Rödd úr haugi afneitar áanna!

Skrýtin deila er nú uppi um uppruna Íslendinga eða réttara sagt hvort þeir séu afkomendur víkinga. Það þarf ekki annað en beitingu rökfræðinnar til að komast að niðurstöðu.

Árni Böðvarsson, þjóðháttarfræðingur fór í (víkinga)leiðangur gegn afkomendur víkinga en skip hans sigldi strax í strand, eflaust vegna þess að hann notaðist við Currach (skinnbátur Íra).

Þar á Árni í ritdeilum við Einar Kárason rithöfund, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga eins og segir í frétt Vísir.

Árni segir: „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu."

Maður gapir af undrun þegar frægur fræðimaður kemur með svona hrákaskýringu á hvaðan Íslendingar komu og hverra manna þeir voru. Hefur hann ekki lesið Íslendingasögunar sem eru uppfullar af frásögnum af Íslendingum sem fóru í víking með öðrum norrænum mönnum?

Norðmenn fóru meira segja í norræna krossferð til landsins helga, löngu eftir lok víkingaraldar og að sjálfsögðu voru Íslendingar með í för. Þeir gerðust líka væringjar (það er verið að skrifa doktorsritgerð um Væringja).

Á 13. öld fóru þeir í herleiðangra til Suðureyja og hvert sem Noregskonungur ákvað að herja. Sturlunga meiri segja nafngreinir þann mann sem hún segja að sé síðasti íslenski víkingurinn en hann kom úr leiðangri og settist að á Íslandi um 1220.

Íslendingabók og Landnáma eru góðar heimildir um þessa víkinga og fylgdarlið þeirra. Engir kotbændur hefðu efni á rándýrum víkingaskipum sem þurfi mikið fjármagn og mannskap að byggja (það tók t.d. 3 ár að vefja seglin). Höfðingar (sem Árni kallar gamalmenni og verið hent úr horni hornkerlingarinnar og sendir út á guð og gadd til Íslands) stýrðu þessum þjóðflutningi til Íslands. Það var ekki fyrr en með síðustu bylgju landnema sem gildir bændir keyptu sér far til Íslands ásamt föruneyti.

Ingólfur og Hjörleifur (eða aðrir sem þeir tákna og eru tákngervingar fyrir) komu hingað með fríðu föruneyti, voru víkingar og útlægir fyrir dráp úr Noregi ásamt þrælum. Þeir voru ekki einsdæmi. Aðrir norrænir höfðingjar voru hraktir úr Suðureyjum og Írlandi eins og sagnirnar segja.

Í grófum dráttum má segja að alda víkingaaldar hafi skellt víkingum og skyldliði þeirra á strendur Færeyja, Íslands, Grænlands og Norður-Ameríku (Bretlandseyjar o.s.frv.) og þar settust þeir að. Allir víkingar voru að uppruna bændur sem fór í sumarleiðangra eða víkingaferðir.

Ótrúlegt að þjóðháttarfræðingur sem styðst væntanlega við fornleifar (norrænar allar) í rannsóknum sínum skyldi komast að fjarstæðri niðurstöðu.

Einar Kárason kom í mótsvari sínu með gullkorn en hann sagði að þeir hefðu ,,allavega ekki lagst í bóndann"! Held að Einar hafi tekið Árna í bóndabeygju að hætti íslenskrar glímu!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Skemmtileg umfjöllum um forfeður Íslendinga - Heiðni herinn. 

https://fb.watch/fcQWJeEk09/

Birgir Loftsson, 29.8.2022 kl. 19:58

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er ekki hægt að leggja mælistiku nútímans við fortíðina eða manngildishugsjónir fyrri alda. Það sem er ribbaldaflokkur samkvæmt nútímaskilgreiningu eru hetjur samkvæmt skilgreiningu landnámsaldar. Enda er það svo að rolur hefðu ekki siglt yfir hafið og unnið þessi afrek.

Árni Böðvarsson þjóðháttafræðingur er greinilega og því miður kominn í ört stækkandi hóp fræðimanna sem hlaupa á vagn tízkunnar og meginstraumsins, Woke-hreyfingarinnar sem kemur frá Bandaríkjunum.

Maður er alltaf að bíða eftir að þessu rugli ljúki. Það verður sennilega ekki. Móðursýkin hefur það eðli að fyrirbyggja alla rökhyggju og ganga af sér dauðri með því að ganga fyrir björg.

Ingólfur Sigurðsson, 30.8.2022 kl. 00:13

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Rétt hjá þér Ingólfur með wokisman. En að virtur fræðimaður eins og Árni skuli heimfæra nútímahugsunarhátt á fortíðina og í raun geta ekki skilgreint heilt tímabil - víkingaöldina er dálítið skrítið. En ég veit að hann þolir ekki að horfa á víkinga bardaga nútímamanna. Ferðaþjónustan náttúrulega skumskrælir sögu arfinn í markaðs skyni.

Birgir Loftsson, 30.8.2022 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband