Ég held að aldrei hafi verið eins varhugasamir tímar í sögu mannkyns eins og nú. Brjálæðingar, innan Bandaríkjanna og innan báða flokka viðra hugmyndir að beita eigi kjarnorkuvopnum í Úkraníustríðinu. Stjórnarliðar innan Úkraníu tala líka á sömu nótum og aðilar innan Rússlands (seinast leiðtogi Tétena) líka og eflaust fleiri.
Hér er utanríkisráðherra Póllands með óráðatal:
Jafnvel í Kúbudeilunni 1962, var ekki talað svona en atburðarásin leiddi næstum til kjarnorkustyrjaldar. Bara það að viðra svona skoðanir og allt tal um "takmarkaða notkun" kjarnorkusprengja er vítavert tal. Beiting stratískra og litla kjarnorkusprengja mun hafa afdrifaríkar afleiðingar sem enginn sér fyrir, ekki einu sinni Rússar.
Pútín gerði mistök þegar hann hélt að hann gæti tekið Úkraníu á nokkrum dögum með hernaðarlegri valdatöku. Hann gleymir mikilvægustu lexíu allra þjóðarleiðtoga en það er að stríð og endalok þess er ófyrirsjáanleg atburðarrás. Eins og ég sagði um daginn, allir geta hafið stríð en fæstir endað það á friðsamlegan hátt. Yfirleitt þarf annar aðilinn að fara halloka til að endir verði á. En svo geta sumir verið tapsárir eða hraktir út í horn, líkt og virðist gerast hjá rússnesku elítunnar með hrakfarir rússneska hersins eins og heyra má hjá rússneskum hershöfðingjum.
Eina vopnið sem rússneski herinn hefur og skarar framúr, er kjarnorkusprengjan. Og þeir eiga nóg af þessum sprengjum, hátt í sex þúsund stykki sem geta auðveldlega eytt öllum heiminum. Rússneski herinn kann að tapa á vígvellinum en hann getur barið frá sér og greitt heiminum rothögg. Vonandi huggar hann sig við það og lætur kjarnorkusprengjurnar liggja áfram í vopnabúrinu. Það er ekkert að því að tapa á vígvellinum, það hefur Bandaríkin lent í síðan loka seinni heimsstyrjaldar.
Herflaugasveitir Rússlands eða hernaðareldflauga-sveitir Rússlands (á ensku: The Strategic Rocket Forces of the Russian Federation or the Strategic Missile Forces of the Russian Federation) er ein grein rússneska heraflans og hann er lang hættulegastur. Honum á að beita í nauðvörn, ef til innrásar kemur. Hann er eina ástæðan fyrir að Kínverjar leggja ekki í innrás í Rússland.
Eldflaugaherinn var stofnaður þann 17. desember 1959 sem hluti af sovéska hernum sem aðalherinn ætlaður til að ráðast á kjarnorkuvopn óvinarins, hernaðaraðstöðu og iðnaðarmannvirki. Hann starfrækti allar sovéskar kjarnorkueldflaugar á jörðu niðri, millidrægar eldflaugar og meðaldrægar eldflaugar með drægni yfir 1.000 kílómetra. Eftir að Sovétríkin hrundu árið 1991 voru eignir varnarflaugahersins á yfirráðasvæðum nokkurra nýrra ríkja auk Rússlands, með kjarnorkueldflaugasíló í Hvíta-Rússlandi, Kasakstan og Úkraínu. Þrjú síðarnefndu þeirra fluttu eldflaugar sínar til Rússlands til eyðingar og þau gengu öll undir samning um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna.
Auka herafla innan Rússlands eru meðal annars geimvarnarherafli rússneska flughersins og eldflaugakafbátar rússneska sjóhersins. Saman mynda einingar þrjár kjarnorkuþrídeild Rússlands.
Það eru því brjálæðingar í Bandaríkjunum, Úkraníu og Rússlandi sem tala algjöra vitleysu og þagga verður í slíkum mönnum. Sem betur fer eru menn innan Rússland og hinum löndunum tveimur sem sussa á svona tal. En þetta skelfir heimsbyggðina, svona óróatal.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 3.10.2022 | 17:22 (breytt kl. 17:25) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.