Vöruskortur í Bandaríkjunum!

Síðan núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið við (ætla ekki að tala um Joe Biden, því að hann er ekki einn ábyrgður), hefur sigið á ógæfuhliðina í efnahagsmálum helsta kapitalistalands veraldar. 

Stórfelld mistök hafa verið gerð í efnahagsstjórnun, allt í nafni grænnar orkustefnu (New Green Deal)sem er ekki raunhæf, því að orkuskiptin eru rétt að byrja og menn því enn háðir olíu og gasi.

Demókratar hafa stofnað til trilljóna dollara skuldir og vilja bæta við 4 trilljónir í viðbót fyrir desember, ekki í fjárfestingar í innviðum eða stuðningi við atvinnulífið, heldur velferðaprógramma. Joe Biden (varð að minnast á hann) sagði það þessi stjarnfræðilega skuldasöfnun kostaði ekki krónu (dollara)! Jú, því að hinir efnuðu eiga að borga meiri skatta en raunin verður að allir þurfa að borga meira skatta. Gengi dollarans hefur veikst.

Nú er svo komið að verðbólga mælist yfir 5%, atvinnuleysistölur haldast háar, þótt skortur sé á vinnuafli en lægst launuðu kjósa frekar að vera heima á velferðakerfinu og fá meira út úr því en að vinna. Miklar verðhækkanir á vöru og þjónustu eiga sér stað og neysluvísitalan hækkað.

Covid taugaveiklunin er enn ríkjandi, þótt mikilmeiri hluti landsmanna eru bólusettir og þeir opinberu starfsmenn sem neita að bólusetja sig eru reknir úr vinnu. Það vantar því fólk til starfa, svo sem trukkabílstjóra sem aka vörum landshluta á milli.

Milljónir farandmanna streyma yfir suðurlandamærin en þeim er dreift óskipulega um öll Bandaríkin,stundum bara á næstu strætóstoppustöð! Tilheyrandi kostnaður í velferða- og heilbrigðiskerfinu mun fylgja en stór hluti þessa fólks hefur covid og er ekki einu sinni skimað á landamærunum.

Orkuskortur er í landinu og þarf landið að flytja inn rándýra olíu frá Miðausturlöndum en Donald Trump gerði landið  óháð erlendum orkugjöfum í fyrsta sinn í 70 ár er hann var við stjórnvöl.

Mynd að neðan, skip bíða við hafnir á vesturströnd Bandaríkjanna og bíða eftir afgreiðslu.

skip að biða

Nú bætist enn ein vitleysan í pottinn, en aðfluttningur vara, sérstaklega Kína, berast ekki í verslanir og skip sitja við akkeri full af vörum eða hreinlega koma ekki. Verslanir eru með tómar hillur, eitthvað sem hefur ekki sést síðan í kreppunni miklu og á stríðsárunum.

Mynd að neðan. Tómar hillur í verslunum í BNA.

tómar hillur

 

 

 

 

 

Það berast því miður fáar eða engar góðar fréttir úr Vesturheimi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband