Þetta er haft eftir Ólafi Sigurðssyni, fyrrverandi fréttamann RÚV. Þetta er svo rétt orðað og ég hef komið inn á hér að ég ætla að birta hér orð hans sem höfð voru eftir honum á Útvarpi sögu:
"Það hefur enga þýðingu að horfa til reglna þegar kemur að stríði því í stríði gilda engar reglur því stríð er villimennska og því verður ekki breytt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Sigurðssonar fyrrverandi fréttamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.
Ólafur segir að það sé af sem áður var, þegar menn ákváðu að mætast á fyrirfram ákveðnum stað að morgni og berjast þar til sólin hnigi til viðar og þar með væru það bara hermenn sem féllu. Í dag horfi einfaldlega öðruvísi við og stríð hafi það helst að markmiði að drepa fólk og stríð snúist fyrst og fremst um það, því hafi umræða um stríðsglæpi afskaplega takmarkað gildi, í stríðum nútímans falli mun fleiri óbreyttir borgarar.
þú vinnur ekki stríð með því að skjóta á byggingar eða olístöðvar, þú vinnur stríð með því að drepa fólk, þannig er það því miður því í eðli sínu eru stríð villimennska og þar gilda ekki neinar reglur, það þýðir ekkert að vera að tala um stríð og að það gildi einhverjar reglur því þær gera það bara ekki, villimennska er bara villimennska og hún fylgir ekki neinum reglum
Stríð hafa breyst í gegnum árin
Ólafur sem hefur í áratugi skrifað um stríð sem fréttamaður segir að stríð sem háð hafa verið síðustu ár hafi þó breyst með ákveðnum hætti, þar sé ekki neinn afgerandi sigurvegari heldur hafi þau hreinlega stöðvast af ýmsum ástæðum.
til dæmis í Afganistan, þar hættu menn bara og fóru og eftir sitja ofstækisfullir Talibanar sem kúga þjóðina og þeir njóta góðs af feiknarmiklum samgöngumannvirkjum sem Rússar reistu og miklum vopnabúnaði sem Bandaríkjamenn skildu eftir, þeir eru því líklega með best búnu herjum í heiminum í augnablikinu segir Ólafur."
Nútíma stríð eru allsherjarstríð þar sem engum er eirt. Það er t.d. talað um þjóðarmorð í Úkraníu sem Rússar standa fyrir en nær væri að tala um stríðsglæpi. Og stríðglæpir verða aldrei réttaðir nema einhver tapi og sigurvegarinn nái að rétta yfir viðkomandi. Það er því hætt við að enginn Rússi verði dæmur fyrir þjóðarmorð/stríðsglæpi, frekar en það sem þeir gerðu í Berlin og um alla Austur-Evrópu í lok seinni heimsstyrjaldar. Nú eru að berast fréttir af meintum stríðsglæpum Úkraníumanna. Stríð dregur það versta fram í fólki og hélt að það sé ekki til sá her sem hefur ekki haft einhverja innan sinna raða sem framið hafa stríðsglæpi. Stríð er glæpur í sjálfu sér.
En nóta bene, það er kannski ekki alveg aðaltilgangurinn að drepa sem flesta borgara (svo er ekki hjá vestrænum herjum) en það er bara hreinlega ekki skeytt um hvort þeir drepist eða ekki hjá öðrum herjum en þeim vestrænu. Í dag snýst þetta um að hafa meira úthald og nóg af birgðum og vopnum.
Þess vegna töpuðu nasistar á sínum tíma, höfu ekki yfir nógan mannskap né auðlindir til að vera í stríði lengur. Ekki var hætt fyrr en allt var að niðurlotu komið í Þýskalandi. Þetta kallast "total warfare" eða allsherjarstríð. Rómverjar, Púnverjar og nokkrar aðrar fornaldarþjóðir gátu staðið í slíkum stríðsrekstri en svo var ekki á miðöldum. Slíkur hernaður varð til á ný á nýöld. Sjá t.d. Þrjátíu ára stríðið og Napóleon-stríðin.
Flokkur: Bloggar | 6.4.2022 | 16:49 (breytt 7.4.2022 kl. 13:30) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.