Hversu langt erum við frá þriðju heimsstyrjöld? - Varnir Íslands

Þetta er raunveruleg spurning, ekki fræðileg, sem ég myndi ekki spyrja ef núverandi tímar væru ekki svona óvenjulegir.

Það var t.a.m. talið nánast óhugsandi að stórstríð myndi bresta á milli Úkraníu og Rússland, þar til það gerðist. Margir sérfræðingar töldu fram á síðustu mínútu ólíklegt að Pútín myndi láta verða af því að fara í stríð. Menn héldu að þetta væri blekkingarleikur, þar á meðal ég, harðkjarna diplómatsía, sett fram til að þvinga Úkraníumenn til hlýðnis. En það var rangt mat.

Svo höfum við elliæran forseta í Bandaríkjunum sem segir alls konar vitleysu, þar á meðal að ætlunin væri að senda bandaríska hermenn frá Pólandi til Úkraníu. Sem bestur fer veit alþjóðasamfélagið að hann gengur ekki á öllum fimm, þar á meðal Rússar, og því varð ekki af því kjarnorkustyrjöld.

En það gæti verið stutt í næstu heimsstyrjöld, sérstaklega ef Kína ákveður að taka Taívan og Bandaríkjamenn snúast til varnar. Þá yrði komið upp svipað ástand og var á meðan Kóreustyrjöldin var, og flestir héldu að þriðja heimsstyjöldin væri að byrja og Ísland fékk hingað varnarlið til landsins.

Erum við Íslendingar raunverulega tilbúnir undir þriðju heimsstyrjöldina? Hver eru fyrstu viðbrögðin og hvernig ætla Íslendingar að vernda borgir og bæi og annað þéttbýli? Hvað segja íslenskir ráðamenn?

Ég veit að við þurfum að lágmarki fernt sem fyrstu viðbrögð:

1) Vopnaðar sveitir til að takast á framlínusveitir/ hermdaverkasveita óvinahers.

2) Iron dome eða eldflaugavarnakerfi eins og Ísrael hefur og skýtur niður innkomandi eldflaugar. Sjá slóðina: Iron Dome  og svipað og Úkraníumenn hafa sem eru Neptúnus flaugarnar sem geta skotið niður herskip, sjá slóðina: Neptúnus eldflaugar og svo eldflaugar til að skjóta niður flugvélar, sjá slóðina: SAM eldflaugar. 

3) Fullkomið ratsjárkerfi til að fylgjast með loftrými Ísland, sem við nóta bene höfum.

4) Kafbátaleitasveit staðsetta á Íslandi að staðaldri sem gæti verið skipuð af Íslendingum. Ekki væri verra ef Íslendingar hefðu líka á að skipa tundurspillir.

Hvað segir Þjóðaröryggisráð Íslands um þetta? Eða er loftslagsvá jarðar helsta vandamálið sem það fæst við? Ekki er að sjá á Stjórnarráðsvefnum að til sé þjóðaröryggisstefna fyrir árin 2021-2022 en fyrrnefnd skýrsla á að gilda í fimm ár. Til er stefna frá 2019 - 2020 sem birtist í formi skýrslu. Kíkjum á hana:

"Fyrsti áhersluþáttur: Að tryggja víðtæka öryggishagsmuni Íslands með virku alþjóðasamstarfi á grundvelli alþjóðalaga og með friðsamlega lausn deilumála, afvopnun, virðingu fyrir mannréttindum og réttarríkinu, jafnrétti kynjanna og baráttu gegn ójöfnuði, hungri og fátækt að leiðarljósi."

Margt heimskulegt kemur fram þarna og er í sex liðum: 1) Til dæmis er fjallað um jafnrétti kynja í skýrslunni! Hvað kemur það öryggishagsmunum landsins við? 2) Barátta gegn ójöfnuði og fátækt er annað! Hvað kemur það vörnum Íslands við? 3) Mannréttindi og réttarríkið! Hvað kemur það varnir Íslands við? Og svo: 4) Afvopnun! Við erum ekki einu sinni með her! Og svo: 5) Alþjóðalög og friðsamleg lausn deilumála! Þetta er pólitík en ekki varnir! Og svo: 6) Alþjóðasamstarf. Sama og allt annað ofangreint, pólitík en ekki strategía.

Eru skýrsluhöfundar að skrifa fallega skýrslu en innihaldslausa? Vita þeir hvað þeir eru að tala um? Kíkjum á annað áhersluatriðið:

"Annar áhersluþáttur: Að horft verði sérstaklega til umhverfis- og öryggishagsmuna Íslands á norðurslóðum í alþjóðasamvinnu og innlendum viðbúnaði."

