Meðvitunarleysi um sögu Íslands með sölu tveggja varðskipa

Nýverðið var í fréttum sala á tveimur varðskipum sem gengdu veiga miklu hlutverki í stækkun landhelginnar.  Þau tóku þátt í svokölluðu þorskastríðum og bæði skipin eiga sér merka sögu.

Skipin eru um hálfra alda gömul og hafa þjónað sínum tilgangi. Það er því eðlilegt að selja þau. En vanda hefði mátt hverjir mættu kaupa skipin. Skipin seldust á samtals (ef ég man rétt) á um 56 milljónir kr. sem er andvirði íbúðarblokkar í Breiðholti.

Kaupandi, óþekktur en íslenskur að sögn fjölmiðla, segist ætla að selja þau úr landi og líkt og með Þór, fá þau líklega þau örlög að enda sem n.k. diskótek skip eða annað álíka erlendis. 

Örlög íslenskra varðskipa er sláandi miða við örlög breskra herskipa. Bretar leggja mikla rækt við að varðveita gömul herskip og er HMS Victory hvað þekktasta (sjá slóð: HMS Victory - Wikipedia ) en fjölmörg önnur, sem og kafbátar og önnur farartæki eru varðveitt fyrir komandi kynslóðir að njóta og skoða.

Ég geri mér grein fyrir að eitt íslenskt varðskip er varðveitt og er í vörslu samtaka um varðveislu skipsins og staðsett á Sjóminjasafni Reykjavíkur.

En til eru fleiri söfn sem hefðu ef til vill viljað fá skipin í sínar hendur ef þau hefðu t.d. verið gefin.  Ekki er verðið sem fékkst fyrir skipin tvö hátt hvort sem er. Betra hefði verið að sökkva þeim með virðulegri athöfn en að breyta þeim í diskótek eða hvað það á að gera við þau. Erlendis eru gömul herskip notuð sem skotmörk eftir þjónustu, ef þau eru ekki ætluð til varðveislu eða selt til annarra landa til áframhaldandi herþjónustu.

Annars er þetta dæmigert viðhorf gagnvart menningararfinum, Íslendingar eiga fá gömul hús og eru ekki endilega tilbúnir að endurbyggja hús sem hafa eyðilagst eða rifin. Undantekningin er kannski uppbygging miðbæjarins á Selfossi sem er samblanda af gömlu og nýju. Frábært framtak og hefur komið bæinn á kort ferðamanna sem vilja sjá allt sem er íslenskt.  Þeir vilja smakka og borða íslenskan mat, sjá hvernig við lifum/lifðum og íslenska menningu almennt, bæði gamla og nýja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband