Við erum stofnaðilar að langöflugasta öryggis- og varnarsamstarfi í heimi og þar gengur okkur vel, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar hún var spurð um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Segir NATO-aðild tryggja öryggi, ekki ESB
Þetta er rétt hjá Þórdísi. Það kemur einnig fram að 80% af fjármagni NATÓ komi utan Evrópu, sem þýðir í raun Bandaríkin (og Kanada að litlu leyti) borgi brúsann. Við sitjum á baki risa. Bandaríkin eru risaveldi en jafnvel risaveldi geta lent í vanda.
Joe Biden glopraði út úr sér að BNA væru tilbúin í hernaðarátök vegna Taívan. Nú er svo komið að slagurinn, ef hann yrði tekinn, er orðinn ansi jafn milli Kína og Bandaríkin. Síðarnefnda stórveldið myndi þurfa að taka á öllum sínum mætti til að standa í stríði við Kína. Hvar er þá Ísland statt? BNA gætu de facto ekki varið landið, hefðu ekki mannskap né tæki til þess. Myndu BNA koma Íslandi til varnar ef það kynni að leiða til kjarnorkustyrjaldar?
Þetta eru ekki vangaveltur, við höfum fordæmi úr fortíðinni, þegar Írak og Afganistan stríðin voru í fullu gangi, tók Bandaríkjaher sitt hafurtask og kvatti hvorki kóng né prest, í bókstaflega merkingu og fór einhliða. Hvað gera Danir þá? Dustar rykið af baunabyssum varðskipanna tveggja? Endurpanta afgamlar hríðskotabyssur frá Noregi? Krossa fingur og vona það besta?
Ef við sleppum allri dramatík eins og kom hér að ofan, þá er líklegasta sviðsmyndin hryðjuverkaárás, ekki innrás. Önnur sviðsmynd er að NATÓ-ríkin dragast í hernaðarátök og Ísland þar með. Þá eru líkurnar á árás á Ísland komnar upp í 100%, enda veikasti hlekkurinn í keðjunni og landið er hernaðalega mikilvægt staðsett.
Varnarmat er símat. Tímarnir breytast og mennirnir með. Ekkert stórveldi hefur lifað af endalaust. Ekki einu sinni Rómaveldi. Svo verður heldur ekki með Bandaríkin.
Öld Bandaríkjanna var á 20. öldinni - pax Americana. 21. öldin virðist sýna minnkandi áhrif BNA. Alltaf er fyrir hendi að Bandaríkjamenn skelli í lás og segi að þeir eigi nóg með sjálfa sig. Það eru ákveðin öfl í Bandaríkjunum sem bíða eftir slíku tækifæri. Það gerðu þeir tvisvar sinnum á 20. öld. Í seinni heimsstyrjöld voru þeir dregnir nauðugir í heimsátökin með beinni árás Japana en í þeirri fyrri tóku þeir þátt í lokaslagnum, ekki beint viljugir, lögu lóð á vogaskálarnar.
Einhvern tímann þurfum við að skríða undan pilsnafald Bandaríkjanna, hvenær það er, veit ég ekki.
Ceterum (autem) censeo Carthaginem esse delendam sagði Cató hinn eldri (Marcus Porcius Cato) þegar hann endaði ræðu sína, sama hvað hún fjallaði um. Ég segi: Hinc admoneo Islandiam convocasse et exercitum movere.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 2.6.2022 | 15:03 (breytt 3.6.2022 kl. 17:35) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.