Heimspeki - gagnlaus fræði?

Nei það tel ég ekki eftir að hafa rennt í gegnum heimspekisöguna. Heimspekin fæst við allt milli himinn og jarðar og lætur sig ekkert óvarðað. Reyndar er heitið á fræðigreininni - heimspeki - nokkuð villandi því að þetta er ekki grúsk eða vangaveltur heldur á köflum hrein vísindi. Hvað um það, hún gaf af sér í fyrsta lagi siðfræðina (Sókrates) en siðfræði tekur á alla mannlega hegðun hvort sem hún er innan ramma laga eða óskrifaðra reglum um hvernig við eigum að lifa í samfélagi manna.

Í öðru lagi hefur heimspekin gefið manninum meiri þroska en áður þekktist síðan siðmenningin hófst fyrir sirka 5000 árum.

Hópar þroskaðra manna/huga gefur af sér þroskuð samfélög (þau eru komin mismunandi á þessu sviði) samanbert hið vestræna samfélag en það leyfir eftir margra alda baráttu frjálsa hugsun - vilja, svo sem trúfrelsi, prentfrelsi,málfrelsi, fundarfrelsi, ferðafrelsi og öll þau frelsi sem frönsku byltingarmennirnir börðust fyrir, Napóleon breiddi svo um alla Evrópu og er nú bundið í öllum stjórnarskrám vestrænna ríkja og það var heimspekin sem skóp þetta. Með öðrum orðum getur hún hjálpað okkur úr öllum vanda, samfélagskreppum eða t.d. siðferði varðandi læknavísindi eða spurninguna um eðli þekkingar eða óendanleika heimsins. Það ætti að kenna heimspeki í skóla!

Hér langar mér að birta tilvitnanir í minn uppáhaldsheimspeking sem var af skóla Stóuspekinnar.

Láttu aldrei framtíðina trufla þig. Þú munt mæta henni, með sömu vitsmunum í dag og þú hafðir í gær.

 

 

Lifðu góðu líf. Ef það eru til guðir, og þeir eru réttlátir, þá munu þeir ekki hafa áhyggjur af því hversu skyldurækinn þú hefur verið, en munu bjóða þig velkominn byggða á dyggðum sem þú hefur lifað eftir. Ef það eru til guðir, en óréttláttir, þá munt þú hvort sem er ekki vilja tilbiðja þá. Ef það eru ekki til neinir guðir, þá munt þú hreinlega bara hverfa af yfirborði jarðar, en munt samt hafa lifað göfugu lífi sem mun lifa í minningum ástvina.

 

 

 

Mjög lítið þarf til að lifa hamingjusömu lífi. Þetta er allt undir sjáfum þér komið í því hvernig þú hugsar.

 

 

Hlutverk þitt í lífinu er ekki að vera í hópi meirihluta, heldur að leita inná við og finna sig meðal þeirra brjáluðu.

 

Ein af mínum uppáhalds: þú hefur vald á huga þínum, ekki utanáliggjandi atburðum. Gerðu þér grein fyrir því, og þú munt finna fyrir innri styrk.

 

 

Umheimurinn er umvorinn breytingar, okkar líf er það sem hugsanir okkar gera úr því.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband