Hver er merkasti vísindamaður sögunnar?

isaac_newton_1689_painting_sir_godfrey_kneller_public_domain_via_wikimedia_commons
Sir Isaac Newton (f. 4. janúar 1643, d. 31. mars 1727) var enskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, stjarnfræðingur, náttúruspekingur og gullgerðarmaður.
 
Hann bar höfuð og herðar yfir flesta samtímamenn sína og gjörbylti stærðfræði og eðlisfræði 17. aldar. Framlög hans til þessara fræða voru meðal annars örsmæðareikningur, aflfræðin, þyngdarlögmálið, lögmálið um hreyfingu reikistjarna á braut, tvíliðuröðin (binomial series), aðferð Newtons í tölulegri greiningu auk mikilla fræða um lausnir jafna og fleira. Hann var mikilvægur boðberi upplýsingarinnar.
 
Hin frægu þrjú lögmál Newtons, sem hann setti fram í Principia, leggja grunninn að klassískri aflfræði, en 2. lögmálið gefur tengsl krafts og hröðunar á þann veg að kraftur sé jafn margfeldi massa og hröðunar, þ.e. F = ma. (Lögmál Newtons stóðu óhögguð í rúm 200 ár, en afstæðiskenningin sýndi að breyta þurfti þeim þegar fengist var við hluti sem fara með hraða, sem er nærri ljóshraða.).
 
Svo má geta að menn halda að greindarvísitala hans hafi verið um 190 en til samanburðar var Einstein með 160. Hvor er merkilegri vísindamaður? Þeir sem þekkja til segja Newton, enda sat hann ekki á öxlum risa eins og Einstein gerði óneitanlega (en margir samtímamenn hans gerðu tímamótauppgötvanir sem hjálpuðu honum að komast áleiðis) en að sjálfsögðu er enginn einn merkilegri en annar.
 
Hvert einasta þekkingabrot sem hver fræðimaður kemur með, er enn eitt púslið í púsluspilinu um gangverk alheimsins. Þekkingin verður til með verknaði margra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég er eini alvöru vísindamaður sögunnar.

Svona fyrst spurt var.

Guðjón E. Hreinberg, 30.10.2021 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband