Mynd af vef visir.is
Deilan um ritstuld eða væri nær að segja hugmyndastuld, hefur undið upp á sig og meintur þolandi þarf sjálfur að sitja undir ásökunum um ritstuld. Hann á móti skákaði þann mótaðila og sakaði hann sjálfan um ritstuld.
Nú hefur háæruverðugur sagnfræðiprófessor, stimplaður bak og fyrir með A einkunn og velþóknun elítunar í sagnfræðisrana Háskóla Íslands, skipt sér af ritdeilunni og skipar sér greinilega í lið með Ásgeir Jónsson.
Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum var sagt fornum. Kannski að hinn hái herra úr fílabeinsheimi sagfræðinga ætti að líta sér nær? Kannski að skrifa bækur sem almenningur getur lesið, ekki bara kollegar?
Svo er það spurning, af hverju menn skipa sér í lið með einhverjum? Persónutengsl, hagsmunatengsl eða eins það ætti að vera: Hrein og bein fræðimennska í formi ritrýni?
Þá komum við að því að sem ritrýni hefur Sverrir Jakobsson ekki alls kostar verið hlutlaus. Stundum verður að líta á hugmyndafræðilegan bakgrunn rithöfunds eða ritrýnis, til að átta sig á skrifum þeirra. Þetta kallast í heimi glæpasögunnar að leita mótífs.
Sverrir Jakobsson er póst-módernískur sagnfræðingur, sósíalisti og NATÓ- andstæðingur og þessi hugmyndabakgrunnur birtist skýrt í skrifum hans.
Í grein á Fréttablaðinu í desembermánuði 2010 skrifaði hann greinina Íslensk stjórnsýsla og fangaflugið og snýst greinin um lélegar heimildir úr bandaríska sendiráðinu "notar síðan þær sömu heimildir ef þær geðjast honum sem rök í pólítík og fjallar loks um hræðilega atburði sem höfðu ævarandi sár áhrif á fjölskyldur bæði hér á landi og í fjarlægri heimsálfu án þess að virða nýrri atburði því tengda viðlits., segir Kristrún Heimsdóttir lögfræðingur í aðsendri grein í sama blaði sem ber heitið Sverrir Jakobsson datt í heimildarleysi á rassinn.
Ég ætla ekki að rekja þetta mál frekar en vitna hér í Kristrúnu sem orðar þetta betur en ég myndi gera: ,,Grein Sverris Jakobssonar bar það með sér að hann hefði aldrei lesið þær þó það sé auðsótt mál og sennilega var hann búinn að gleyma þeim báðum. Áburður hans um yfirhylmingar er þannig innistæðulaus með öllu. Þarna datt Sverrir sagnfræðingur í heimildaleysi á rass sinn."
Og áfram er haldið: "Sverrir er kunnur hernaðarandstæðingur. Flokkur hans hefur verið í ríkisstjórn í bráðum tvö ár. Á þeim tíma hefur natóvæðing íslensku lögreglunnar hafist gegn eindregnum mótmælum Landssambands lögreglumanna, ríkislögreglustjóra verið afhent þjóðaröryggismál svonefnd með einu handtaki og lofthelgisgæsla með ratsjám fyrirsjáanlega einkavædd. Sverrir er kunnur áhugamaður um alþjóðamál en flokkur hans hefur enga utanríkisstefnu. Af hverju gerir hann engar kröfur til eigin valdaflokks?
Eitthvað virðist pólitíkin vera að flækjast fyrir fræðimanninum. En er þetta eins dæmi? Nei, svo er ekki. Sverrir tók að sér að gagrnýna stórvirkið Maó sagan sem aldrei var sögð og fór stórum. Þar virðist hann reyna að taka niður höfunda verksins, sem voru og eru miklir gagnrýnendur kommúnistastefnu Maós, með ómarktækum hætti. Svo neikvæð var gagnrýni hans að þýðandinn sá sér engan annan kost að koma höfunda verksins til varnar, þeim Jung Chang og Jon Halliday í grein í Lesbók Morgunblaðsins 24. nóvember 2007 sem ber titilinn Maó sagan sem sumir vilja ekki að þú lesir.
Sverrir Jakobsson fór víða með staðlausa stafi í gagnrýni sinni á ævisögu Maós eftir Jung Chang og Jon Halliday í Lesbók fyrir skömmu, að mati greinarhöfundar. Svo augljósar hefðu rangfærslurnar átt að vera hverjum sanngjörnum manni að nærtækt virðist að álykta að Sverrir hafi ekki fyrst og fremst verið knúinn áfram af einlægum, fræðilegum áhuga. Segir þýðandinn Ólafur Teitur. Guðnason. Kannski að Maó sé átrúnaðargoð Sverris sem verði að verja með öllum tiltækum ráðum?
Ólafur lýkur gagnrýni sinni á gagnrýnandann á eftirfarandi orðum: Mér dettur heldur ekki í hug að fullyrða að ekkert sé hæft í gagnrýni Sverris, enda er ég enginn sérfræðingur um sögu Kína. Af framangreindu er hins vegar ljóst að hann hittir sjálfan sig fyrir þegar hann segir að markmið höfundanna virðist iðulega vera að ófrægja [viðfangsefni sitt] með öllum tiltækum ráðum; hvort sem einhver fótur er fyrir því eða ekki. Enga sérfræðiþekkingu þarf til að koma auga á þetta heldur blasa rangfærslurnar í greininni við hverjum þeim sem les bókina en svo virðist sem megintilgangurinn hafi einmitt verið að koma í veg fyrir að menn geri það.
Hvers vegna Sverrir kemur Ásgeiri til varnar (með fororðunum að þetta sé nú ekki alvöru fræðibækur sem þeir Bergsveinn og Ásgeir eru að skrifa sem Bergsveinn mótmælir þó harðlega) en Ásgeir hafi meira rétt fyrir sér. Þess má geta að Ásgeir Jónsson er með óbein tengsl við Vinstri græna en systir Sverris er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem skipaði hann í embætti Seðlabankastjóra Íslands. Faðir Ásgeirs Jónssonar er Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna til 14 ára sem gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árin 2009 til 2011.
Í greininni Bergsveinn svarar Ásgeiri og líka Sverri þann 11. Desember 2021 í Miðunni, svarar Bergsveinn fyrir sig og segir: Í stað þess að svara málefnalega minni greinargerð sem birtist á Vísi, velja þeir að fara aðra leið, nefnilega að gera mig að alþýðufræðimanni eða ekki alvöru vísindamanni. Ekki er mér ljóst hvort þetta sé gert til að þyrla upp ryki í augu siðanefndar Háskóla Íslands, til þess að málið verði ekki tekið fyrir málefnalega, en hvað sem því líður er átakanlegt að verða vitni að þeirri hugsun sem undir slíkri ásökun hvílir, nefnilega að það sé sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni. Af því hann er ekki alvöru.
Bergsveinn heldur áfram að svara og segir í lok greinarinnar: Nú virðist dr. Sverrir Jakobsson ekki hafa glöggvað sig á því að ég er doktor í norrænum fræðum, og hef skrifað fjölmargar greinar í vísindaleg tímarit um mitt fag um áratuga skeið.
Þá fer Sverrir Jakobsson með rangt mál. Augljóslega er um ritrýndan texta að ræða, bókin kom út hjá einu virtasta fræðibókaforlagi í Noregi. Ritrýni þessarar bókar var meiri en í vanalegum tímarita-skilningi þar sem að jafnaði er leitað álits hjá tveimur sérfræðingum. Tíu sérfræðingar innan sagnfræði, fornleifafræði, keltneskra og norrænna fræða lásu yfir umrædda bók í hluta eða heild sinni, þar að auki var leitað til á annan tug sérfræðinga um afmörkuð efni sem tæpt er á í bókinni.
Ég held að enginn skilji við skoðanir sínar þegar farið er fram á ritvellinum og er ég ekki undanskilinn. Sagnfræðingar þykjast geta skrifað hlutlaust en einhvern veginn skín alltaf hugur þeirra í gegn, með efnistökum - með vali eða sleppa efni, vali á heimildum, persónulegum skoðunum og hugmyndafræðilegan bakgrunnur sem virðist svipta alla fræðimenn sjálfstæða skoðun eða vilja. Tíðarandinn skiptir hér mikiu máli, íslenskir sagnfræðingar í dag eru upp til hópa vinstri sinnaðir og hugmyndafræði ný-marxismann aldrei langt undan. Póstmódernískur fræðimaður er annað heiti á sósíalista sem notar sósíalismann í skrifum sínum.
Fræðimaður sem skrrifar út frá hugmyndafræði er og verður alltaf bundinn af þeim mörkum sem hugmyndafræðin setur honum. Hann nær aldrei að hugsa út fyrir boxið. Kannski er kominn tími á að íslenskir sagnfræðingar hætti að daðra við póst-módernískar hugmyndir og hliðarsjálf þeirra; ný-marxisma (neo-marxism) og söguhyggjuna (historicism)?
Flokkur: Bloggar | 12.12.2021 | 14:53 (breytt 13.12.2021 kl. 11:27) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Innlent
- Íbúð í Kópavogi reykræst
- Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk
- Hentugt gos fyrst gýs á annað borð
- Dómur yfir ökumanni strætisvagns staðfestur
- Viðtöl við oddvitana í Suðvesturkjördæmi
- Dómur þyngdur um þrjú ár
- Saksóknara ekki skylt að gefa upp gögn
- 58% styðja verkfallsaðgerðir kennara
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.