Það er athyglisverð frétt í dag um njósnir erlendra ríkja í Danmörku, og ekki bara þar, heldur einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Helstu sökudólgar eru sagðir Rússar, Kinverjar og Íranir. Eflaust njósna vinveittar þjóðir líka, svo sem Bandaríkjamenn og aðrir.
"Markmið hinna erlendu ríkja er aðallega að styrkja eigin pólitíska, hernaðarlega og efnahagslega stöðu. Annað hvort með því að verða sér úti um mikilvægar upplýsingar eða með því að hafa áhrif á stjórnmálamenn og almenning." segir í frétt DV.
Þetta gerist á sama tíma og fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar hefur setið í fangelsi síðan í desember sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum, að því er fram kom í vikunni. Veit ekki hvort að samhengi er þarna á milli en spurningin sem ég velti fyrir mér, um hvað eru erlendu leyniþjónusturnar að njósna í Færeyjum og Grænlandi?
Stórþjóðirnar Bandaríkin, Rússland, Kina og Indland hafa öll stór sendiráð hérlendis. Eflaus fylgjast þessar þjóðir grant með innalandsmálum Íslands og halda úti njósnastarfsemi í einhverju formi. Það er eðlilegt, því að slík starfsemi felst fyrst og fremst í upplýsingaöflun um hreinlega allt.
Áhugavert væri að vita hvort iðnaðarnjósnir og tækniþjófnaður eigi sér stað hérlendis. Íslendingar eru á mörgum sviðum brautryðjendur í tækniþróun og margur vildi gjarnan fá aðgang að slíkum upplýsingum. Glæpamenn brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækja og heimta lausnargjald.
En hvað um njósnastarfsemi íslenska ríkisins? Það væri alveg galið að hafa ekki greiningadeild sem rannsakar aðsteðjandi hættur að ríkinu.
Eftir að hin íslenska leyniþjónusta var aflögð, sem var svo leynileg að fáir vissu af henni, ákváðu íslensk stjórnvöld stofna þann 1. janúar 2007 greiningardeild ríkislögreglustjóra.
Á vefsetri lögreglunnar segir: "Hlutverki og markmiðum greiningardeildar er lýst í reglugerð nr. 404/2007. Þar segir að ríkislögreglustjóri starfræki greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi.
Starfssvæði greiningardeildar ríkislögreglustjóra nær til alls landsins. Deildin ræður ekki yfir rannsóknarheimildum umfram almennu lögregluna.
Stefnumiðaðar greiningar og fyrirbyggjandi verkefni eru stór þáttur í starfsemi deildarinnar. Sú skýrslugerð lýtur einkum að skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og innra öryggi ríkisins.
Greiningardeild kemur einnig að margvíslegri annarri skýrslugerð og verkefnum fyrir yfirstjórn lögreglunnar og stjórnvöld.
Greiningardeild hefur umsjón með gagnagrunni og annast öryggisathuganir og útgáfu öryggisvottana. Greiningardeild annast einnig öryggisathuganir vegna þeirra sem þátt taka í alþjóðlegu samstarfi af hálfu stjórnvalda.
Greiningardeild annast alþjóðlegt samstarf við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Mikilvægur liður í því samstarfi er viðleitni til að hefta umsvif skipulagðra glæpahópa hér á landi."
Þannig er nú það og Íslendingar greinilega engir eftirbátar annarra þjóða í njósnastarfsemi, a.m.k. innanlands.
Flokkur: Bloggar | 15.1.2022 | 15:57 (breytt kl. 15:58) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Sæll Birgir.
Takk fyrir þín mismunandi umfjöllunarefni, en líkt og áður, þá verð ég að segja til þegar mér finnst ástæða til.
Í þessari umfjöllun þinni þá þykir mér þú að venju taka undir þá tuggu að Kínverjar og sérstaklega Rússar séu ekki vinaþjóðir okkar, heldur nær því að teljast til óvina, eins og kemur greinilega fram í upphafi færslu þinnar, þegar þú talar um að auk þeirra gætu jafnvel vinveittar þjóðir og sérstaklega Bandaríkjamenn átt til að njósna um okkur.
Það veldur mér nokkrum vonbrigðum að þú sem sagnfræðingur og fær náungi skulir falla í þá gryfju að trúa því að stórveldi eigi sér einhverjar vinaþjóðir og þú ættir að vera svo gamall að geta munað að aðeins örfá ár eru síðan að öll umfjöllun um Kína hérlendis var mjög vinsamleg og auðvitað veist þú síðan allt um hverjir báru hita og þunga sigurs bandamanna í seinni heimstyrjöldinni, en það voru Rússar, fyrir utan að hafa oft hlaupið undir bagga, þegar með þurfti.
Svo minni ég þig á að Bretar hernámu okkur fyrir aðeins rúmum áttatíu árum og síðan Bandaríkjamenn og örugglega ekki með hagsmuni okkar í fyrirrúmi og talandi um hernám þeirra, þá hef ég frá fyrstu höndum nokkura gamalla Dana, að þýska hernámsliðið í Danmörku kom mjög agað og kurteislega fram við heimamenn og voru t.d. þung viðurlög, jafnvel dauðarefsingar við því ef þýskur hermaður nauðgaði danskri konu, en um framferði hernámsliðsins hér, er enn lítið fjallað um, þó þú hljótir að hafa heyrt eitthvað og svo ekki sé minnst á aðfarir í harðneskjulegu herfangelsi þeirra á Kirkjusandi og síðar í Keflavík.
Auðvitað manstu líka eftir landhelgisbaráttu okkar og svo ekki sé minnst á allt varðandi ICESAVE.
Ekki meir um það, en ég er nokkuð þreyttur á illmælgi og hreinum lygum um Kína sem nú er hamrað á, (auðvitað og kannski skiljanlega frá Bandaríkjunum) því ég hef frá aldamótum eytt töluverðum tíma mörgum ferðum þangað (konan mín er kínversk) vítt og breytt og hef því all góðan samanburð við t.a.m. Bandaríkin og Evrópu, þar sem ég hef auðvitað líka farið víða.
Jónatan Karlsson, 16.1.2022 kl. 10:34
Góðan daginn Jónatan. Nú held ég að þú sért að misskilja það sem ég er að segja. Þú þarft eiginlega að fylgjast með öllu sem ég segi til að sjá heildarmyndina sem ég er að draga upp.
Það sem ég hef sagt (í meir en 25 ár) er að við getum ekki treyst stórveldum - engum! Ég sagði 2001-2005 að Bandaríkjsher væri að fara og skrifaði meira segja í blöðin um þetta. Með öðrum orðum að við getum ekki treyst á þá og við yrðum að treysta á okkur sjálf hvað varðar varnir. Ég var fyrsti Íslendingurinn sem hvatti til stofnunar Varnamálastofnunnar sem svo var gert nokkrum árum síðar en illa heilli lagt niður af vinstri mönnum.
Við getum heldur ekki treyst Norðurlöndum, besta dæmið um sviksemi er þegar Finnar þurftu einir að berjast við rússneska björninn í vetrarstríðinu 1940. Hvar var norræna samstaðan?
Um njósnir. Ég sagði í greininni að stórveldin með sínu stóru sendiráð (hefði getað bætt við Bretland, Frakkland og Þýskaland)stunda njósnir (sem er annað orð yfir upplýsingaöflun en stundum ganga þeir lengra og reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn og aðra valdamenn og þá er það alvarlega og meira en njósnastarfsemi - hrein undirróðurstarfsemi). En því verður ekki neitað að Kínverjar, Bandaríkjamenn, Indverjar, Rússar og aðrar þjóðir hljóta að halda úti hér njósnastarfsemi. Vestur-Þjóðverjar héldu til dæmis úti svo kölluðum björgunarskipum á Íslandsmiðum en í raun var hlutverk þeirra að njósna um ferðir íslenskra varðskipa.
Ég hef aldrei lofað Breta og hef skrifað um hvernig þeir hafa beitt Íslendinga yfirgang í meira en sex aldir. Ekki beint góðir grannar og Icesave nýjasta dæmið um það.
Rússland og Kína eru risaveldi og hafa þurft að beita hörku til að halda ríkjum sínum saman. Þeir eru engir englar.
En ég þekki margt fólk víðs vegar um heiminn og ég hef samskipti við og á vini meðal Kínverja, Rússa, Þjóðverja, Breta og Bandaríkjamanna og hef dagleg samskipti við þetta fólk en ég læt það ekki stoppa mig að gagnrýna stjórnvöld þessara ríkja og í raun engann ef út í það er farið!
En mestu kjánanir og ég ætti að gagnrýna mest, eru íslenskir stjórnmálamenn, sem margir hverjir eru svo miklir afdalamenn, að þeir skilja ekki stórvelda-póllitíkina og hafa aldrei gert.
En af einskærri eðlisávísun ákváðu þeir að velja sér lið 1949 og gengu í NATÓ og það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Undanfarin var hernám Íslands á stríðsárunum. Þeir fundu á sér að Ísland var orðið hluti af umheiminum og ef stríð brytist út eins og gerðist í Kóreu, að það hefði áhrif á litla Ísland. En síðan hafa Íslendingar lítið sem ekkert gert til að tryggja eigin varnir, bara copy/paste hugmyndir bandarískra hershöfðingja en ekki spurt sig - hvað er best fyrir okkur - hvar liggja hagsmunir Íslendinga? Loftrýmisgæslan er fjarstýrð frá Austurströnd BNA og flugsveitir koma í heimsókn.
Ísland er sjávarútvegsríki og sjólukt land. Allt byggist á að lög og regla og eftirlit sé á Íslandsmiðum. Við rétt svo tryggjum lágmarksútgerð skipa Landhelgisgæslunnar og hlutir bara gerðir af illri nauðsyn, eins og til dæmis að varðskip gefa upp öndna eftir 50 ára útgerð og kaupa þarf inn nýtt skip.
Ef stríð brýst út við Rússland og Kína (eða við aðrar þjóðir), sem vonandi gerist aldrei, þá erum við Íslendingar ekki stikkfríir eða ekki lögmæt skotmark.
Það sem er að gerast núna í stórveldispólitíkinni og allt tal um stríð, er vonandi bara beinskeytt diplómatsía sem er beint að elliærum Bandaríkjaforseta og til að fá hann til að gera hluti sem þessi ríki vilja ná fram.
Þar sem efnahagskerfi heimsins er orðið svo samofið, tapa allir á alls herjar stríði og það eitt ætti að tryggja friðinn. En ég er ekki ofsa bjartsýn og tel að erfiðir tímar séu framundan.
Birgir Loftsson, 16.1.2022 kl. 11:36
Jæja Birgir, nú líkar mér við þig.
Ef þú hefðir t.d. sagt svokallaðar vinaþjóðir, eða hreinlega haft þær innan gæsalappa, þá hefði ég líklega sloppið við að fá hland fyrir hjartað.
Ég hvet þig eindregið til að halda ótrauður áfram með smjörið.
Jónatan Karlsson, 16.1.2022 kl. 15:16
LOL. Her aldrei notað þetta hugtak ,,vinaþjóðir" nema í sambandi við Færeyinga, þjóð sem hefur aldrei annað en sýnt Íslendinga vináttu og virðingu og lánuðu okkur pening í Icesave málinu ásamt Pólverjar. Bretarnir á sama tíma beittu hryðjuverkalög á Ísland en íslenskir stjórnmálamenn voru fljótir að gleyma því. Hef samt ekkert á móti bresku fólki, fínt fólk eins og það er alls staðar annars staðar.
Nota bene, heimur heimstjórnmála er eins og skákborð en ég held við Íslendingar náum varla að vera peð í skákinni.
Birgir Loftsson, 16.1.2022 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.