Birgir Loftsson skrifar um varnarmál á Íslandi: "Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun.
UM ÞESSAR mundir eru samninganefndir íslenskra og bandarískra yfirvalda að þreifa fyrir sér hvernig (og hvort?) beri að starfrækja varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli. Fátt nýtt hefur komið fram í stöðunni, menn karpa um svo kallaðan lágmarksviðbúnað og um kostnaðarþátttöku. Menn tala sem sagt um "status quo" í málinu. Með öðrum orðum, ekki er litið heildrænt á málið, heldur einblínt á smáatriði og alltaf með hliðsjón af því sem Bandaríkjamenn eru að gera eða hugsa. Þarna ætti hins vegar að gefast gott tækifæri, úr því að menn eru á annað borð að ræða þessi mál, til að ræða um grundvallaratriði eða framtíðarsýn í þessum málum.
Engra grundvallarspurninga er spurt í þessu samningaferli né þeim svarað, s.s. hver er framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda í varnarmálum? Ætla þau sér að láta Bandaríkjaher annast landvarnir næstu 10 árin eða 50 ár...? Eru kannski aðrir valkostir í stöðunni, sem kynnu e.t.v. að myndast, t.d. með stofnun Evrópuhers? Eru varnir Íslands undir samningum við Bandaríkin komnar eða ber fyrst og fremst að líta á þær sem einkamál Íslendinga, sem þeir verða að ræða og koma sér saman um áður en talað er við vinaþjóðir? Ef svo er, þ.e.a.s. að varnarmálin séu í raun fyrst og fremst einkamál Íslendinga, þá er ljóst að fræðilegar umræður skortir sem og sérfræðinga á sviði varnamála og hvers vegna skyldi standa á því? Jú, það er ekki til nein stofnun hér á landi sem getur tekist á við slík mál.
Það er utanríkisráðuneytið sem fer með framkvæmd varnarsamningsins og yfirstjórn Keflavíkurflugvallar. Innan þess er skrifstofa, varnamálaskrifstofa, sem sér um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og mál sem tengjast honum og jafnframt samskipti við önnur ríki á sviði varnarmála. Í afmælisriti utanríkisráðuneytisins, Utanríkisþjónustan 60 ára, bls. 32, segir m.a. um verksvið varnarmálaskrifstofu: ,,Skrifstofan fer...með stjórnsýslu á varnarsvæðunum og eftirlit með samskiptum varnarliðsins við íslenska aðila og stofnanir og ennfremur yfirstjórn flestra ríkisstofnana sem tengjast varnarsvæðunum...". Ljóst má vera af þessu að varnarmálaskrifstofa er þarna í hlutverki umsjónar- og framkvæmdaraðila og henni er ekki ætluð nein stefnumótun í þessum málum.
Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð. Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ. Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna.
Þess má getið að Varnarmálastofnun var stofnuð nokkrum árum síðar (2008) og síðan aflögð af vinstri mönnum á afar veikum rökum.
Á vef Landhelgisgæslunnar segir:
Með varnarmálalögum tók Varnarmálastofnun til starfa 1. júní 2008 á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Með því að reka íslenska loftvarnarkerfið og sjá um önnur þau eftirlits- og varnartengdu verkefni, sem nýstofnsett Varnarmálastofnun á að sinna, erum við Íslendingar í senn að axla ábyrgð á eigin vörnum og um leið að leggja til sameiginlegs öryggis grannríkja okkar á Norður-Atlantshafi og bandalagsríkja í NATO. Þannig rækjum við skyldur okkar sem sjálfstætt, fullvalda ríki," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í ávarpi þegar Varnarmálastofnun tók til starfa.
Í desember 2009 var að tillögu utanríkisráðherra skipaður starfshópur fimm ráðuneyta til að gera tillögur um hvernig mætti framfylgja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja niður Varnarmálastofnun á árinu 2010 og samþætta verkefni hennar hlutverki annarra opinberra stofnana. Skýrt var tekið fram að Ísland stæði áfram við allar varnar- og öryggistengdar skuldbindingar sínar og að forræði á utanríkispólitískum þáttum yrði áfram hjá utanríkisráðherra.
Þann 30. mars 2010 samþykkti ríkisstjórn Íslands að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á varnarmálalögum nr. 34/2008 í samræmi við niðurstöður í skýrslu starfshópsins. Í skýrslunni var bent á leiðir til að starfsþættir Varna
rmálastofnunar yrðu hluti af nýrri borgaralegri stofnun, sem sæi um öryggis- og varnarmál á grundvelli borgaralegra gilda innan innanríkisráðuneytisins.
Þann 16. júní 2010 var frumvarp til laga nr. 98/2010 samþykkt á Alþingi um breytingu á varnarmálalögum nr. 34/2008 í samræmi við niðurstöður í skýrslu starfshópsins. Í samræmi við framangreind lög var Varnarmálastofnun lögð niður frá og með 1. janúar 2011.
Sjá slóðina: https://www.lhg.is/um-okkur/sagan/nr/2134
Þessi starfshópur var greinilega ekki starfi sínu vaxið. Nema ef tilgangur var sá eini að leggja niður stofnunina með öllum tiltækum ráðum sem var gert. En afraksturinn var verri, því betra er að hafa eina fagstofnun um þessi málefni en að dreifa málum.
Flokkur: Bloggar | 12.3.2022 | 00:16 (breytt kl. 13:03) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.