Svo segir undir þessum áherslulið: "Velferð og öryggi íbúa á norðurslóðum er nátengt vistkerfinu og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Í því felst að öryggismál á norðurslóðum eru margslungið viðfangsefni sem nær yfir m.a. fæðuöryggi, efnahagslega afkomu, heilsufar, verndun og nýtingu náttúrugæða og menningararfs, auk hefðbundnari öryggismála." Hvað þýðir þetta? Að blanda saman þáttum sem koma varnarmálum ekkert við. Heilsufar??? Menningararfur??? Hvað kemur það vörnum við? Hvaða möppudýr skrifuðu þetta? En sem betur fer batnar skýrslan:

"Þriðji áhersluþáttur: Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og megin vettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja." Hérna erum við komin að harðkjarna varnarmál en eftir sem áður, vantar hér strategíu, kjöt á beinin. Hér vantar mat t.d. ráð hernaðarsérfræðinga sem gætu verið undir stjórn Varnarmálastofnunar, á raunverulegar varnaraðgerðir Íslands. Ekki treysta á bandaríska hershöfðingja sem líta á Íslands sem hluta af Evrópu og heildarvarnir hennar. Tekið er mið af varnarþörfum Bandaríkjanna og svo NATÓ...og svo Íslands.

"Fjórði áhersluþáttur: Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands og áfram verði unnið að þróun samstarfsins á grundvelli samningsins þar sem tekið verði mið af hernaðarlegum ógnum, sem og öðrum áhættuþáttum þar sem gagnkvæmir varnar- og öryggishagsmunir eru ríkir." Hér er spilað á rétta strengi en enn og aftur reiðum við okkur á Bandaríkin.

"Fimmti áhersluþáttur: Að efla og þróa enn frekar norræna samvinnu um öryggis- og varnarmál og annað samstarf grannríkja sem lýtur að svæðisbundnum hagsmunum og þátttöku í alþjóðasamstarfi á því sviði." Gott mál. Ekkert athugavert við þetta. Nema hvað við Íslendingar höfum engan her og höfum ekkert fram að færa. Ekkert.

"Sjötti áhersluþáttur: Að tryggja að í landinu séu varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í öryggisog varnarmálum og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands." Bingó. Frábært áhersluatriði en ekkert raunverulegt í gangi. Hvaða landvarnarkerfi notum við til dæmis? Eða er það bara í höndum Bandaríkjanna að útfæra?

"Sjöundi áhersluþáttur: Að stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum, sem mótuð er af almannavarna- og öryggismálaráði, sé hluti af þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og þar verði tekið mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum." Bullkafli í skýrslunni sem ekki tekur að tala um.

"Áttundi áhersluþáttur: Að stuðla að auknu netöryggi með áframhaldandi uppbyggingu á eigin getu og í samstarfi við önnur ríki." Ekki svo vitlaust að huga að því, því að fyrsta stig hernaðar fer einmitt fram með eyðileggingu netkerfa innviða.

"Níundi áhersluþáttur: Að stefna stjórnvalda taki mið af öðrum ógnum sem þarfnast fullrar athygli, svo sem hryðjuverkum, skipulagðri glæpastarfsemi og ógnum við fjármála og efnahagsöryggi." Þetta hefur einmitt verið helsta ógnunin við íslenskt samfélag áður en Rússland gerði innrás inn í Úkraníu. Ekki má gleyma þessu en gæti verið svolítið meira á könnu lögreglunnar en hers.

"Tíundi áhersluþáttur: Að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga, í því augnamiði að stuðla að afvopnun og friði af Íslands hálfu." Þetta er pólitík og maður myndi ætla að skýrsluhöfundar hafi komið sér saman um að bæta við í skýrsluna til að skreyta hana.

"Ellefti áhersluþáttur: Að sett verði á laggirnar með sérstökum lögum þjóðaröryggisráð sem meti ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum með reglulegum hætti, hafi eftirlit með framfylgd þjóðaröryggisstefnunnar, endurspegli þá breiðu sýn á þjóðaröryggi sem birtist í stefnunni og standi fyrir endurskoðun hennar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti."

Nú, þetta þjóðaröryggisráð hefur verið sett á laggirnar og er setið að mestu af fólki sem hefur enga þekkingu á hernaði eða herfræðum. Nær væri að stofna til aftur Varnarmálastofnunar, hafa innan hennar hóp menntaða hernaðarsérfræðinga/herfræðinga sem myndi leggja línurnar í varnarmálum, hefði umsjón með varnarmannvirkjum og samskipti við bandalagsþjóðir. Þessir sérfræðingar myndu skipuleggja varnir Íslands í samvinnu við Bandaríkjamenn og aðrar bandalagsþjóðir í höfuðstöðvum NATÓ í Evrópu. Ekki er nóg að endurskoða þjóðaröryggisstefnunnar á fimm ára fresti, fljótt skipast veður í lofti eins og sagt er og í ljós hefur komið. Það er ekki ein einasta þjóð í heimi sem lætur aðra þjóð sjá um eigin varnir án þess að hafa nokkuð um það að segja, nema Íslendingar.

Fyrir árið 2008 hafði maður þá trú að Íslendingar væru almennt skynsemisfólk, hagsýnt og praktískt. En í ljós kom að þeir voru viðvaningar í efnahagsmálum þótt þeir hefðu reynslu af efnahagsstjórn síðan 1874. En næsta víst er að þeir hafa enga þekkingu á varnarmál og þarf enga reynslusögu til að fullyrða það. Þekkinguna skortir.

Helsta heimild:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/almannaoryggi/thjodaroryggisrad/

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Stefna er ágæt í sjálfu sér en það þarf einnig útfærslu.

Birgir Loftsson, 20.4.2022 kl. 22:56

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

A/B

Það væri synd að segja að þið væruð skoðanabræður þó bræður séuð, en eftir lestur þessara síðustu skoðana ykkar á stöðu mála, þá verð ég að viðurkenna að Arnars spá er meira sannfærandi líkt og lýsandi hróp Bjarna í athugasemdum hans, í raun og veru ber vott um.

Persónulega finnst mér þátttaka Íslands í þessum hildarleik bæði hættuleg og heimskuleg og allt sem heitir herafli eða virki á Íslenskri jörð, býður einungis aukinni hættu hingað heim.

Þegar kemur að taka afstöðu í átökum eða styrjöldum, þá er það sem þjóðaratkvæðagreiðsla er eina rökrétta niðurstaðan um raunverulega afstöðu þjóðarinnar, því jafnvel öfgafyllsti bjáni á hvorn veginn sem er, hlýtur að geta reiknað út hve ódýrt það er að kaupa nokkra stjórnmálamenn fyrir smáaura - líkt og sagan sannar - aftur og ítrekað.

Tími Bandaríkjanna sem mesta heimsveldis jarðar er óumdeilanlega að líða undir lok, en það eina sem gæti mögulega tafið þá þróunn væri heimsstyrjöld og a.m.k. Evrópa í rústum, svo það sé alveg ljóst hvar raunverulegir hagsmunir Bandaríkjanna liggja.

Jónatan Karlsson, 21.4.2022 kl. 10:02

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Við erum öll einstaklingar og höfum mismunandi skoðanir. Mikið rétt.En ef lesið er gaumgæfilega, þá er ákveðið stef í mínum skrfum sem er "hver er sjálfum sér næstur". Og ef ég skrifa út frá einhverju sjónarhorni eða hagsmunum, þá er það íslenskir hagsmunir.

Ég hef enga sérstaka skoðun á Úkraníu stríðinu nema hvað mér finnst sorglegt að ungt fólk (Rússar og Úkraníumenn) eru að deyja vegna taktískra mistaka eins manns- Pútíns, sem getur ekki viðurkennt mistök af margvíslegum ástæðum. Í dag er rússneski herinn að reyna að bjarga andliti með töku Mariupol og suðurhluta landsins en hefur tapað heildarstríðinu.

Ég greini stöðu stórveldanna Bandaríkjanna, Kína og Rússlands út frá heimspólitíkinni og hef aldrei tekið upp hanskan fyrir einn eða neinn en gagnrýni mistök ef ég sé þau.Biden og Pútín hafa báðir gert mistök en Xi ekki ennþá. Það á eftir að koma í ljós. 

Veit ekkert hvort að tími Bandaríkjanna sé á enda en ef svo sé, þarf margt til. Til að mynda ósættanlegur klofningur í landinu, þannig að til borgarastyrjaldar kemur. Landið mun ekki falla vegna vopnleysis eða skort á auðlindum og mannauði.Verði innrásaliði að góðu sem reynir að hernema þungvopnaða þjóð sem alin er upp í skammbyssumenningu og dráp einstaklinga í byssubardögum talið verið daglegt brauð og eðlilegt. Ættjarðarást a.m.k. 50% þjóðarinnar er nóg til að halda landinu saman á friðartímum en hætt er við að meirihlutinn taki hraustlega á móti óvinaher ef til ófriðar kemur.

Birgir Loftsson, 21.4.2022 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband