Hvar er forseti Íslands?

fániDags daglega gleyma Íslendingar því að þeir hafi forseta. Það er reyndar ekki ætlast til að forsetinn sé sífellt í sviðsljósinu en þó er ætlast til að hann sinni störfum sínum reglubundið.

Í vefgrein á Útvarpi sögu var spurt hvar forsetinn væri í sambandi við fjárfestingar lífeyrissjóða í grænum verkefnum.  Þessi spurning fékk mig til að spá í hvað forsetinn væri að gera dags daglega, þegar hann er ekki í sviðsljósinu. Ég hef margoft rakið dagskrá núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, og furðað mig á því hve þunnskipuð dagskráin er þar á bæ.

En aftur til Íslands. Hvað er til dæmis núverandi forseti að gera og hvað gerði hann í október mánuði? Ef farið er inn á vef forsetaembættisins, forseti.is,  má greina ýmsa grasa. Meðal annars er efninu skipt í undirflokka, s.s.: Um forseta, fréttir, myndasafn, textar, fálkaorðan, sagan, húsnæði og Um embættið. Sjá hér að neðan.

Ætla mætti að í undirflokknum fréttir mætti sjá daglega dagskrá en svo er ekki að sjá. Með því rekja fréttir má sjá að forsetinn tekur þátt í viðburðum, 3-4 á viku októbermánuðinn 2021 að meðaltali. Stundum eru margir viðburðir hvern dag.

Það væri fróðlegt að sjá dagskrá forsetans hvern dag, það væri bæði fróðlegt, gæfi innsýn inn í starf forsetann og yki gagnsæi.

 

Forseti.is | Embætti forseta Íslands

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband