Ég birti hér með erindi sem ég sendi á Alþingi árið 2011, enda hefur ekkert breyst síðan þá, nema hvað að við getum ekki treyst lengur á Bandaríkjamenn til að tryggja varnir okkar, sbr. Afganistan klúðrið.
Hér er athugasemd mín sem ég gerði við tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands
Alþingi, Erindi nr. Þ 140/285
Ég vakti máls á ágalla ályktunar stjórnarlagaráð um herskyldu í Fréttablaðinu í sumar (17. júní) og langar mig að haldi áfram að reifa málið. Ég tek það fram, áður en lengra er haldið, að ég hef ekkert á móti stjórnlagaráði, þvert á móti, margt af því sem það hefur gert, er til fyrirmyndar en þarna tel ég að það sé að gera mistök. Sökin er líka stjórnvalda og umræðan í samfélaginu.
Byrjum á flokkun þeirra á málaflokkinn landvarnir. Það vakti athygli mína að ályktun stjórnlagaráðs um herskylduna er flokkuð undir mannréttindi en ekki utanríkismál. Í II. Kafla, Mannréttindi og náttúra, 18. gr. segir. ,,Herskyldu má aldrei í lög leiða." Þarna vantar rökstuðning fyrir þessari afstöðu. Hvers vegna á að banna herskyldu? Fylgja bara réttindi að vera íslenskur ríkisborgari en engar skyldur? Er ekki alltaf talað um réttindi og skyldur þegar menn búa saman í samfélagi? Í samstarfi og samveru manna eru ekki bara réttindi, heldur einnig skyldur - sjá ritstjórnarpistil Ólafs Stephensen í Fréttablaðinu, 16. júní síðastliðinn sem ber heitið ,,Her og hræsni". Það eru rök út af fyrir sig, að það séu mannréttindi að ríkið verndi borgaranna fyrir árásum hverskonar, sama hvaðan þær koma.
Svo sé ég ekkert um eitt veigamesta - sumir erlendir menn segja mikilvægasta málið - hvernig eigi að vernda landið? Landhelgismál haldast fast í hendur við varnarmál, snýst um vernd auðlinda Íslands gegn ásælni óvinveittra ríkja í auðlindirnar sem og að koma í veg fyrir strandhögg eða hernám landsins. Vill minna á það að landið hefur þrisvar sinnum verið tekið herskyldi á síðastliðnum öldum. Fyrst ber að nefna Tyrkjaránið á 18. öld - strandhögg ,,hryðjuverkamanna". Valdarán lukkuriddarans Jörundar á 19. öld og svo hernám Breta 1940. Þá vorum við heppnir að þeir voru á undan Þjóðverjanum. Sbr. Íkarus áætlunina . Hvernig hefði þá farið? Í öll skiptin voru völdin tekin úr höndum löglegra yfirvalda landsins. Eins og staðan er í dag er það kannski aðeins fræðilegur möguleiki á að landið verði hernumið aftur, skal ekki segja til um það en hætturnar geta steðjað að úr ýmsum áttum, sbr. skipulagða glæpasamtök, möguleg hryðjuverk innlendra eða erlendra manna hérlendis o.s.frv.
Stjórnarskrár eiga að standast tímans tönn sbr. stjórnarskrá BNA og taka á mikilvægustu málum viðkomandi samfélaga og varða framtíðina. Það vantar í tillögum stjórnlagaráðs.
Það sem ég er fyrst og fremst að hugsa, að ef til þess kann að koma, að verja þurfi landið, og mannskapurinn væri ekki tilbúinn að grípa til vopna til að verja það (og það væri ekki í fyrsta sinn í sögunni). Hvað á þá að gera? Búið að banna stjórnvöldum að skylda menn til að verja land og þjóð. Engin neyðarúrræði til vara? Of langan tíma gæti tekið að breyta stjórnarskránni í slíku hættuástandi og allt stefnt í voða.
Eins og ég sagði hér áður, kunna hætturnar að einnig að steðja að innan frá. Ég minni á tvö dæmi úr Íslandssögunni, Sturlungaöldina og siðbreytinguna 1550 en í bæði skipti munaði litlu að landið hefði skipst í tvo helminga - tvö ríki. En snúum okkur til samtíðarinnar. Best væri, að mínu mati og þar með væri komið í veg fyrir skemmdarverk, að annað hvort að hafa landvarnarbálk í stjórnarskránni eða hreinlega að minnast ekki einu orði á hernað, her eða herskyldu. Þar með væru ekki verið að binda hendur framtíðarstjórnvalda. Þetta ákvæði stjórnlagaráðs kann einnig að rugla þau í ríminu (menn eru fljótir að gleyma andann á bak við lagagerð, sbr. viðtalið við mig í Fréttablaðinu 17. júní síðastliðinn, bls. 10) og þau halda að ekki megi gera neitt landinu til varnar.
Í VIII. Kafla stjórnlagaráðs um utanríkismál, 109. gr. Meðferð utanríkismála segir m.a.: ,,Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitinu vopnavalds, aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarrétti, skal háð samþykki Alþingis.
Hvað er þessi málsgrein að segja? Að Alþingi Íslendingi hafi heimild til að veita stuðning við beitingu vopnavalds? Hvernig rímar þetta saman við bannið við herskyldu? Íslensk stjórnvöld mega ekki kveða menn til varnar landsins ef hætta steðjar að landinu sjálfu en þau geti veitt stuðning við beitingu vopnavalds erlendis, sem þýðir með berum orðum stuðningur við stríð með allri sinni eyðileggingu og drápum. Hvað vakir fyrir stjórnlagaráðinu með þessum orðum?
Svo er það hin hliðin á málinu: Vera okkar í Atlantshafsbandalaginu. Við erum í varnarbandalagi og höfum gert varnarsamning við eitt ríkið innan þess, Bandaríkin. Hvernig fer bann við herskyldu saman við veru okkar í hernaðarbandalagi og tvíhliða varnarsamningi? Má NATÓ ekki biðja um aðstoð innlendra manna til að verja landið sem þeir búa í? Það gengur hreinlega ekki upp.
Ég hef hér talið upp tvö helstu rökin fyrir því af hverju stjórnlagaráðið hefði átt að taka þessa grein stjórnarskrártillögu út: 1) Að binda ekki hendur framtíðarstjórnvalda með bannákvæði. 2) Stangast á við veru okkar í NATÓ og kann að valda að við séum ekki tæk í þessu bandalagi í framtíðinni. Svo má bæta við, að það vantar kafla um varnarmál í stjórnarskrátillögunum.
Stjórnarskrá sem tekur ekki á frumhlutverki ríkisvalds, sem er að veita borgurum ríkisins vernd, fyrir fyrirsjáan- og sem ófyrirsjáanlegum hættum, er gölluð stjórnarskrá og beinlínis hættuleg tilveru ríkisins. Nú er málið í höndum Alþingis, vonandi er það framsýnna.
Flokkur: Bloggar | 22.9.2021 | 11:20 (breytt kl. 11:20) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.