Maximillian Robespierre var af fátækum kominn. Hann átti fjögur syskini og missti móður sína þegar hann var sex ára. Faðir hans yfirgaf son sinn í kjölfarið og skildi hann eftir í umsjá móðurafa síns. Eftir framúrskarandi námsárangur í háskólanum í Arras og Louis-le-Grand - háskólanum í París varð Robespierre löggildur lögfræðingur árið 1781 og gerðist meðlimur í héraðsráði Artois.
Robespierre var kjörinn fulltrúi Tiers á stéttaþinginu árið 1789 og var fulltrúi þriðju stéttar (1 stéttin var aðallinn, 2 stéttin var klerkastéttin) og varð brátt einna fremstur í flokki lýðræðissinna á stjórnlagaþinginu. Þar barðist hann gegn dauðarefsingu og þrælahaldi og fyrir almennum kosningarétt fyrir karla og jafnrétti óháð kynþætti. Óbilgirni hans leiddi brátt til þess að honum var gefið gælunafnið hinn óspillanlegi (l'incorruptible). Hann var frá upphafi meðlimur í Jakobínaklúbbnum og varð einn áhrifamesti maðurinn í þeirra röðum. Eftir að klofningur varð meðal Jakobínanna tókst Robespierre að endurskipuleggja samtökin og halda stuðningi flestra samfélaga í héraði sínu.
Stjórnlagaþingið var leyst upp og kom þá 3ja stéttin saman í tennishúsi og þar var ,,þjóðþing Frakklands stofnað án 1 og 2 stéttana. Ákveðið var að stofna þingbundna konungsstjórn en eftir að konungur reyndi að flýja land 1793, sem byltingarmenn töldu vera landráð, var ákveðið að taka hann af lífi. Þrátt fyrir að hafa í upphafi verið á móti dauðarefsingum átti Robespierre mikilvægan þátt í aftöku Loðvíks 16. í nafni þess að hægt yrði að stofna franskt lýðveldi.
Hann var meðlimur í stjórninni sem mynduð var í París eftir fall Bastillunnar og var kjörinn á stjórnlagaþingið, þar sem hann sat sem hluti af Fjallbúahópnum (Montagnard) í andstöðu við Gírondína. Eftir að Gírondínum var rutt úr vegi í uppreisninni 31. maí - 2. júní 1793 gerðist Robespierre meðlimur í Nefnd um almannaöryggi (stundum kölluð Velferðarnefndinni) (Comité de salut public) sem bandamaður hans Georges Danton hafði stofnað, þar sem hann tók þátt í stofnun byltingarstjórnar og í því að skipuleggja Ógnarstjórnina.
Vorið 1794 létu Robespierre og félagar hans í Velferðarnefndinni handtaka og hálshöggva fjölmarga pólitíska andstæðinga sína. Þar á meðal var George Danton, annar frægasti byltingarmaðurinn (frægastur fyrir að stuðla að Frakkland hélt velli er innrásarherir gerðu innrás í landið), hálshöggvinn vegna ásakana um spillingu og tengsl við óvini Frakklands. Robespierre stóð að því að hægt var á afkristnun Frakklands og atkvæði greitt um að franska þjóðin viðurkenndi tilvist æðri veru. Þessi nýja ,,trú og hugmyndir hans leiddi til þess að mönnum ofbauð sem og morðæðið sem byrjað var að bitna á byltingamönnunum sjálfum og ákváð byltingarþingið að láta taka hann af lífi í fallöxinni, sem hann átti mestan þátt að koma á. Aftaka George Danton var einnig stór þáttur í falli Robespierre en margir andstæðingar hans áttu erfitt með að fyrirgefa aftöku hans enda var Danton mjög vinsæll meðal almennings.
Einræðisherra eða sannur byltingamaður?
Var Maximillian Robespirre, fyrsti einræðisherra nútímans? Þessi forvígismaður frönsku byltingarinnar breyttist úr byltingamanni í einræðisherra á einu ári. Hann var fyrir nefnd sem kallaðist Nefnd um almannaöryggi (Committee for public safety) en byltingamenn höfðu allsherjarsamkundu sem var þing Frakka en framkvæmdarvaldið var í höndum nefnda. Þessi sakleysislega nefnd (var í raun ríkisstjórn landsins og stóð fyrir 12 mánaðar morðæði á árunum 1793 til 1794). Ógnarstjórnin var þessi stjórn kölluð. Robespierre varð brátt einangraður af óvinum sínum, sér í lagi gömlum fylgismönnum Danton, á byltingarþinginu. Að lokum var hann handtekinn ásamt Augustin bróður sínum og fleiri fylgismönnum. 28. júlí var Robespierre hálshöggvinn á fallöxinni ásamt tuttugu og einum samstarfsmanni sínum.
Morðæðið var framið í nafni byltingar og frelsis. sem er kunnugleg stef hjá einræðisherrum 20. aldar sem vildu breyta samfélaginu með hjálp ofbeldis. Er hægt að bæta samfélagið með ríkisofbeldi og valdboði að ofan? 55 þúsund manns létust í morðsæðinu, sumir segja margfalt meira. Þeir sem voru á annarri skoðun, jafnvel bara grunaðir um slíkt, voru drepnir. Jafnvel þeir hlutlausu voru flokkaðir sem óvinir lýðveldisins og drepnir. Hugtakið hugsunarglæpur, varð til á þessum tíma og í nútímaskilningi. Þeir sem hugsuðu ekki rétt, voru taldir gerast sekir um glæp og taldir réttdræpir. Sjá má þetta í ýktustu mynd hjá einræðisstjórnum 20. aldar og í skáldsögu George Orwell, 1984. Sjá má þetta í veikari mynd í orðræðu ,,góða fólksins í dag, ef þú ert ekki sammála okkur, þá hlýtur þú að vera mannfjandsamlegur. Eiga ekki allir rétt á að láta í skoðanir sínar í lýðræðisríki? Á degi verkalýðsins er gott að hafa þetta í huga að það er ráðist reglulega á lýðræðið og réttindi fólks með læðvískum hætti og reynt að afnema það sem áorkast hefur. Réttindi og frelsi þarf stöðugt að verja, því að franska byltingin tryggði þau ekki um aldur og ævi.
Robespierre er án efa umdeildasta persóna frönsku byltingarinnar og þá er sérstaklega deilt um það hve mikil persónuleg ábyrgð hans var fyrir ofstæki Ógnarstjórnarinnar. Gagnrýnendur hans leggja áherslu á hlutverk hans í Ógnarstjórninni og einræðistilburði Velferðarnefndarinnar. Aðrir telja að Robespierre hafi reynt að hafa hemil á Ógnarstjórninni og að hann hafi framar öllu verið málsvari friðar, beins lýðræðis, réttindi fátækra og heilinn á bak við fyrsta afnám þrælahalds í Frakklandi. Hinir gagnrýnendur Robespierre benda á að eftir aftöku hans hafi aðgerðum til að drepa fólk í hrönnum með fallöxinni verið snarhætt.
https://www.youtube.com/watch?v=suZdYkZ_feM
Flokkur: Bloggar | 3.5.2022 | 09:37 (breytt kl. 09:38) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.