgangnagerð. Taka verður tillit til að Ísland er afar stór eyja, fjöllótt og erfið yfirferðar eins og Færeyjar en einhvern hluta vegna er vegakerfið hér margfalt verra. Jafnvel á hringveginum, eru margar einbreiðar brýr, malarvegir eru margir (ekki til í Færeyjum), hringvegur um Vestfirði ekki enn tengdur o.s.frv.
Það er undarlegt að a.m.k. ekki ein jarðgöng skuli ekki vera í byggingu á hverjum tíma. Næg eru verkefnin, sérstaklega á Vestfjörðum og Austfjörðum.
Á Wikipediu segir:
"Jarðgöng í forgangi á gildandi samgönguáætlun
Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng
Einkaframkvæmdir
Göng undir Reynisfjall í Mýrdal.
Tvöföldun Hvalfjarðarganga.
Rætt hefur verið um möguleika til aukningar á afkastagetu flestra eldri ganga.
Hvalfjarðargöng: Ný göng samsíða eða á nýjum stað til að auka afkastagetu jarðganganna. Tvöföldun Hvalfjarðarganga er á núgildandi samgönguáætlun.
Múlagöng: Vegna umferðaraukningar eftir opnun Héðinsfjarðarganga hefur verið lagt til að breikka göngin eða gera ný Ólafsfjarðargöng sunnar sem leysi hin eldri Múlagöng af hólmi.
Hugsanleg jarðgöng undir Siglufjarðarskarð myndu leysa af hólmi Strákagöng.
Engin áform eru um útvíkkun Vestfjarðaganga.
Arnarnesgöng eru á vegi sem myndi færast í önnur fyrirhuguð göng á sömu slóðum; Álftafjarðargöng á milli Ísafjarðar og Súðavíkur."
Samkvæmt jarðgangnaáætlun Vegagerðarinnar eru tugir jarðgangnakosta viðraðir. Næg eru verkefnin.
Flokkur: Bloggar | 20.10.2022 | 11:17 (breytt kl. 15:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.