Það er ýmislegt í gangi út í hinum stóra heimi sem Íslendingar fá engar fréttir af. Fáir hugsa út í það dags daglega að það er í gangi kalt stríð í Miðausturlöndum.
Tvær andstæðar blokkir, gráar fyrir járnum, hafa myndað bandalög að því virðist eftir trúarlínum. Annars vegar er það Íran fremst í flokki en hins vegar Sádi Arabía með sína fylgihnetti. Ísrael virðist hafa skipað sér í lið með Sádum, samanber Abramham friðarsamkomulagið. Joe Biden hefur alveg hunsað það og gengið óbeint í lið með andstæðingum Sáda og Ísraela, Írönum. Það er gert með því aflétta efnahagsþvinganir sem stjórn Donald Trumps beitti landinu með góðum árangri. Nú á að fara friðþægingarleiðina, sem allir raunsæir menn sjá að gengur ekki, því að Íranir hafa haldið áfram, ef ekki ljóst, þá leynt með sína kjarnorkuvopnaáætlun.
Þetta kom berlega í ljós í þremur leyniaðgerðum leyniþjónustunnar Mossad.
Sagan er eftirfarandi: Fyrr á þessu ári, í apríl, fékk ísraelska leyniþjónustan Mossad til liðs við sig helstu íranska vísindamenn og blekkti þá til að trúa því að þeir væru að vinna fyrir alþjóðlega andófsmannahópa, til að framkvæma leynilega aðgerð sem fól í sér að sprengja þeirra eigin kjarnorkuver. Í frétt frá Jewish Chronicle kemur fram að allt að tíu vísindamenn hafi verið ráðnir til að eyðileggja Natanz kjarnorkuverið.
Þessi opinberun kemur sem eitt af þremur skemmdarverkum sem sögð hafa verið tengd Mossad þegar sprengiefni var komið fyrir í Natanz.
Aðgerðin leiddi til eyðileggingu á nærri 90% af skilvindum kjarnorkuversins. Þetta setti lykilsamstæðuna úr notkun í níu mánuði.
Þetta var gert með því að smygla sprengiefni inn í húsið með dróna. Þessum drónum var síðan safnað af vísindamönnunum. Nokkrum sprengiefnum var einnig smyglað inn í háöryggisaðstöðuna í gegnum matarkassa og vörubíla.
Ýmsar aðrar opinberanir Jewish Chronicle segja frá að njósnarar Mossad fóla sprengiefni í byggingarefni sem notað var við byggingu Natanz skilvindunnar árið 2019.
Það eru einnig tilkynningar um leyniþjónustumenn sem notuðu vopnaða fjórþyrluvél (quadcopter).
Að sögn var einnig þriðja aðgerðin í júní. Á meðan á þessu stóð varð sprenging með fjórþyrluvél (quadcopter) dróna á íranska skilvindutæknifyrirtæki.
The Jewish Chronicle heldur því fram að þessar þrjár aðgerðir hafi verið skipulagðar á yfir 18 mánaða tímabili. Um var að ræða 1.000 tæknimenn, njósnara og nokkra leyniþjónustumenn á jörðu niðri.
Pólitískur bakgrunnur
Ísrael hefur samið frið við mörg Arabaríki. Ísrael heldur fullum diplómatískum samskiptum við tvö af arabísku nágrannalöndunum, Egyptalandi og Jórdaníu, eftir að hafa undirritað friðarsamninga 1979 og 1994 í sömu röð. Árið 2020 undirrituðu Ísraelar samninga um að koma á diplómatískum samskiptum við fjögur Arababandalagslönd, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Súdan og Marokkó. Svo er sagt að Ísrael vinni á bakvið tjöldin með Sádum.
Sádar og Íranir heyja í dag staðgöngustríð í Sýrlandi og Jemen.
Íran nýtur stuðnings Rússlands, Kína, Norður-Kóreu og Pakistan. Þeir hafa sterk ítök í Írak og Líbanon.
Sádar njóta stuðnings Bandaríkjamanna, að því virðist Ísraela, Jórdana, Egypta, Kata, Kúveita og nokkurra annarra ríkja. Skil virðast vera nokkuð eftir landafræðinni, í vestur og austur Miðausturlönd en einnig eftir hvort sía eða súnní trúarbrögðin eru ríkjandi innan hvers ríkis.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 4.12.2021 | 19:49 (breytt kl. 23:22) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Þetta er útkoman þegar meðal IQ landsmanna er 115.Þeir plata andstæðingana sem annað hvort eru hugmyndalega séð blindir eða einfaldlega heimskir. Hvort er hvað í þessu tilfelli?
Birgir Loftsson, 4.12.2021 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.