Heimspekin í ljósi trúar og vísinda – tilvistaspurningin mikla

sci & regligionHér verður aðallega leitast við að svara tilvistaspurningunni miklu en einnig spurningum er varðar þekkinguna sjálfa og vísindi frá dögum Grikkja til dagsins í dag en hinar tvær síðastnefndu spurningar hjálpa til við að svara hinni fyrstu.

Útgangsspurningin er að sjálfsögðu í anda vantrúar: Hvers vegna sætta menn sig ekki við að því virðist augljósa staðreynd en það er að lífið er sérstætt og einungis bundið við jörðina en einnig að líf mannsins sérstaklega, virðist ekki vera neitt sérstakt og hafa einstakan tilgang?

Maðurinn er hvorki herra þessarar jarðar né alheimsins. Hann er einungis örlítið rykkorn í eyðimörk alheimsins. Líf hans varir örstutt í tilliti sögu (tími og rúm) alheimsins sem er a.m.k. 13 milljarða ára gamall, jörðin um 4.6 milljarðar en hann verður í mesta lagi um hundrað ára gamall eða 30-40 þúsund daga og hefur aðeins verið svona í núverandi ástandi í um 60. þúsund ár.

Ef litið er á líf mannsins, þá einkennir hið stutta líf hans af miklum erfiðleikum frá fæðingu til grafar og þegar komið er í gröfina, leysist hann upp í frumeindir og verður ekki að neinu. Ekki hefur verið færðar sönnur á að maðurinn hafi sál, hvorki vísindalega (líffræði, lífeðlisfræði og fleiri fræðigreinar) né heimspekilega. Sálfræðin segir að hugsun verði ekki til án efnis og því þarf ekki ,,efnislausa“ orku til að hugsa og því er erfitt að finna sálina í mannslíkamanum.

Og ef við lítum á lífið sjálf, þá er það ekkert merkilegt í sjálfu sér. Allt hjal um vitund mannsins eða vitund sem skapaði alheiminum er aðeins upphafning heimspekinga (trúlausa og guðlausa menn) sem reyna að fá einhvern æðri tilgang í annars tilgangslaust líf og hvað er líf? Ekkert merkilegt. Það sem við köllum líf er aðeins efni sem hreyfist hraðar en annað efni (sem við köllum dauða hluti) en eins og vitað er, er allt efni á hreyfingu (frumeindir o.s.frv.), bæði ,,dautt“ og ,,lifandi“ efni. Af hverju er ,,lifandi“ efni eitthvað merkilegra? Hver segir að það sé merkilegra? Bara maðurinn!

Þegar þetta virðist vera svona auðljóst, þá má spyrja sig: Er ekki tilgangslaust að leita þessara spurninga um tilvistina og manninn? Niðurstaðan verður hvort sem er aðeins ein? Nöturleg lífsganga, mest megnið í hrörnun og án sérstaks tilgang. Þetta er spurning og því rétt að kíkja á hvað hugsuðirnir hafa sagt hingað til um þessi mál frá dögum Forn-Grikkja? Lítum á orð spekinganna.

Um heimspeki

Heimspekin (sem er margvísleg, t.d. trúarheimspeki og vísindaheimspeki og tekið fyrir hér) glímir við tvær grundvallarspurningar:


1. Hvað er til og hvert er eðli þess sem er til? Verufræði fæst við þessa spurningu.

2. Hvernig getum við vitað nokkurn skapaðan hlut? Þekkingarfræði fæst við að rannsaka eðli þekkingar.

Heimspekin aðgreinir sig frá trúarbrögðum og listum vegna krafna um skynsamleg rök og frá vísindum vegna þess hún fæst ekki við spurningar sem hægt er að finna svör við með tilraunum eða athugunum. Bæði vísindi og heimspeki leita þó sannleikans með skynseminni að leiðarljósi en ekki trú.

Grískir heimspekingar

Þales frá Míletos í Jóníu (6. öld f.Kr.): Hann reyndi að skilja heiminn með því að nota skynsemina án þess að vísa í trúarbrögð og hugsa sjálfstætt. Hann ásamt fleirum hvatti til gagnrýni á eigin kenningar sem er nýjung í mannkynssögunni, m.ö.o. sjálfstæða ,,skynsemishugsun“. Þales spurði úr hverju heimurinn væri gerður og niðurstaðan hans var að hann væri úr einu frumefni – vatni (allir efnislegir hlutir eru í raun orku).

Anaxímandros frá Míletos í Jóníu (610 – 546 f.Kr.) spurði hvað það væri sem héldi jörðinni upp og uppgötvaði í leiðinni vítarununa. Svarið sem hann fann var að í raun héld ekkert jörðinni uppi. Hún sé efnismassi sem hangi í rúminu og haldist á sínum stað vegna þess að hún sé í jafnri fjarlægð frá öllu öðru. Hann ályktaði ranglega um lögun jarðar og sagði að hún væri eins og tromma í laginu.

Herakleitos frá Efesos í Jóníu. Kom með kenninguna um einingu andstæðna. T.d. að leiðin upp á fjallið og leiðin niður fjallið séu ekki tvær mismunandi leiðir sem liggja í andstæðar áttir heldur ein og sama leiðin – samsetning andstæðna. Átök og andstæður væru óumflýjanlegar og án andstæðna væri enginn veruleiki. Allt er stöðugum breytingum háð vegna þess að veruleikinn er í eðli sínu óstöðugur. Ekkert í heimi okkar er eilíft. Breytingar eru lögmál lífsins og alheimsins.

Pýþagóras frá Samos (570 – 497 f.Kr.) notaði fyrstur manna hugtakið kenning og fann upp hugtakið heimspeki . Hann beitti fyrstur hugsuða stærðfræði í heimspekinni sem hefur fylgt henni allar götur síðar ásamt vísindum. Alheimurinn hefur ákveðið form og hægt er að beita stærðfræðinni til að finna það. Því hafa helstu vísindamenn, s.s. Einstein, ályktað að einhvers konar skynsemi hljóti að búa að baki alheiminum (mín athugasemd: ,,reglulegt“ þýðir ekki endilega að skynsamleg hugsun liggi þarna baki, þetta getur verið tilviljunin sjálf á ferðinni. Við erum ekki búin að rannsaka nóg af alheiminum til að álykta um endanlegt form eða gerð alheimsins. Athuga verður í þessu sambandi að mikil óregla virðist einnig vera í alheiminum og allt háð breytingum eins Herakleitos sagði).

Xenófanes frá Kólófón í Jóníu (6. öld f.Kr.) sagði að skoðanir, þ.m. þekking sé tilbúningur manna. Hægt sé að nota þekkinguna til að komast nær sannleikanum en hugmyndir okkar verða alltaf okkar eigin hugmyndir – enginn hefur þekkt sannindin né mun þekkja þau, því jafnvel þótt maðurinn rekist á þau af tilviljun mun hann ekki vita af því. Karl Popper á 20. öld útfærði þessar hugmyndir og sagði að öll vísindaþekking sé í raun tómar tilgátur og að alltaf megi skipta henni út fyrir eitthvað sem sé nær sannleikanum.

Parmedídes (5 f.Kr.) sagði að það sé mótsögn að segja um ekkert að það sé til. Hann sagði það óhugsandi að einhvern tíma hefði ekkert verið til og því getur ekki verið satt að allt eða eitthvað hafi orðið til úr engu. Allt hlýtur alltaf að hafa verið til. Á svipaðan hátt getur ekkert orðið að engu. Af þessu leiðir ekki einungis að allt á sér ekkert upphaf og hefur ekki verið skapað, heldur hlýtur allt að vera eilíft og óforgengilegt. Hann talaði einnig um að það séu engin göt í veruleikanum, þ.e.a.s. að hlutar af honum sé ekkert og ályktar þar af leiðandi að veruleikinn myndi eina heild. Allar breytingar eiga því sér stað innan lokaðrar heildar (alheimsins). (Mín athugasemd: Mjög skynsamleg afstaða og nútímavísindamenn aðhyllast þessa kenningu almennt).

Empedókles (5. öld f.Kr.) hélt fram kenninguna um frumefnin fjögur, jörð, vatn, loft og eld.

Demókrítos og Levkippos (eindarhyggjumennirnir) sögðu að allt væri gert úr atómum sem séu óforgengileg (smæstu einingar sem til eru og eru ekki atóm í nútímaskilningi) og þau ásamt tómarúmi séu í öllu. Hinu líku hlutir eru bara ólíkar samsetningar af atómum í tómarúminu og breytingar á alheiminum sé bara breytingar á uppröðun eða staðsetningu þeirra. Þeir sögðu að alheimurinn væri ekki ein samhangandi heild eins og Parmenídes hélt fram og hann sé gerður úr aðskildum einingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband