9 ástæður fyrir að 6. janúar nefndin í Bandaríkjunum er MacCarthy nefnd

1) Aðeins vilhöll vitni boðun til rannsóknarnefndar. Önnur vitni sem hafa aðra sögu að segja eru hunsuð. Sbr.leyniþjónustumennina sem DT á að hafa ráðist á en leyniþjónusta segir aðra sögu.

2) Forrrétti starfsfólks Hvíta hússins brotin (reglan sem hefur gilt í meir en 200 ár að framkvæmdarvaldið upplýsi ekki um trúnaðarsamtöl, ef það væri ekki, þá væri ekki hægt að stjórna landinu, því menn væru alltaf hræddir við að vera dregnir fyrir dóm vegna orða sinna) og það hótað fangelisvist ef það ber ekki vitni.

3) Nancy Pelosi og hennar þáttur hunsaður. Svo sem að afþakka þjóðvarðliðið sem Trump bauð til verndar Capitol Hill. Af hverju er hún ekki dregin fyrir nefndina en forseti Fulltrúadeildarinnar er formlega ábyrgur fyrir varnir Bandaríkjaþings ásamt lögreglustjóra þingsins.

4) Fólk sem fór inn í Capitol Hill og gerði ekkert (húsbrot í mesta lagi)hefur sætt fangelsisvist í marga mánuði án dóms og laga. Enginn vopnaður og eina manneskjan drepin var óvopnuð kona, fyrrverandi hermaður af hendi lögreglumanns sem skaut hana af færi. Aðrir létust síðar,  m.a. vegna sjálfsmorðs eða heilsukvilla.

5) Trump sagði stuðningsmönnum sínum að að mótmæla friðsamlega (með ættjarðarást í brjósti) fyrir framan þinghúsið. Hann sagði ALDREI að það ætti að fara inn. Mótmæli eru ennþá leyfð í Bandaríkjunum.

6) Skrýtnasta "valdarán" í sögunni þegar húsbrotfólkið (óeirðafólkið ef það er betra orð)fór fyrst inn í þinghúsið fyrir áeggjan FBI manns sem þóttist vera stuðningsmaður Trumps.

7) Trump hefur verið sakaður um að hindra valdaskiptin en það er alfarið rangt.  Formleg valdaskiptin voru þá í gangi (undirrituð af DT).

8) Öll vitnaleiðslan beinist að gera Donald Trump sekan og ábyrgðan fyrir uppþotið, þótt engar sannanir raunverulegar liggi fyrir.

9) Raunverulegt markmið nefndarinnar er að koma í veg fyrir forsetaframboð Donalds Trumps 2024 og áður en Repúblikanar ná völdum á Bandaríkjaþingi í næstu midterm kosningum nú í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband