Kartaflan hjálpaði til við að halda lífinu í Íslendingum á 19. öld

Er það tilviljun eður ei að engar hungursneyðar voru á Íslandi á 19. öld en hungrið svarf að þjóðinni á 17. og 18. öld? Veit ekki hvort matjurtir hefði bjargað Íslendingum í móðuharðindum enda lá landið undir eiturlofti langtímum saman eða a.m.k tvö eða þrjú ár og olli uppskerubresti víða um Evrópu og sumir segja leitt óbeint til frönsku byltingarinnar vegna uppskerubrest.

En í öðrum tilfellum hefðu matjurtagarðarnir og sérstaklega kartaflan, komið í veg fyrir hungursneyð og bætt kolvetni í mataræði Íslendinga sem samanstóð að mestu af fiskneyðslu, kjötáti og neyðslu mjólkurafurða. Korn (kolvetni) var flutt inn en hvort það hafi verið nægilegt veit ég ekki. 

Lítum á sögu kartöflunnar og matjurtagarða. Ég ætla ekki að finna upp hjólið og gríp því í grein af Vísindavefnum. Nota bene, það vantar í greinina sú staðreynd að matjurða- og landbúnaðartilraunir Íslendinga á seinni helming 18. aldar má rekja til upplýsingarinnar sem hvatt stjórnvöld og almenning víða um Evrópu til framþróunar. Það er því engin tilviljun að þessar tilraunir hófust á Íslandi á þessum tíma.

Byrjum nú:

"Árið 1758 uppskar Hastfer barón á Bessastöðum fyrstu „íslensku“ kartöflurnar. Tveimur árum síðar ræktaði séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal í Barðastrandasýslu fyrstur Íslendinga jarðepli, eins og kartöflur nefndust þá. Í hvatningarskyni fékk Björn verðlaunapening frá konungi fyrir framtakið. Björn varð, líkt og forveri hans Vísi-Gísli, fyrirmynd Íslendinga á sviði matjurtaræktar á sinni tíð.

Þrátt fyrir boð yfirvalda var það ekki fyrr en í upphafi 19. aldar að garðyrkja, og þar með talin kartöflurækt, varð almenn í landinu. Íslenskum bændum var illa við að stinga upp tún sín til að rýma fyrir matjurtagörðum. Á dögum Napóleonstyrjalda varð breyting á þessu viðhorfi. Þá komu fá kaupskip til Íslands og innflutningur dróst saman. Íslendingar voru enn á ný hvattir til þess að færa sér matjurtaræktina í nyt.

Á tíu ára tímabili, frá árinu 1801 til 1810, fjölgaði matjurtagörðum í landinu úr 270 í 1.194. Árið 1813 voru garðarnir orðnir 1.659 og árið 1817 voru þeir 3.466 talsins. Görðunum fór fjölgandi alla 19. öldina. Helsta hvatning íbúa landsins var án efa skorturinn sem fylgdi í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna. Þá þurftu Íslendingar að nýta sér öll tiltæk ráð til þess að komast lífs af."

Af vísindavefnum: Valgerður G. Johnsen sagnfræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband