Reyfarar fyrr og nú

Hér kemur saga af enskum reyfara, sem birtist við Íslandsstrendur með 24 manna föruneyti og rændi ríkiskassa Íslands. Frásögnin af þessari sögu biritst hér í stuttu máli og úr bókinni Bretaveldi eftir Jón Þ. Þór, bls. 239. Forgrunnurinn er Napóleonstyrjaldirnar og árið er 1808. Bretar voru orðnir óvinir Dana, höfðu ráðist á Kaupmannahöfn 1807 og höfðu sett hafbann á dönsk farskip. Látum Jón hafa orðið:

"Íslendingar sem heima sátu fengu að kynnast áhrifum styrjaldarinnar út í heimi sumarið 1808. Um mitt sumar kom hingað til lands enskt sjóræningjaskip undir stjórn sjóvíkinga sem Thomas Gilpin hét og hafði skömmu áður gert óskunda í Færeyjum. Hér á landi fóru Gilpin og menn hans fram með ránum og gripdeildum. Þeir rændu Jarðarbókasjóðnum sem var í raun fjárhirsla landsins, og síðan ýmsum verðmætum frá Ólafi Stephensen stiftamtmanni í Viðey. Íslendingar kærðu framferði Gilpins og manna hans fyrir breskum dómstólum. Þeir fengu Jarðarbókasjóðinn aftur nokkrum árum seinna og hér á landi var lengi haft fyrir satt að einhverjir úr liði Gilpins hefu verið dæmdir til dauða og hengdir í Bretlandi. Það hefur aldrei fengist staðfest en á hinn bóginn sýndu þessir atburðir glöggt hve varnarlausir Íslendingar voru á þessum tíma. Á skipi Gilpins sem kvaðst vera enskur sjóvíkingur (reyfari) og fjandmaður Danakonungs, voru einungis tuttugu og fimm menn.  Það var ekki mikið lið en engu að síður gátu skipverjar valsað hér um og farið sínu fram. Hér voru engar varnir og enginn aðili sem gat veitt hið minnsta viðnám."

Hljómar þetta kunnuglega? Það var ógleymanlegt þegar hryðjuverkamenn létu til skara skríða í París 2015 og sýnir hversu fámennur hópur manna getur gert mikinn ursla.

Grípum niður í Wikipediu:

"Að kvöldi 13. nóvember 2015 hófst röð hryðjuverka í París og Saint-Denis í Frakklandi. Meðal annarra árása voru sex skotaárásir og þrjár sprengjuárásir samtímis. Sprengjur sprungu við íþróttavöllinn Stade de France í Norður-París kl. 21:16 þar sem fram fór vináttulandsleikur á milli Þýskalands og Frakklands. Meðal áhorfenda á leiknum var forseti Frakklands François Hollande og fluttu öryggisverðir hann strax á öruggan stað. Í hverfum 10 og 11 létust margir í skotaárásum. Mannskæðasta árásin var í Bataclan-leikhúsi þar sem skotið var á áhorfendur á tónleikum þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death Metal kom fram. Nokkrum áhorfendum var haldið í gíslingu þangað til pattstaða við lögreglumenn sem stóð yfir í hálftíma leystist skömmu eftir miðnætti þann 14. nóvember.

130 manns létust og hundruðir særðust. Um það bil 80 meiddust lífshættulega. Minnst 82 létust í árásinni í Bataclan-leikhúsinu. Auk fórnarlamba dóu átta árásamenn, en fjórir þeirra sprengdu sjálfa sig upp. Forseti Frakklands, François Hollande, lýsti yfir neyðarástand í Frakklandi og þriggja daga þjóðarsorg, lokaði landamærunum tímabundið og setti á útgöngubann. Mörgum opinberum stöðum og ferðamannastöðum var líka lokað. Tafir urðu á flugi og lestaferðum til og frá landinu vegna herts öryggiseftirlits við landamærin. Þjóðarleiðtogarar víða um heiminn fordæmdu árásirnar og lýstu yfir samstöðu sinni.

Þann 14. nóvember lýsti Íslamska ríkið yfir ábyrgð á árásunum og sagði að skotmörkin hefðu verið „vandlega valin“. Í yfirlýsingunni segir að árásirnar hafi verið viðbrögð við aðgerðum Frakka í Miðausturlöndum og vanvirðingu þeirra við Múhameð. Árásirnar voru þær mannskæðustu í París frá seinni heimsstyrjöldinni og þær mannskæðustu í Evrópu frá sprengjuárásunum í Madrid 2004. Árásirnar komu í kjölfar skotárásarinnar á Charlie Hebdo í janúar 2015.

Sjö hryðjuverkamenn gerðu sex árásir næstum samtímis. Fimm árásanna áttu sér stað í miðborg Parísar, á vinsælum skemmtistöðum. Sjötta árásin var við íþróttavöll í norðurhluta borgarinnar....Þrír menn sem eru taldir tengjast árásunum voru handteknir á landamærunum við Belgíu 14. nóvember. Húsleitir voru framkvæmdar í Brussel í tengslum við rannsókn um þessa menn. "

Hver er lærdómurinn af þessum tveimur frásögnum sem gerðust með tveggja alda millibili? Jú, eins og segir hér að ofan, að fámennur en einbeittur hópur manna, getur gert mikinn óskunda og efast má að Íslendingar hafi lært eitthvað af sögunni og viðbúnaðurinn eða viðbúnaðarleysið er það sama. Það þurfti til að mynda fleiri hundruð lögreglumenn til að eiga við þrjá hryðjuverkamenn í Brussel, nokkuð sem íslensk lögrelguyfirvöld gætu ekki kallað til eða ráðið við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband