Tveir bæir á Suðurlandi heimsóttir

10.09.2018-Nýr-miðbær-Selfossi

Ég fór í biltúr um Suðurlandið í dag. Við heimsóktum fyrst Eyrabakka en svo Selfoss.

Eyrabakki hefur mikið af gömlum húsum sem liggja við eina götu. En alltaf þegar ég kem þangað finnst mér eitthvað vanta. Svarið kom þegar ég fór til Selfoss á eftir en við heimsóktum nýja miðbæinn.

Þótt aðeins sé búinn að byggja 5500 fermetra af væntanlegum 30.000, þá hefur miðbæjrarmyndin heppnast alveg prýðilega. Næsti áfangi á að vera 17500 fermetra og með mörg sögufræg hús Íslandssögunnar. Mikið verður gaman að sjá miðbæinn þegar hann er tilbúinn. Jafnvel í dag, í norðan garrum, varla hundi úti sigandi, var líf og fjör á svæðinu.

Mikil bílaumferð var um bæinn og heilu hverfin í byggingu. Fólki fjölgar ört í bænum og ég spái að Selfoss verið að (Ár)borg innan ekki svo margra ára. Hef engar áhyggjur af nýju brúnni sem á að liggja austan bæjarins, því að byggðin mun teygja sig þangað líka.

Þá komum við aftur að Eyrabakka, hvað vantaði þar? Við sáum Árborgarstrætó fara til Selfoss og þá fannst mér að Eyrabakki bara vera úthverfi Selfoss, að vísu í 10 km fjarlægð en samt bara dautt úthverfi, sem sækir alla sína þjónustu þangað.

Það er tvennt sem gerir jafnvel mesta krummaskuð að bæjartetri, en það er höfn og íþróttamiðstöð með sundlaug en einnig almennileg dagvöruverslun. Bara þetta þrennt gefur bæjarbúum kost á að koma saman, spalla og fá sér sundsprett eða æfa einhverja íþrótt. Ekki verra ef þar sé líka hótel og veitingastaðir. Þetta vantar.

Ef það er einhver íþróttahús þarna, þá hefur það farið fram hjá mér, sennilega bara íþróttahús skólans til staðar. Á Stokkseyri er meira líf, þar eru veitingarstaðir, afþreying og sundlaug.

Það hefði ef til vill verið betra fyrir Eyrabakka að sameinast Stokkseyri og Þorlákshöfn í staðinn. Þorlákshöfn er í miklum uppgangi og spái ég að hún verði næsta og helsta innflutningshöfn landsins, ekki innan svo langt tíma. Bæjarfélögin á ströndinni eiga meira sameiginlegt en Eyrabakki við væntanlegu næstu borg Suðurlands - Selfoss sem gleypir allt í sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband