Mynd af vef Vísis: Ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands. Kort yfir drægi ratsjárstöðvanna fjögurra, kjarnabúnaði íslenska loftvarnakerfisins (IADS).
Enn kemur í ljós vítavert kæruleysi íslenskra stjórnvalda í öryggismálum landsins. Íslensk stjórnvöld hafa aðeins haldið úti lágmarks viðbúnaði í vörnum Íslands. Hann er þátttaka í NATÓ og varnarsamningur við Bandaríkin. Helsti gallinn við slíka afstöðu og stefnu er að við þurfum að treysta á aðra til varnar landsins.
Við högum okkur eins og lítið barn, sem kúrir í fangi mömmunnar Bandaríkin. En er mamman alltaf til staðar og er hún áreiðanleg? Hún er á stærð við tröllskessu en hagar sér ekki í samræmi við það. Bandaríkjamenn hafa fallið á tveimur prófum í röð. Fyrst í Afganistan, og ég sagði að myndi draga dilk á eftir sér, og nú í Úkraníu.
Hvað ef til þriðju heimsstyrjaldar kemur, munu Kananir geta sinnt Íslandi? Mun NATÓ jafnvel koma til varnar ef ráðist verður á Eystrasaltsríkin? Þau eru smáríki eins og Ísland. Er NATÓ pappírstígur? Hafa þýsk stjórnvöld breytt Þýskaland í woke ríki sem reynir ekkert til að verja eigin borgara? Viljum við komast að því um seinast?
Hvað okkur varðar, þá sýndu Bandaríkjamenn í verki, að þeir tóku eigin hagsmuni fram yfir íslenska þegar Bandaríkjaher yfirgaf Ísland einhliða árið 2006. Nú er enginn her á landinu. Er ekki kominn tími til að Íslendingar komi sér upp eigin her? Sumir gætu haldið að það væri tilgangslaust gagnvart stórher en það er rangt.
Íslendingar gæti einmitt vegna landfræðilega legu og nútíma hernaðartækni haldið uppi vörnum. Nútímahernaður er nefnilega tæknihernaður og ekki þarf stóran herafla til að halda uppi vörnum.
Það sem háir Úkraníumenn í stríði þeirra við Rússa, er einmitt að þeir hafa ekki öflugar loftvarnir. Ísrael hefur svo kallað iron dome kerfi (járnhvelfinga varnarkerfi). Iron Dome er hreyfanlegt loftvarnarkerfi fyrir allra veðra von og þróað af Rafael Advanced Defence Systems og Israel Aerospace Industries. Kerfið er hannað til að stöðva og eyðileggja skammdrægar eldflaugar og stórskotaliðsskot sem skotið er á milli 4 kílómetra (2,5 mílna) til 70 kílómetra (43 mílna) í burtu og brautin myndi leiða þær til ísraelsks byggðs svæðis.
Sá sem ætlar sér að taka Ísland, verður að tryggja sér yfirráð í lofti fyrst og það væri erfitt ef Íslendingar hafa slíkar varnir. Ekki má gleyma við höfum nú þegar loftvarnareftirlitskerfi sem eru ratsjárstöðvarnar fjóru í landshlutnum fjóru. Ísland er skotmark og þessar ratsjárstöðvar verða teknar út fyrst af óvinaher en einnig verður ráðist á Keflavíkurflugvöll. Munum að Keflavíkurflugvöllur var kjarnorkuvopna skotmark í kalda stríðinu. Er kjarnorkuvopni beint að Íslandi í dag?
Annars hentar Ísland vel fyrir skæruhernað. Landið er dreifbýlt, fjalllent og stórt. Danir og Norðmenn á miðöldum íhuguðu að taka landið með valdi en fjarlægðin var of mikil. Danir töldu sig þó geta tekið landið um 1550 og sendu hingað herflota fimm ár í röð til að tryggja friðinn. Jón Arason taldi sig áður en hann var handtekinn, sig geta staðið í Danina. Sjá má að erfitt var fyrir erlent herveldi að senda hingað herflota til að vinna landið. Sbr.Íkarus áætlun Þjóðverja. En Bretum tókst það með því að senda hingað illa búið herlið. Í dag er ekkert mál fyrir erlendan her að senda herafla loftleiðis.
Síðan Napóleon styrjaldirnar geysuðu og fram á daginn í dag, hafa hernaðarátök í Evrópu haft bein áhrif á Ísland. Það þýðir því ekki lengur að stinga höfuðið í sandinn, enda eru við sjálfstæð þjóð sem á sjálf að tryggja eigin varnir.
Galinn er málflutningur VG um herleysi Íslands. Að heill flokkur skuli vera svona veruleikafirrtur og hreinlega bera svona vitleysu á borð þjóðfélagsumræðu, sýnir að sumt fólk skilur ekki veruleikann og umheiminn í kringum sig. Það eru til sagnfræðingar sem styðja þennan flokk og maður spyr sig, hvar voru þeir í mannkynssögu tímum? Sofandi?
Stefið í mannkynssögunni hefur alltaf verið að sá sem er meiriháttar níðst á minnimáttar. Líkt og í náttúrunni. Mannskepnan er ekki betri en þetta. Annar Pútín kemur fram og sama hringavitleysan byrjar upp á nýtt eftir x fjölda ára. Stríð eru ekki 20. aldar fyrirbæri sem búið er að útrýma, heldur viðvarandi staðreynd.
Staðan í dag er þessi að Íslendingar geta ekki einu sinni sinnt landhelgisgæslu sómasamlega. Við höfum bara veika leiðtoga sem vita ekkert um hinn vonda heim og kvaka út í loftið þegar harðstjórarnir valta yfir önnur lönd og eigin borgara og gera svo ekki neitt.
Jón Sigurðsson stundaði hermennsku á stúdentaárum sínum í Kaupmannahöfn og vildi að sjálfstætt Ísland kæmi sér upp eigin varnir. Höfum við ekki átt neinn skörung síðan á 19. öld?
Jón Sigurðsson sagði í greininni "Um verzlun á Íslandi" eftirfarandi:
"Þess er einkum að gæta að mér virðist um varnir á Íslandi, að þar er ekki að óttast aðsóknir af miklum her í einu, og þar þarf að eins fastar varnir á einstöku stöðum, þar sem mestar eignir og flest fólk er saman komið. Það bera sumir fyrir, að ekki stoði mikið varnir á stöku stöðum, þegar óvinir geti farið á land hvar sem stendur annarstaðar, en þess er að gæta, að útlendir leita fyrst og fremst á hafnir, eða þá staði sem landsmönnum eru tilfinnanligastir, einsog menn sáu á ófriðarárunum seinustu að þeir leituðu á Reykjavík og Hafnarfjörð, og þarnæst, að væri nokkur regla á vörninni yrði hægt að draga saman nokkurn flokk á skömmum tíma hvar sem stæði, þar sem líklegt væri nokkurr legði að landi, og að síðustu, að þó óvinir kæmist á land, þá yrði hægt að gjöra þeim þann farartálma, ef landsmenn brysti ekki hug og samtök, að þeir kæmist skammt á götu, þar er þeir yrði að flytja með sér allt sem við þirfti, og skjóta mætti á þá nær því undan hverjum steini. Eptir því sem nú er ástatt mætti það virðast haganligast, að menn lærði einúngis skotfimni og þvílíka hernaðar aðferð sem skotlið hefir, eður veiðimenn, og ríður einkum á að sem allflestir væri sem bestar skyttur, og hefði góð vopn í höndum. Smáflokkar af þvílíkum mönnum um allt land, sem vildi verja föðurland sitt og sýna hverra synir þeir væri, mundi ekki verða síður hættuligir útlendum mönnum á Íslandi enn þeir hafa orðið annarstaðar..."
Getum við komið okkur upp eigin her og höfum við fyrirmynd í fortíðinni? Er einhver búinn að gleyma Herfylkingunni í Vestmannaeyjum?
Árið 1853 var Andreas August von Kohl skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum. Líkt og Jón Sigurðsson hafði hann verið í stúdentahersveit í Kaupmannahöfn. Andreas var mikill hermaður og af ættum fornra stríðskappa frá Bæheimi, enda lagði hann kapp á að koma á fót herliði í Eyjum. Hersveit Vestmannaeyinga, sem hlaut nafnið Herfylkingin, var hugsanlega skipulagðari og hermannlegri en ætla mætti. Félagar í fylkingunni stunduðu bæði skylmingar með lagvopnum og skotfimi. Foringjar hennar klæddust auk þess einkennisbúningum, en óbreyttir báru einkennishúfur. Herfylkingin átti sér einnig gunnfána, með fangamarki konungs. Skipulag og æfingar hennar báru þess merki að hér var um raunverulega hersveit að ræða og tóku athugendur undir það að hún væri í engu eftirbátur áþekkra hersveita erlendis. Heimild: Sigfús M. Johnsen, Saga Vestmannaeyja (Reykjavík 1989), bls. 278-279.
Já, við getum komið okkur upp eigin herafla og NATÓ myndi glatt fjármagna íslenskt herlið. Við erum veiki hlekkurinn í vörnum NATÓ.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.2.2022 | 23:24 (breytt 26.2.2022 kl. 14:11) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
„Ég held að við hljótum að horfa á samskipti við Rússland í nýju ljósi vegna þessara atburða. Og við þurfum að velta því til dæmis fyrir okkur hvort að við getum verið jafnafslöppuð eins og menn hafa lengi verið yfir því að hér séu rússneskir kafbátar að sveima í kringum landið, eða rússneskar herþotur að rjúfa lofthelgina án leyfis - eins og ítrekað gerist.
Núna sjáum við í andlit sem við kannski áttum ekki alveg von á og bárum með okkur von í brjósti um að menn myndu ekki sýna þessa árásargirnd. En hún hefur núna birst okkur og þá held ég að við verðum að velta því fyrir okkur hvaða þýðingu það hefur, að þessi umsvif séu allt árið um kring, alveg í okkar næsta nágrenni,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Birgir Loftsson, 26.2.2022 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.