Bókabrennur, styttubrot og nornabrennur

Við fyrstu sýn virðast þessir atburðir ekki eiga neitt sameiginlegt en eiga það samt.

Nornabrennur áttu sér stað á árnýöld, þegar kaþólskir og mótmælendur tókust á og þeir sem fóru út af sakramentinu, voru dæmdir villutrúarmenn og brenndir á báli. Þeir hugsuðu ekki á réttan hátt, voru ekki rétttrúaðir. Konur voru veikasti hópurinn og því ráðist sérstaklega á þær og þær brenndar.

Svona var þetta fram á 20. öld, en einstaklingar með óæskilegar hugmyndir var varpað í fangelsi fyrir ranghugsun. En steininn tók úr þegar nasistar (og kommúnistar) tóku völdin og bönnuðu allar óæskilegar hugmyndir og bókabrennur fóru fram. Kannski aðeins skárra en að henta fólki á bál en ekki mikið meira. Þetta leiddi t.a.m. til þess að Japanir töpuðu stríðinu þegar kjarnorkusprengjur voru varpaðar á landið sem gerðar voru af "óæskilegum vísindamönnum".

Í Kampúdíu var fólk hreinlega útrýmt sem hafði einhverja menntun eða þekkingu. En seint lærir fólk af sögunni. Fréttir bárust af því síðustu misseri að í Bandaríkjunum var byrjað að stunda styttubrot í nafni rétttrúnaðar. Styttur af sögulegum persónum og meira segja þjóðarhetjur eins og George Washington og Abraham Lincoln voru í hættu og margar hverjar brotnar niður.

Nú virðist rétttrúnaðurinn teygja sig alla leiðina hingað til Íslands. Í fréttum var sagt að "skúlptúrnum „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ eftir Ásmund Sveinsson hafi verið stolið af stalli sínum  við Laugarbrekku á Snæfellsnesi þar sem verkið hefur staðið frá síðustu aldamótum. Verkið er frá árinu 1939 og er af Guðríði Þorbjarnardóttur, landkönnuði. Guðríður er talin ein víðförlasta kona heims sem uppi var kringum árið 1000. Hún sigldi átta sinnum yfir úthöf og ferðaðist fótgangandi um þvera Evrópu. Guðríður var fædd á Íslandi en sigldi til Grænlands og þaðan til Vínlands. Hún eignaðist þar barn, Snorra Þorfinnsson, og er talið að hún sé fyrsta konan af evrópskum uppruna sem fæddi barn í Ameríku. Guðríður fór einnig til Rómar."

Viðbrögð fólks var undrun. „Við bara trúðum ekki að einhver hefði gert svona og óttuðumst hið versta. Að einhver hefði stolið þessu bara til að bræða það eða gera eitthvað. En svo komumst við að því að það voru tvær listakonur sem sögðust hafa stolið verkinu og við urðum nú ekki mjög kát þegar að við uppgötvuðum það.“

Listakonurnar eru Bryndís Björnsdóttir, og Steinnun Gunnlaugsdóttir. Þær hafa nú komið verki Ásmundar fyrir innan í sínu eigin verki, innan í eldflaug, sem nú er til sýnis fyrir utan Nýlistasafnið í Marshallhúsinu á Granda. Þær segja verkið rasískt og hafa ekki skilað því á sinn stað þrátt fyrir að hafa verð beðnar um það." segir í frétt RÚV.

Þetta er pólitískur rétttrúnaður af grófustu gerð en einnig atlaga að listinni sjálfri. Það er nefnilega þannig að listaverk verða ekki til í lausu lofti né hugsanir fólks. Listaverkin eru afurð menningu viðkomandi listamann hvers tíma. Listamaðurinn endurspeglar heiminn eins og samtímamenn sjá hann.

Hugmyndir þessa tíma geta verið kolrangar að okkar mati en getum við fordæmt forfeðurna? Kannski í framtíðinni munu afkomendurnir fordæma okkur fyrir t.d. kjötneyðslu og saka okkur um villimennsku. En geta þeir dæmt okkur á þeirra forsendum? Erum við ekki afurð okkar menningu og tíma? Er ekki hættulegt að afmá mistök fortíðarinnar, óhæfuverk og varmennin? Er ekki hætt á að við kunnum ekki að varast næsta Hitler eða Stalín eða næsta alræðisríki? 

Svo við snúum okkur aftur að listaverkinu Fyrsta hvíta konan í Ameríku, var ekki ætlunin heiðarleg tilraun listamannsins að heiðra íslenska konu sem var brautryðjandi og einstök á sínum tíma? Er listaverkið ekki spegilmynd þessa tíma og ef við erum ósátt við listaverk þessa tíma, að skapa nútímalistaverk sem okkur þóknast? Það er alltaf hægt að hunsa verk þeirra sem okkur hugnast ekki og fara t.d. bara á nútímalistasöfn. En ansi væri það fátæklegt að geta ekki skoðað egypsk listaverk af því að píramídarnir voru sennilega byggðir af þrælum eða rómversk, afurðir eitt mesta þrælaveldi sögunnar. Eigum við að brjóta niður fornaldarlistaverk af því að þau standast ekki "nútíma hugmynda staðla"?

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband