Spillingmál Biden feðga í Úkraníu vofir enn yfir

Það er ekkert fjallað um spillinguna í kringum Biden feðga í Úkraníu (og Kína) í íslenskum fjölmiðlum. Það er allt komið upp á yfirborðið en samt ganga þessir menn lausir. Hvers vegna? Hafa Demókratar FBI í vasanum? Þeir hafa a.m.k.lykil yfirmenn CIA og FBI í vasa sínum.

Ég spái að það verði hneykslismál sem skekur BNA ef réttvísin fær að starfa rétt en hún gerir það ekki. Held að þegar Repúblikanar komast til valda á Bandaríkjaþingi seinna á árinu, að Biden fái á sig impeachment ákæru og hann verður hrakinn frá völdum. Ákæran verður byggð á andlegri vanheilsu forsetans eða vegna opinna landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Held að Bandaríkjamenn séu búnir að fá nóg. Meira segja meirihluti kjósenda Demókrata er þessu sammála.

Pólitísk spilling í Bandaríkjunum er gífurleg og það þarf að taka til þar, ekki síður en í Úkraníu. Hugsa sér að það er talið eðlilegt að lobbíar fái beinan aðgang að þingmönnum Bandríkjaþings. Hvað gera þeir? Jú, láta þingmenn fara í framkvæmdir eða kaupa eitthvað, oftast á allt of háu verði og á óhagkvæman hátt. Það er ekki kapitalískt né hagkvæmt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Undirlægja og ósjálfstæði íslenskra fjölmiðla er svo hrikaleg að mann grunar nánast að það sé af kynferðislegum toga spunnið, líkt og löðrandi smástelpur í dátaleit.

Það eru þó tvær undantekningar í stórum dráttum, en þar á ég við fréttin.is og Útvarp Sögu.

Jónatan Karlsson, 14.3.2022 kl. 06:59

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan daginn Jónatan. Hahaha. Já, íslenskir fjölmiðlar standa því miður ekki undir nafni.  Reynt hefur verið í gegnum tíðina að stunda rannsóknarblaðamennsku, en alltaf runnið út í sandinn. 

En tími dagblaða (blöð í pappírsformi)er löngu liðinn, þótt þau komi út ennþá.  Er eins og plötuspilarinn sem sumir nota enn og CD. 

En jafnvel stafrænir miðlar fjölmiðla eru í harðri samkeppni við hlaðvarpið og netið yfir höfuð. frettin.is er gott dæmi um það, gleymi alltaf að kíkja þar inn. Útvarp saga er sér kapituli út af fyrir sig en maður veit hvar hún stendur. Margt fróðlegt þar. Viljinn er enn til, Stundin og Kjarninn.  

En copy/paste blaðamennskan er ótrúleg.  Það verður sprenging í BNA þegar Repúblikanar taka völdin Hasarinn í kringum Trump mun endurvakna fyrir Joe Biden og hann mun eiga erfiða daga og jafnvel embættismissir. Stóra spurningin er Kamala Harris sem fréttaskýrendur eru sammála um að sé á köflum verri en Biden. Eina sem bjargar getur Joe er einmitt hversu óhæf hún er. 

Birgir Loftsson, 14.3.2022 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband