Það lítur út fyrir að Pútín nái ætlun sinni að hertaka Úkraníu. Það kemur engum á óvart. En hvað svo?
Það er ein lexía sem draga má af sögunni en hún er að um leið og blóði er úthellt, þá hvetur það almenning í landinu til uppreisnar. Við sáum þetta seinast í arabíska vorinu, að um leið og átök hófust, var ekki hægt að stöðva atburðarásina og afleiðingarnar má sjá í dag.
Ef Pútín heldur að hann geti komið á ástandi eins og er í Hvíta-Rússlandi, þá misreiknar hann sig. Þar hefur almenningur aldrei náð að sameinast í andstöðu sinni gegn stjórnvöldum, en næsta víst er ef svo gerist, verður uppreisn í landinu.
Önnur lexía er að það er ekki sem kalla má stutt stríð í dag. Þegar allt er undir, herafli, almenningur og innviðir lands, þá hætta stríð til að standa lengi yfir. Það er í raun megineinkenni nútíma stríðs. Oftast standa stríðsátök yfir í um fimm ár.
Segjum svo að Pútín takist að koma á leppstjórn. Úkraníumenn hafa þegar velt tveimur leppum Pútíns úr sessi. Þeir gera það aftur um leið og rússneskir hermenn eru farnir. Pútín mun ekki sitja við völd að eilífu. Öryggishagsmunir Rússlands eru þar með ekki tryggðir til langframa. Betra hefði verið að semja við Vesturlönd um að Úkraníu gengi ekki í NATÓ líkt og Finnar gerðu. Leið sem heppnaðist vel.
Þriðja lexían er að líkur á skæruhernaði og í raun borgarastyrjöld muni einkenna ástandið í landinu næstu árin. Það er eitt að hertak land og halda því.
Umheimurinn og vestræn ríki hafa kyngt því að Pútín hafi tekið sneiðar hér og þar en þegar heilt ríki er gleypt, sem ógnar heimsfriðinn, þá verða þessi ríki að bregast við, nauðbeygð. Jafnvel lynkurnar í Þýskalandi verða að bregðast við.
Þetta mun reynast Pútín dýrkeypt til langframa. Rússland verður einangrað um ókomna tíð sem enginn treystir, efnahagur mun bíða tjóns og þeir þurfa að treysta á sögulegan óvin í suðri, Kína.
Ætla má að rússneskur almenningur verði ekki ánægður ef stríðið dregst á langinn og mikið mannfall verði meðal rússneskra manna. Sumir Rússar vilja endurheimta fyrra veldi Rússland, bara ef það kostar ekki of miklar fórnir. Fólkið almennt í Rúslandi skilur ekki af hverju það þarf að berjast við frændur sína í Úkraníu. Það er annað að taka Krímskaga sem sögulega og menningalega hafa tilheyrt Rússlandi, aldrei Úkraníu, og taka heilt ríki yfir.
Halda má fram að úkraníska menningin sé jafn gömul og þeirri rússlensku og eiginlega tilviljun að það var Moskva, en ekki Kiev, hafi orðið höfuðborg risaríki Slava. Úkraníumenn hafa eigin menningu, tungu og sögu. Þeir hafa því fullan rétt að ráða sínum eigin málum.
Svo er það annað mál að það er landlæg spilling í Úkraníu en það er innanríkismál Úkraníumanna, ekki Rússa og réttlætir ekki innrás.
Rússland er svæðisveldi. Það hefur enga getu til heyja langvinnt stríð á fjarlægum stað. Sovétríkin lærðu þá lexíu í Afgangistan og þetta kom einnig í ljós í Sýrlandi. Þar gátu Rússar hjálpað sýrlensku stjórninni að halda völdum, ekki breytt gangi styrjaldarinnar þannig að komst á friður í landinu. Það er víst enn barist þar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 25.2.2022 | 15:03 (breytt 8.4.2022 kl. 14:11) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
David Starkley með harða gagnrýni á veikleika Vesturlanda.
https://fb.watch/bp6EnbqWGG/
Birgir Loftsson, 25.2.2022 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.