Skoðanakannanir í Bandaríkjunum hafa sýnt út allt árið og í raun löngu fyrr, að áhorf á bandaríska fjölmiðla og lestur stórra fjölmiðla sem telja má vera vinstrisinnaða, hefur dalað gífurlega. Svo mikið að t.d. CNN hefur að meðaltali aðeins um fimm hundruð þúsund manna áhorf á þætti sína. Svo má segja um aðra fjölmiðla, fólk er hætt að horfa og auglýsendur borga minna. Hægri fjölmiðlarnir koma betur út úr þessu en áhorf þeirra hefur eitthvað minnkað en ekki eins mikið. Hvað veldur?
Í fyrsta lagi var að Donald Trump ákvað að fara í stríð við fjölmiðla, þegar þeir hæðnstu að honum og framboð hans og kölluðu hann trúð og framboð hans grín. Í stað þess að þegja og taka þessu með þögninni, ákvað hann að fara í alsherjar stríð og stóð það í fimm ár og stendur enn, en hann kallaði þessa fjölmiðla Fake news. Þegar stríðið byrjaði var viðhorf Bandaríkjamanna til fjölmiðla almennt jákvætt, um 80% en nú er það komið niður í 20%. Þeir lögðust svo lágt, að vönduð fréttamennska var varpað út um glugga og margir tóku eftir því og hættu að treysta fréttaflutningi þeirra.
Í stríðinu voru öllum meðulum beitt og Trump lýstur sem rússneskur njósnari og hvað sem þeim datt í hug hverju sinni. En þeir tóku ekki einn þáttinn með inn í stríðið, almenning, sem var búinn að fá nóg af lygum fjölmiðla og fúamýri Washington og tók ekki undir þessar árásir. Ef eitthvað er jukust vinsældir Trumps og hann bætti við sig 13 milljónir atkvæða í síðustu kosningum sem hann þó tapaði. Ótrúlegt en satt, einum manni tókst að koma fjölmiðlaveldunum niður á hné.
Annar veigamikill þáttur er tilkoma samfélagsmiðla. Fók sækir sína þekkingu og fréttir af t.d. podcast og samkeppnin um athygli almennings hefur aldrei verið meiri. Nú er einnig svo komið að traustið á stóru samfélagsmiðlunum hefur minnkað, til dæmis á Facebook og Twitter, vegna ritskoðunartilburði þeirra.
Eins og staðan er í dag, hafa þeir vinninginn með dyggan stuðning Demókrata (sjálfur Bandaríkjaforseti burtrækur af Twitter), en það kann að vera skammgóður vermir, því að búist er við að þegar Repúblikanar taki völdin í báðum deildum Bandaríkjaþings í næstu kosningum og þá taka þeir slaginn við samfélagsmiðlana en þeir hugsa þeim þeigjandi þörfina eftir meðferðina sem hægri menn hafa þurft að þola, að sögn Repúblikana.
Stríðið er því aðeins hálfnað og óvíst eru endalokin.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 18.10.2021 | 15:35 (breytt 18.5.2022 kl. 13:21) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.