Leyniþjónustustofnanir í Bandaríkjunum eru sextán - sem við vitum um

Leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna er stórt og umfangsmikið. Sagt er að leyniþjónusturnar séu sextán talsins en eflaust eru þær fleiri, ef tekið er mið af að Bandaríkjamönnum tókst að leyna tilvist NSA um áratuga skeið. Athyglisvert er að Landhelgisgæsla Bandaríkjanna hefur sína eigin leyniþjónustu. Hin nýi geimherafli Bandaríkjanna fékk sína eigin leyniþjónustu 2020.

The Washington Post greindi frá því árið 2010 að það væru 1.271 ríkisstofnanir og 1.931 einkafyrirtæki á 10.000 stöðum í Bandaríkjunum sem unnu að baráttunni gegn hryðjuverkum, heimaöryggi og leyniþjónustum og að leyniþjónustusamfélagið í heild myndi hafi innan sinna vébanda 854.000 manns.

Upplýsingaöflun, öðru nafni njósnir, hefur skipt sköpun í hernaði frá upphaf siðmenningar. Enskumælandi þjóðir hafa verið ansi öflugar í njósnum og er óhætt að segja að njósnir hafi breytt gangi seinni heimsstyrjaldarinnar. Til dæmis vissu Sovétmenn að Japanir ætluðu ekki að gera innrás í ríkið og gátu sent herafla frá Síberíu til Evrópu hlutann, til að berjast við nasista.  Eins skipti ráðning dulmálskóða þýska flotans megin máli í sigrinum í orrustunni um Atlantshafið.

Nú er þessi starfsemi komin á nýtt stig með netárásum á óvinveitt ríki. Ætli  Íslendingar séu nægilega undirbúnir undir slíkar árásir? Við höfum netvarnir en spurning er hversu öflugar þær eru á stríðstímum.

Hér til fróðleiks eru helstu leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna: 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband