Hér með er auglýst eftir hægri flokki á Íslandi. Hann er hreinlega ekki til í hreinustu mynd. Á heimasíðu flokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Jafnframt segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir atvinnufrelsi og frelsi einstaklingsins, afnámi hvers kyns hafta, samvinnu við aðrar þjóðir og fleiri framfaramálum sem hafa haft afgerandi áhrif á hag þjóðarinnar og lagt grunn að þeirri hagsæld sem hún býr við í dag. Hljómar vel en á ekki við um hinn 93 ára öldung sem hefur ekki tekist að halda í við upphafleg gildi sín. Isis facto er það svo.
Ekki hefur verið til alvöru hægri flokkur síðan Hægri grænir voru uppi. Sé alveg tækifæri fyrir slíkan flokk á Íslandi með einstaklings frelsi og áherslu á kapitalískt efnahagskerfi. Svo má bæta við íhaldssöm gildi, sem voru gildi Íhaldsflokksins sem Sjálfstæðisflokkurinn var mótaður úr en ekki má misskilja hugtakið íhaldssemi. Í jákvæðri merkingu þess, merkir það fólk haldi í þau gildi sem hafa farið í gegnum eldskírn reynslunar og þar með sögunnar. Önnur gildi hafa fallið úr gildi, eru ómarktæk og óraunsönn.
Það er alltaf mikið talað niður gildi hægri manna í þjóðfélaginu og í verki sýnir Sjálfstæðisflokkurinn að hann er hægri krata flokkur. Einstaka maður innan flokksins sem virðrar hægri gildi en er jafnharðan púaður niður af krötunum innan flokksins. Enginn í raun vill verja frjálst kapitalískt samfélag (hljómar eins og blótsyrði í munni sumra) og hægri menn feimnir að gangast við króann. En þessi krói heldur öllu gangandi. Velferðakerfinu og sjálfri tröllskessunni, ríkisvaldið.
Hér kemur sprenghlæileg málsgrein úr greininni Saga flokksins á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins:
"Lækkun skatta
Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um að ríkisstjórnin sem tók við eftir alþingiskosningar árið 2003 hefði að einu meginviðfangsefna sinna að lækka skatta á almenning. Skattaumhverfi atvinnulífsins var gert samkeppnishæft við það sem best gerist erlendis og nú var röðin komin að einstaklingunum. Eignaskattur var lagður niður og tekjuskattur lækkaður í áföngum. Niðurfelling eignarskatts kemur sér einkar vel fyrir þá sem skulda lítið eða ekkert í íbúðarhúsnæði sínu en margir eldri borgarar eru í þeim hópi. Tekjuskattslækkun eykur ráðstöfunartekjur allra launþega og er því sú kjarabót sem kemur flestum til góða."
Ekkert af þessu ofansögðu er satt, skattalækkanir flokksins hafa aldrei staðið lengi og ávallt fljótlega hækkaðar aftur eða spánýr skattur settur á. Nýjasta dæmið er hinn blóðmjólkaði einkabíllinn (eigandi bílsíns réttara sagt) en nú á finna leiðir til að búa til skatta á hann. Meiri segja að láta vegfarendur Hvalfjarðarganga sem eru fullgreidd, greiða þau upp á ný.
Hefur einhver gleymt að segja Engeyingnum frá stefnuskrá flokksins og taka silfurskeiðina úr munninum til að segja ha? Það hefur greinilega gleymst að setja í starfslýsinguna um formannsstóllinn að viðkomandi eigi að fylgja hugsjónum og gildum hægrimennskunnar en ekki vera bara real politik og vera í jobbinu fyrir Engeyinga. Til að fylgja gildunum verður stundum að sleppa valdastólum ríkisstjórnar tímabundið og finna sjálfsmyndina aftur. Það hefur bara aldrei gerst.
Núverandi formaður flokksins setur blyðrunarlaust á skattaálögur í samfloti við aðra kratasinnaða flokka sem og fjölgun ríkisstarfsmanna og kjörorðið núverandi ríkisstjórnar er: STÆKKUM BÁLKNIÐ! Annað fínt kjörorð fyrir flokkinn er: VERNDUM SÉRHAGSMUNINA!
Nota bene, íslenskir fjölmiðlar, líkt og í flestum vestrænum ríkjum, sérstaklega í Bandaríkjunum, hallast flestir til vinstri. Hvers vegna skyldi það vera? Er það vegna pólitískt uppeldi í félagsvísindadeild Háskóla Íslands sem útskrifar ný-marxista í hrönnum? Hvaða störf bíða þeirra? Í stjórnsýslunni eða blaðamennskunni,varla nokkuð annað.
Já, ein allherjar kratahugsjón hjá öllum flokkum á Alþingi í dag nema e.t.v. hjá miðjuflokknum Miðflokkurinn sem er yrst til hægri á fjósflóri þingsins, eins skrítið og það er. Ergo sum, enginn hægri flokkur til á Íslandi í dag.
Athugasemdir
Skattastefna Sjálfstæðisflokksins. Hér er verið að leggja á nýjan skatt á íbúa höfuðborgarsvæðisins. Fjármálaráðherra, Sjálfstæðismaðurinn er hér í forsvari. Málið er að innheimtir eru nægir skattar af bifreiðaeigendum, peningarnir sem innheimtir eru, fara bara að litlu leyti í vegkerfið. Hvernig væri að nota skattanna af bíleigendum í vegkerfið? Alveg meir en nóg er fólk skattlagt.
Fyrir þá sem borga okurgjöld fyrir eldsneyti er þetta blaut tuska í andlitið. Mesta vitleysan er borgarlínan (strætó-línan) sjálf sem á köflum skerðir umferð almennings en fólki mun ekki fjölga sem nota strætisvagna.
Veggjöld á höfuðborgarsvæðinu handan við hornið | RÚV (ruv.is)
Birgir Loftsson, 21.9.2022 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.