Hver stjórnar fyrirtækin - eigendurnir eða ríkið?

stateEnginn umræða hefur átt sér stað um afskipti ríkisins af innri starfsemi fyrirtækja.  Hvers vegna er ríkið að skipta sér af stjórnarsetu í fyrirtækjum landsins? Spurningar vakna, hefur ríkið einhvern rétt að skipta sér af einkarekstri sem fyrirtækjarekstur óneitanlega er? Hvar liggja mörkin?

Hægri menn myndu segja að ríkisvaldið beri einungis að setja almennar reglur fyrir fyrirtækin að starfa eftir og skapa sanngjarnar reglur fyrir markaðshagkerfið. 

Vinstri menn myndu segja að einhverjir séu fórnarlömb og verði undir og því beri að rétta þeirra hlut með ,,jákvæðri mismunun".  Ég hef margoft komið inn á þetta varðandi ,,jákvæða mismunum", að hún sé í raun misrétti og mismunum. Mismunun er eins og orðið segir sjálft mismunun. Einhver þarf að víkja fyrir einhver.

Ríkisvaldið er að reyna að hafa áhrif á stjórn fyrirtækja með lagasetningu um að ákveðin fjöldi stjórnarmanna sé af ákveðnu kyni (gæti alveg verið af ákveðinni hæð, lit eða lögun!).  En hefur ríkisvaldið nokkurn rétt til þess? Ekki á það fyrirtækið né kemur að rekstri þess.

Ef fyrirtækið þarf að ráða einstaklinga af x stærð, þá er hætt við að hæfileikaríkt fólk sem er af y stærð, komist ekki til valda innan fyrirtækisins. Hagsmunum fyrirtækisins er fyrir borð borið og hætt er á gjaldþroti. 

Sjá má þetta í rekstri ríkisfyrirtækja og sérstaklega hjá kommúnistaríkjunum fyrrverandi, þar sem flokksgæðingar, margir óhæfir, ráku þau með tapi en aldrei fóru þau á hausinn, enda ekki leyft af ríkisvaldinu.  Kommúnistaríkin gerðu sig gjaldþrota með ríkisafskiptum af fyrirtækjum landanna en þetta tók tíma vegna þess að ríkisvaldið gat beitt þvingunum.

Þá er það spurningin um ríkisfyrirtækin, gilda sömu lögmál um þau og einkafyrirtækin - á að ráða hæfasta fólkið eða ,,rétta" fólkið?

Auðvitað gildir það sama um bæði fyrirbrigðin, annað er misnotkun á skattfé borgaranna. Og stjórnmálamenn eiga að halda sig í mílu fjarlægð frá rekstri ríkisfyrirtækja.

En helst á ríkisvaldið ekki að koma nálægt neinum fyrirtækjarekstri ef það er mögulegt. Áfengis- og tóbakssala kemur fyrst upp í hugann um rekstur sem ríkið kemur ekkert við.

Free man

Eftir gífurlegar tæknibreytingar og bylting í samfélagsmiðlun, þá kemur sífellt betur í ljós hversu mikið nátttröll RÚV er. Skelfing er nauðungarsköttun borgara (og fyrirtækja) með nefskattinum sem á að standa undir hítinu á Efstaleiti. Þar að auki virðast einkareknu sjónvarps- og útvarpsstöðvarnar koma með prýðilegt sjónvarpsefni - íslenskt. Hugsið ykkur - ríkisfréttir! Ríkið sem á að vera hlutlaust er með fréttaflutning og í höndum harðskeyttra stjórnvalda, gæti þetta verið áróðurstæki eins og mýmörg dæmi eru um víða um heim.

Leyfa á einkareknum sjúkrahúsum að starfa samhliða þeim ríkisreknu, það skapar samkeppni og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu og ef til vill vilja fleiri leggja fyrir sig lækna og hjúkrunarnám.

Ef ríkið er í samkeppnisrekstri á annað borð, ætti það að lúta sömu reglum og annar fyrirtækjarekstur.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband