Orð forsætisráðherra í mótsögn við veruleikann

Ummæli forsætisráðherra í dag í hátíðarræðu um að "Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu" eru orðagljáfur. Orðin eru inntakslaus og í engu samræmi við veruleikann.

Hver er svo þessi veruleiki? Veruleikinn er að Ísland er í hernaðarbandalagi sem nefnist NATÓ. Landið hefur tvíhliða varnarsamning við eitt aðildaland bandalagsins, sem er jafnframt það öflugasta, Bandaríkin.

Herleysið er ekki meira en það að hér eru mörg hernaðarmannvirki, á Keflavíkurflugvelli er fullbúin herstöð sem er hægt að fullmanna á nokkurum dögum en þessi svo kallaða ,,ónotaða" herstöð er meira en minna mönnuð hermönnum aðildalanda NATÓ allt árið í kring (önnur varnartengd varnarmannvirki eru ratsjárstöðvarnar fjóru).

Formlega yfirgaf Bandaríkjaher landið 2006 en hann hefur eftir sem áður mikla viðveru hér og hér eru haldar heræfingar reglulega, síðast var heræfingin Norður-Víkingur (Um sé að ræða reglubundna tvíhliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja en einnig taki þátt í henni sjóherir Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Noregs. Liður í Norður-Víkingi sé svo lending bandarískra landgönguliða við Miðsand í Hvalfirði).

Grípum aftur niður í hátíðarræðu forsætisráðherrans: „Ísland er og verður herlaus þjóð sem bygg­ir full­veldi sitt á virðingu fyr­ir alþjóðalög­um og virku sam­starfi við önn­ur ríki á vett­vangi alþjóðastofn­ana,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar."

Fullveldi Íslands er og hefur aldrei verið byggt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki...það er hægt að bera virðingu fyrir alþjóðlögum en það eitt sér tryggir ekki öryggi Íslands. Virkt samstarf við önnur ríki í varnarmálum hefur einmitt tryggt öryggi landsins.

Öryggi Íslands byggist í raun á real-politik í anda Helmut Smiths heitnum, kanslara V-Þýskalands, en líkt og við, var Þjóðverjum illa við hernað og hernaðarumsvif í kjölfar nasistastjórn þýskalands. En þeir stungu ekki hausinn í sandinn líkt og Angela Merkel gerði síðar. Nú eru Þjóðverjar að vakna upp af martröð og loksins farnir að skilja að tímabil stríða er ekki á enda og stríð vera fylgifiskur mannkyns um ófyrirséða framtíð.

Í raun eru allar Evrópuþjóðir að vakna upp af martröð og bregðast við í samræmi við veruleikann, nema forsætisráðherra VG, sem segir falleg orð á hátíðardegi. En innst inni skilur forsætisráðherrann hversu galið það er að vera ekki í NATÓ og viðurkennir það de facto, þó orðin séu á hina vegu. Flokkur VG hefur akkurat ekkert gert til að leiða landið úr vonda hernaðarbandalaginu NATÓ né komið með lausnir hvað eigi að þá að taka við. VG er ergo fylgjandi veru Íslands í NATÓ!

Umsvif NATÓ síðan 2006 hafa aldrei verið eins mikil og nú undir forsæti VG. Veruleikinn er skýr.

Það er ekkert herleysi á Íslandi, eina sem er að hermennirnir eru erlendir, ekki íslenskir. Erlendir dátar vernda fullveldi Íslands, ekki falleg orð.

Gleðilegan 17. júní! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband