Heimspekingarnir Gottlob Frege og Bertrand Russell

Gottlob Frege var tímamótamaður á margan hátt og meiri hugsuður en lærisveinn hans Bertrand Russell sem sumir vilja að sé talinn einn mesti heimspekingur 20. aldar.

Frege

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gottlob Frege

Á hverju byggi ég mat mitt? Frege tókst að frelsaði rökfræðina úr viðjum Aristótelesar sem hafði haldist óbreytt fram á 19. öld. Hann hélt fram að það sé staðreynd að eitthvað leiðir eða leiðir ekki af einhverju öðru og á hvorn veginn sem er getur það engan veginn verið háð nokkru sem varðar sálfræði mannsins. Með öðrum orðum er rökfræðin alls ekki safn ,,hugsunarlögmála" né tengist hún nokkuð hugsuninni sem slíkri. Þetta var þvílík bylting og leiddi til þess að menn skyldu að heimspekin eigi að grundvallast á rökfræði einni.

Önnur afleiðing þessari hugsunar Frege er að rökfræðin varð grundvöllur stærðfræðinnar, en hann sagði að rökfræðin geymdi í sér gjörvalla stærðfræðinga sem afleiðingu. Hliðaráhrifin af þessari sönnun Frege var að sálfræðileg áhrif á stærðfræði var einnig útrýmd.

Deilt hafði verið í allri sögu stærðfræðinnar um eðli hennar, hvort hún væri afleiðing mannlegrar hugsunar eða hvort hún standi sjálfstætt. Í dag skiljum við þegar við skoðun heimsfræðina og eðli og gang alheimsins að hann er byggður eftir stærðfræðilegum reglum og alls ótengdur mannlegum skilningi.


Með öðrum orðum, þegar rökfræðin varð alsherjar grundvöllur stærðfræðinnar og sálfræðiþátturinn útrýmdur, þá var sálfræðinni einni úthýst úr stærðfræðinni. En af hverju var Frege merkilegri en Russel?

Russel kynntist heimspeki Frege og varð heillaður af. Hann helsta framlag var að sanna hugmyndir Frege og það gerði hann með bókinni Principia Mathematica. Hann útfærði rökfræðilegu grunnvöll stærðfræðinnar inn á svið þekkingafræðinnar, þ.e.a.s. þekkingar okkar á umheiminum og þar með vísindalega þekkingu. Segja má þó og þakka má Russel að hin svokallaða rökgreiningaheimspeki varð til og varð allsráðindi í breskri heimspeki á fyrri hluta 20. aldar.

Bertnand Russel

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bertrand Russel

Russel sagði að veruleikaskyn væri ómissandi í rökfræðinni og í aðferðafræði sinni væri hann að byggja brú á milli skynheimsins og heims vísindanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband