Þessi maður er algjörlega óþekktur á Íslandi en fyrir menn eins og mig, sem er sérhæfður í hernaðar-sagnfræði; hann spilar stóra rullu í hvernig bandaríska borgara- styrjöldinni lauk í landinu.
En flestir sem lesa einhverja sögu og sérstaklega bandaríska sögu, þá vita þeir ýmislegt um bandarísku borgarastyrjöldina sem háð var á árabilinu 1861-65. Þetta var í raun fyrsta nútímastríðið, með dósamat, járnbrautir, símskeytatækni o.s.frv. sem evrópsku hershöfðingjarnir láðu að stúdera og hefðu þannig getað komist hjá mistökum fyrri heimsstyrjaldar. Segja má að stríðið hafi í upphafi verið háð eins og hefðbundið stríð í Napóleon styrjöldunum en þróaðist í skotgrafarhernað en hér verður ekki farið í þá sögu, en geri síðar.
Umfjöllunarefnið hér er Richard Ewell sem gerði afdrifarrík mistök á vígvelli Gettysburgar. Dagurinn byrjaði reyndar vel fyrir honum.
Í orrustunni við Gettysburg leiddi hann menn sína vel á fyrri hluta bardagans 1. júlí. Hins vegar, þegar Robert E. Lee hershöfðingi skipaði honum að ráðast á sambandsstöður á kirkjugarðshæðinni (Cemetery Hill) "ef það væri framkvæmanlegt," neitaði Ewell að gera það, þrátt fyrir hvatningu undirforingja en þessi ákvörðun veitti hermönnum sambandsins mikilvægan tíma til að endurskipuleggja og styrkja stöður sínar.
Það eru miklar deilur um hvers vegna Ewell ákvað að gera ekki árás að kvöldi 1. júlí, en engu að síður kenndu margir samhershöfðingjar hann um tapið í Gettysburg enda kom það í ljós að sá sem stjórnaði hæðunum, ynni bardagann.
Eftir orrustuna um Gettysburg var allur máttur úr her Suðurríkjamanna, enda skorti hann mannskap, vopn og vistir til að heyja stríðið mikið lengur. En það tók samt tvö ár (líkt og með her Hitlers) að berja herinn algjörlega niður en hermennirnir voru (líkt og þýsku hermennirnir) algjörlega móteraðir (hvað er aftur íslenska orðið?) að berjast fram í rauðan dauðann. Spyrja má sig hvers vegna, þegar haft er í huga málstaðinn sem þeir áttu að vera að verja.
Í bíómyndinni Gettysburg, spurði einmitt sambandsherforingi suðurríkjafanga þessa spurningu. Þeir sögðu að þeir væru í raun ekki að verja þrælahaldið, heldur heimkynni sín (menn voru hollari við ríki sitt en alríkiðstjórnina eða Suðurríkjastjórnina) og þeir vildu hreinlega ekki láta aðra segja sig fyrir verkum hvernig þeirra ríki væri stjórnað og bættu við að Suðurríkin væru í fullum rétti til að skilja við önnur ríki sambandsins ef íbúarnir vildu það sem og þeir vildu og voru reiðubúnir að berjast til dauða fyrir.
Þetta er þörf áminning fyrir Bandaríkjamenn samtímans að það eru 50 ríki í Bandaríkjunum, eins og þau kusu að ganga í ríkjasambandið, geta þau allt eins ákveðið að yfirgefa það. Það er gífurlegur menningarmunur innan Bandaríkjanna, meiri en innan Evrópusambandsins. Svona ríki gæti leyst upp og er í raun líklegt ef íbúarnir eru ekki samstíga. Eins og staðan er í dag og raunar eins langt og hægt er að sjá fram í tímann, þá geta Bandaríkin aðeins fallið ef borgarastyrjöld brýst út.
Flokkur: Bloggar | 27.1.2022 | 09:11 (breytt kl. 21:15) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.