Lýðræðið og ábyrgð

Ólafur

Mynd: Skjáskot/RÚV

Helsti kostur lýðræðiskerfisins er að aðeins þeir sem fólk treystir til verka, fær það hlutverk að vera fulltrúar þjóðfélagsins og stjórna þjóðarskútunni. Svo er að minnsta kosti í orði en kannski ekki í verki.

Lýðræðisfyrirkomulagið á Íslandi er í molum og endurspeglar ekki stöðu Íslands í dag. Gott dæmi um það er misvægis atkvæða í Alþingiskosningum. Það að atkvæði Jóns í Reykjavík hafi ekki sama vægi og atkvæði Jóns á Akureyri. Þetta er lýðræðisskekkja. Þá er reynt að jafna með jöfnunarþingmenn, en eins og Ólafur Þ. Harðar segir, þá þyrftu þeir að vera fleiri.

Ég vísa hér með beint í orð Ólafs: „Ekki hef­ur tek­ist að ná mark­miði stjórn­ar­skrár­inn­ar fern­ar kosn­ing­ar í röð,“ skrif­ar Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Vís­ar hann til þess að í 31. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar er kveðið á um að út­hluta eigi jöfn­un­ar­sæt­um til að tryggja að flokk­ar fái þing­manna­tölu „í sem fyllstu sam­ræmi við heild­ar­at­kvæðatölu sína“.

"Tel­ur Ólaf­ur ljóst að Alþingi hafi „van­rækt skyldu sína að laga kosn­inga­lög að breytt­um veru­leika“ sem hann seg­ir ein­falt að gera með því að fjölga jöfn­un­arþing­sæt­um." segir í frétt mbl.is

Svo er það annað hneykslismál en það er framkvæmd kosninga og hvað eigi að gera þegar kemur fram vankvæði eða misbrestur á framkvæmdinni. Hvað á að gera? Halda aðrar kosningar í viðkomandi kjördæmi? Nei, það er ekki hægt,  því að það er hætt við að fólk kjósi annað, til að t.d. að losna við ákveðinn flokk. Og hvenær er lokaniðurstaða orðin að lokaniðurstöðu? Að mínu mati er það þegar yfirkjörnefnd gefur út lokayfirlýsingu um úrslit kosninganna, annars væri hægt að hringla í niðurstöðunum, eins og var nú gert, endalaust.

Enn ein vitleysan er að Alþingi er látið dæma í eigin sök, og skera út um niðurstöður kosninganna. Auðvitað vilja þingmenn, sem nú eru öryggir á þingi, ekki breyta neinu. Þetta er eins og að láta glæpamann vera dómari í eigin máli.  Nær hefði verið að láta málið í hendur Hæstaréttar Íslands, enda ,,fagmenn" sem eru vanir að úrskurða í vafamálum, sjá um að úrskurða.

Svo er það annað, en það er ábyrgð embættismanna. Sjá má af vitnaleiðslum á Bandaríkjaþingi þessa dagana, að embættismenn (hershöfðingjar) eru dregnir fyrir rannsóknarnefnd sem á að rannsaka hvað fór útskeiðis í brotthvarfi hersins frá Afgangistan. Hér er ábyrgð embættismanna engin, þótt ljóst er að kjörstjórn hafi klúðrað vörðslu og talningu atkvæða. Lágmark væri að þeir væru dregnir fyrir þingnefnd. Auðvitað starfa hér þingnefndir sem rannsaka og skoða mál og draga menn fyrir nefndir Alþingis en mér finnst einhvern veginn að ferlis sé ekki í eins föstum skorðum og í Bandaríkjunum. Til dæmis er þar hægt að kæra menn fyrir ljúgvitni og menn bera vitni undir eiði, rétt eins og í réttarhöldum.

Hérna koma nokkrar spurningar: Hvað segir til dæmis ÖSE um þetta klúður? Eiga þingmennirnir að kæra málið þangað?  Af hverju fá tveir þingflokkar ekki sæti í úrskurðarnefnd Alþingis um málið? Eru þetta kosningasvindl? Vanræksla? Ábyrðarleysi embættismanna?  Er ekki kominn tími á raunverulega þrískiptingu valdsins, að hætta að leyfa ráðherra að sitja á Alþingi þar sem þeir komi með lagafrumvörp sín (endursegist: embættismenn ráðuneyta)? Þetta er eins og þegar sýslumenn voru bæði lögreglustjórar og dómarar en sem betur fer breytti Evrópudómstóll það.  Svo mætti áfram spyrja.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband