Sannleikslögregla Joe Bidens - stóri bróðir er ánægður

Þegar maður heldur að ríkisstjórn Joe Biden gæti ekki sokkið dýpra, þá gerir hún það.  Maður eigilega trúir þessum fréttum ekki sem berast frá Bandaríkjunum. Nú er búið að stofna til deildar sem á að vera eins konar lögga á hvað teljist vera falsupplýsingar (disinformation). Það er náttúrulega ekkert fjallað um þetta í íslenskum fjölmiðlum enda fara þeir í smiðju vinstri fjölmiðla í Bandaríkjunum sem passa sig á að segja sem minnst um þetta.

Sagan er á þessa leið. Biden forseti sætti gagnrýni á fimmtudaginn fyrir stofnun „dystópískrar“ falsupplýsinga-skrifstofu sem stofnuð var undir heimavarnadeild hans (Homeland Security department), sem gagnrýnendur gagnrýna sem enn eina leið fyrir stjórnvöld til að hefta tjáningarfrelsi á netinu.

Íhaldsmenn gagnrýndu það sem þeir kalla nýtt „stjórnarráð“ Orwells og vísa þar í George Orwell og bók hans 1984 – og sumir benda á að tímasetningin sé hentug í ljósi þess að Elon Musk hét því að gera Twitter opið á nýju á dögunum og leyfa á ný tjáningarfrelsinu eftir 44 milljarða dala yfirtöku hans á samfélagsmiðlinum sem er alræmdur fyrir valkvæða ritskoðun á hægri sjónarmiðum.
  Hér má sjá gagnrýni Eric Bolling hjá Newsmax á þessari deild og hann líkir henni einnig við "fyrirmyndaríkið" í bókinni 1984. Nú er stóri bróðir ánægður með Joe Biden, fyrirgefið, Winston Smith.
  Eric Bolling hjá Newsmax   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Ég er að klára síðustu daga sumarfrís 2021 fyrir 1. maí, svo það fyrnist einfaldlega ekki, svo ég er duglegur við að lesa mbl bloggið, en ég nota ekki facebook, vegna áróðurs og ritskoðunar þeirra, þó ég hafi reyndar skráð mig inn í byrjum, en aldrei notað, þó ég viti að Ingi bróðir minn hafi sett t.a.m. ljósmyndir inn á þá síðu mína.

Ég les flestar, eða margar færslur þínar og tek eftir að álit þitt á vestrænum og sérstaklega bandarískum stjórnvöldum verður með hverri færslu krítískari, sem gleður mig, því fyrir ekki alllöngu þótti mér þú loka augunum fyrir ýmsu slæmu vestan megin, en síður gagnvart Rússum og Kínverjum.

Ég hvet þig líka til að kíkja á Russian news, CGTN og Al jezeera og held auðvitað áfram að fylgjast með blogginu þínu.

Jónatan Karlsson, 30.4.2022 kl. 11:23

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Blessaður Jónatan, takk fyrir innlitið. Facebook er ástæðan að ég er hér, þeir hættu að vera með glósur/Notes. Ég nota hana núna sem myndaalbúm en segi aldrei neitt þar, enda ritskoðun þar með ólíkindum. Þeir eru enn með covid viðvöruna miða á "hættulegar" skoðanir sem birtast það.

Varðandi gagnrýni mína, þá segi ég það sem ég sé :) og eina liðið sem ég er í, er mitt eigið sem er ég sjálfur...hahaha.

Birgir Loftsson, 2.5.2022 kl. 18:10

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Svo er ágætt að hafa þetta á bakvið eyrað.... https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/entry/2271765/?preview=1

Birgir Loftsson, 2.5.2022 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband