Ég ætlaði eins og flestir að geysa fram á ritvöllinn þegar fréttir bárust af handtöku meintra hryðjuverkamanna. Fyrstu hugsanir mínar (hugboð) reyndust rangar en ég hélt fyrstu mínútunnar að hér væru um að ræða erlenda hryðjuverkamenn eða erlendan glæpahóp.
Alls konar hugmyndir komu fram og ákvað ég að halda í reglu mína að bíða í a.m.k. eina viku og sjá hvernig málið myndi þróast.
Nokkrar staðreyndir birtust nokkurn veginn strax. Lögreglan hafði fylgst með hópi manna vegna þess að þeir voru að búa til skotvopn með þrívídda prentara. Hún heyrði á tal þeirra með hlerunum en þar kom fram þeir ættu harma að hefna gagnvart lögreglunni, en einn þeirra var ný sloppinn úr varðhaldi. Aðal sakborningurinn neitar allri sök í yfirheyrslum og ættingar segja engin tengsl séu við erlenda hryðjuverka- eða glæpahópa. Meira vitum við ekki.
Spurningin liggur í loftinu, var hér að ræða reiðis tal, fyllerí tal eða alvöru fyrirætlanir? Munum að mennirnir teljast enn vera saklausir uns dómstólar dæma í málinu.
Pólitískar afleiðingar gætu orðið nokkrar, s.s. lögreglulið landsins verði efld, forvirkar rannsóknaheimildir greiningadeildar lögreglunnar víkkaðar og útlendingalöggjöfin hert.
En hvað eru hryðjuverk?
Íslenska wikipedia: Hryðjuverk er umdeilt hugtak án nokkurrar almennt viðurkenndrar skilgreiningar. Algengast er að hryðjuverk sé talið hver sú árás sem af ásetningi er beint gegn almennum borgurum til ógnunar sem framin er í þeim tilgangi að ná fram stjórnmálalegum eða öðrum hugmyndafræðilegum markmiðum. Um það er deilt hverjir fremji hryðjuverk (hvort t.d. ríki geti framið hryðjuverk) og að hverjum þau geti beinst (til dæmis hvort árás á hernaðarleg skotmörk geti verið hryðjuverk). Þarna geta komið upp árekstrar við önnur hugtök á borð við stríð og skæruhernað.
Í landslögum ríkja sem og í þjóðarrétti hefur verið reynt að skilgreina hryðjuverk, til dæmis segir í í íslensku hegningarlögunum í 100. grein m.a:
- Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum...
Þetta er mjög áþekkt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á hugtakinu.
Hryðjuverkahugtakið hefur breytt nokkuð um mynd á síðari árum, til dæmis með tilkomu öflugra alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka sem njóta mikillar hylli á ýmsum svæðum heims eða innan ákveðinna þjóðfélagshópa. Ýmis samtök múslímskra hryðjuverkasamtaka, svo sem al-Kaída og Hamas, hafa valdið miklum mannskaða víða um heim og njóta stuðnings ríkisstjórna í ýmsum löndum, svo sem Sýrlandi og Íran.
Engin hryðjuverk hafa verið framin á lýðveldistímanum á Íslandi. Þetta væri þá fyrsta hryðjuverkatilraunin ef satt reynist. En segjum svo að svo sé ekki, þá er samt ekki vitlaust að gera ráð fyrir þessum möguleika í náinni framtíð. Það er nefnilega svo að heimurinn, með ferðamönnum og innflytjendum, er kominn inn á gafl Íslands og allt það góða og slæma með. Höfum varann á, við tryggjum ekki eftir á eins og segir í auglýsingunni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Löggæsla | 28.9.2022 | 12:44 (breytt kl. 12:46) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.