Aldous Huxley um almenning

Aldous Huxley var orðheppinn maður en fyrir þá sem ekki þekkja hann, þá skrifaði hann hið fræga verk "Brave New World" sem er n.k. útópíu martröð um sælarsamfélagið og andstæða við veröldina sem George Orwell skrifaði um í bókinni 1984. Báðir veruleikarnir voru ömurlegir.

Í ágætri bók sem hann skrifaði (Complete Essays), sagði hann eftirfarandi:

"Meirihluti mannfjöldans er ekki sérlega greindur, óttast ábyrgð og þráir ekkert betra en að vera sagt hvað á að gera. Að því gefnu að valdhafarnir trufli ekki efnisleg þægindi þess og dýrmæta viðhorf, er það fullkomlega ánægð að láta stjórna sér."

Og hann sagði líka eftirfarandi: "„Staðreyndir hætta ekki að vera til vegna þess að þær eru hunsaðar. ..."

Er þetta ekki nokkuð sem tengja má við tíðarandann í dag? Nú er hægt að snúa öllu á hvolf og segja að hvít sé svart og kona sé maður og öfugt. Skrýtinn heimur sem við lifum í.

Til eru margar tilvitnanir í hann. Ég læt hér nokkrar fljóta.

„Eftir þögn er það sem kemur næst því að tjá hið ólýsanlega tónlist."


„En ég vil ekki þægindi. Ég vil Guð, ég vil ljóð, ég vil raunverulega hættu, ég vil frelsi, ég vil gæsku. Ég vil synd."


„Þú munt þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gera þig brjálaðan.


"Kannski er þessi heimur helvíti annarrar plánetu."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband