Sir Isaac Newton (f. 4. janúar 1643, d. 31. mars 1727) var enskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, stjarnfræðingur, náttúruspekingur og gullgerðarmaður.
Hann bar höfuð og herðar yfir flesta samtímamenn sína og gjörbylti stærðfræði og eðlisfræði 17. aldar. Framlög hans til þessara fræða voru meðal annars örsmæðareikningur, aflfræðin, þyngdarlögmálið, lögmálið um hreyfingu reikistjarna á braut, tvíliðuröðin (binomial series), aðferð Newtons í tölulegri greiningu auk mikilla fræða um lausnir jafna og fleira. Hann var mikilvægur boðberi upplýsingarinnar.
Hin frægu þrjú lögmál Newtons, sem hann setti fram í Principia, leggja grunninn að klassískri aflfræði, en 2. lögmálið gefur tengsl krafts og hröðunar á þann veg að kraftur sé jafn margfeldi massa og hröðunar, þ.e. F = ma. (Lögmál Newtons stóðu óhögguð í rúm 200 ár, en afstæðiskenningin sýndi að breyta þurfti þeim þegar fengist var við hluti sem fara með hraða, sem er nærri ljóshraða.).
Svo má geta að menn halda að greindarvísitala hans hafi verið um 190 en til samanburðar var Einstein með 160. Hvor er merkilegri vísindamaður? Þeir sem þekkja til segja Newton, enda sat hann ekki á öxlum risa eins og Einstein gerði óneitanlega (en margir samtímamenn hans gerðu tímamótauppgötvanir sem hjálpuðu honum að komast áleiðis) en að sjálfsögðu er enginn einn merkilegri en annar.
Hvert einasta þekkingabrot sem hver fræðimaður kemur með, er enn eitt púslið í púsluspilinu um gangverk alheimsins. Þekkingin verður til með verknaði margra.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 29.10.2021 | 08:28 (breytt kl. 08:29) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Hitinn gæti náð 20 stigum
- Gefur út ferðaleiðbeiningar: Alvarlegt bakslag
- Landgrunn Íslands nær lengst 570 mílur
- Yfirgengilegur sóðaskapur í Hlíðunum
- Þurfum að þora að horfast í augu við vandann
- Förum yfir allar sviðsmyndir
- Kynntu nýtt tákn fyrir kynhlutlaust rými
- Öskufall og reykur geta spillt umferð
- Rigningar auka hættu
- Vill heimila fækkun fulltrúa í borgarstjórn
Erlent
- Kínverjar slá til baka
- Tveir látnir í flugslysi í Noregi
- Forsetinn leystur úr embætti
- Fjórir létust í drónaárás Rússa
- Undirbúa aðgerðir gagnvart Bandaríkjunum
- Kanadamenn svara með 25% tolli
- Segir Bandaríkin skuldbundin NATO
- Börnin sváfu í brennandi húsinu
- Slæmt ástand í borginni: Kastar upp vegna lyktar
- Ungverjar draga aðildina til baka
Viðskipti
- Líkur á samdrætti í BNA
- Enn skelfur markaður og Kína bregst við
- Byggja Moxy-hótel í Borgartúni
- Íslenski hlutabréfamarkaðurinn skelfur
- Væntingar fyrir uppgjör Alvotech voru miklar
- Bandarísk hlutabréfaverð hrynja við opnun
- Nær 100 tonn af hrossakjöti
- Hertz tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty
- Sveinn ráðinn verkefnastjóri
- Tvöfalt hærra auðlindagjald en mögulegur tollakostnaður
Athugasemdir
Ég er eini alvöru vísindamaður sögunnar.
Svona fyrst spurt var.
Guðjón E. Hreinberg, 30.10.2021 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.