Ákveðið var að þegar lýðveldið var stofnað á Íslandi 1944 að stofnað yrði til embættis forseta Íslands í stað konungsdóms sem var hér frá 1918 en Danakonungur var hér konungur eins og allir vita. Embættið tók því mið af konungshefðum og nýtur forseti Íslands nokkuð af fríðindum og forréttindum. Lengi vel í formi skattleysis og hárra launa.
Þegar einstaklingur hættir sem forseti Íslands, fer hann sjálfkrafa á eftirlaun það sem eftir er af lífi hans. Eftirlaunin eru ekki mikið lægri en forsetalaunin hans og ýmsar sponslur fylgja líka.
Í raun lifir forsetinn yfirstéttalífi í dag. Hann hefur bryta og matselju, húsumsjónarmann, bílstjóra, lögreglumann á vakt (lífvörður) og ókeypis húsnæði, fæði og ferðastyrki. Held að forsetinn taki ekki upp veskið á meðan hann er í embætti.
Hvað fáum við fyrir að hafa forseta?
Hlutverk forseta
- Þingsetning
- Staðfesting laga
- Nýársávarp
- Orðuveiting
- Móttaka og opinberar heimsóknir til erlendra þjóðhöfðingja
- Stjórnarmyndun (ef þingflokkar ná ekki saman um myndun ríkisstjórnar)þ
Ímynd forseta
- Sameiningartákn þjóðarinnar
- Verndari íslenskrar menningar
- Landkynning.
Allt eru þetta mikilvæg hlutverk en hver segir að forsetinn eigi að vera hlutverkalaus meirihluta ársins eða annað embætti gæti ekki tekið yfir störf forseta? Þetta virðist vera allt í höndum hvers forseta, hversu virkur hann er. Núverandi forseti sést varla á almannafæri og verður maður hissa þegar heyrist í honum.
Ég er hrifinn af fyrirkomulaginu sem í Finnlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, þar sem forsetaræði ríkir en forseti fer fyrir ríkisstjórn hverju sinni og skipar í hana fólki sem er ekki kosið en heldur skipað. Ekki gæti það verið verra fyrirkomulag en að ráðherrar Íslands sitji beggja meginn borðs, á Alþingi með löggjafarvald í vinstri hendi en í hægri framkvæmdarvald. Væri ekki best að forsetinn fái alvöru hlutverk en við látum sendiherra um ímyndunnarmál þjóðarinnar? Þetta sparar pening en forsetaembættið kostar mikið í rekstri.
Flokkur: Bloggar | 7.8.2022 | 15:35 (breytt kl. 21:33) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.