John Locke og þrískipting valdsins á Íslandi

John locke

John Locke og þrískipting valdsins á Íslandi

John Locke, sem var enskur heimspekingurinn, setti fram á 18. öld fram kenninguna um þrískiptingu valdsins í: framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. Frábær hugmynd sem hefur ekki enn komið til framkvæmda á Íslandi. Hvers vegna? Jú, framkvæmdarvaldið – ríkisstjórn Íslands sem samanstanda af ráðherrum, starfa á Alþingi og hafa atkvæðisrétt. Á meðan svo er, er engin raunveruleg skipting valdsins í þrennt.

Hins vegar tel ég, að bæta verði fjórða valdinu við sem myndi þjóna eins konar eftirlitshlutverki með hinum þremur valdaörmunum. Vísir að því er umboðsmaður Alþingis en vald embættisins er ekki víðtækt.

Það er t.d. ótækt að dómsvaldið eða framkvæmdarvaldið séu að feta fingur í störf hvers annars.

Svo er það undarlegt að ríkisstjórnin (framkvæmdarvaldið) sitji á löggjafarþingi landsins og sitji þannig beggja megin borðs.

Kannski væri betra að fyrirkomulagið væri eins og í Frakklandi, Finnlandi og Bandaríkjunum, það er að segja að kosinn væri forseti (í stað forsætisráðherra) sem svo myndaði ríkisstjórn með fólki sem situr ekki á þingi. Hún yrði að leita stuðnings til þings ef hún vill breyta lögum.

Alþingi á svo að setja leikreglurnar (lögin) og einbeita sér að því. Ríkisstjórnin á því sem sagt að einbeita sér að því að stjórna landinu.

Forsetastjórn er hins vegar ekki gallalaus. Helsti vandi forsetastjórnar, líkt og er í Bandaríkjunum er hversu erfitt er að reka ríkisstjórnina frá ef hún gerir misstök, sjá má þetta með stjórn Joe Bidens. Hver ráðherrann eftir öðrum vanhæfur í starfið og forsetinn sjálfur fremstur í flokki. Jafnvel varaforsetinn hefur, Kamala Harris, hefur sýnt lítil tilhrif og þau fáu, hafa vakið furðu eða óánægju.

Bandaríkjamenn þurfa að sitja uppi með vanhæfa stjórn næstu þrjú og hálft ár. Eina leiðin til að losna við vanhæfan forseta er ákæra hann fyrir embættisafglöp eða forsetinn sé talinn vanhæfur af heilsufarsástæðum. Það er þó hægt að fara í kringum það með að veita þingi meiri völd til að íhluta í málið og koma vonlausri ríkisstjórn frá.

Ef til vill mun virðing Alþingi aukast, þegar völd þess vera raunveruleg (án afskipta framkvæmdarvaldsins) og almennir þingmenn fá að starfa í alvörunni og í friði. Starfsdagar Alþingis eru nú bara 121 dagar á ári! Þingmenn eru þriðja hvern dag í vinnunni. Sumir eru duglegir og starfa mikið en þetta er allt er þetta í sjálfsvaldi sett hverjum þingmanni. 

Lagasetning ber keim af þessu litla framlagi þingmanna, mörg lög verða til í ranni ráðuneyti undir forystu ráðherra, af hendi embættismanna sem eru ekki kjörnir lýðræðislega. 

Hér er fróðleikur um John Locke

John Locke (29. ágúst 1632 – 28. október 1704) var enskur heimspekingur, sem hafði feikileg áhrif með ritum sínum í þekkingarfræði og stjórnspeki. Hann var einn helsti upphafsmaður bresku raunhyggjuhefðarinnar og lagði grunninn að hugmyndafræði frjálshyggju með frjálslyndum kenningum sínum. Kenningar Locke eiga rætur sínar að rekja til náttúruréttarhefðarinnar sem og nafnhyggjunnar. Hann var mikilvægur boðberi upplýsingarinnar.

Hugmyndir hans um mannlegt eðli voru ekki síður merkilegar. Hann var þeirrar skoðunar að maðurinn fæddist sem autt blað (latína: tabula rasa) og það væri hlutverk menntunar að móta einstaklinginn frá grunni.

Í bókinni Ritgerð um ríkisvald (e. The Second Treatise on Civil Government, 1689) kom Locke orðum að tveimur hugmyndum, sem margir tóku undir á næstu öldum.

Hin fyrri var, að einkaeignarréttur gæti myndast af sjálfu sér og án þess að raska náttúrlegum réttindum manna, en hlutverk ríkisins væri að gæta eignarréttarins. Hin síðari var, að ríkið væri reist á þegjandi samkomulagi milli borgaranna, sem nefnt er samfélagssáttmálinn, en þegar valdhafar ryfu þetta samkomulag og virtu lítils eða einskis réttindi borgaranna, væri það réttur þeirra að rísa upp og hrinda þeim af höndum sér. Þetta kemur skýrast fram í stjórnarskrá Bandaríkjanna en þar er það beinlínis skrifa inn í stjórnarskránna réttindi manna til að bera skotvopn en margir misskilja þetta og halda að þessi réttindi séu til að verja sig gegn glæpamönnum en svo er ekki í grunninum. Heldur rétturinn til að rísa upp gegn harðstjórn valdhafa.

Með síðari hugmyndinni varði John Locke svonefndu ,,Dýrlegu byltinguna“ í Bretlandi 1688 og rökstuddi þrískiptingu ríkisvaldsins. Hún varð frjálslyndum stjórnmálahreyfingum 18. og 19. aldar mikil hvatning, til dæmis í bandarísku byltingunni 1776 og frönsku stjórnarbyltingunni 1789, og krafan um þingbundnar konungsstjórnir, sem hljómaði víða í Norðurálfunni á 19. öld, meðal annars í Danmörku og á Íslandi, var ekki síst runnin undan rifjum Lockes. Í bók sinni, ,,Stjórnleysi, ríki og staðleysur (eða betra hugtak væri fyrirmyndaríki) (e. Anarchy, State, and Utopia) blés Robert Nozick nýju lífi í stjórnspekihugmyndir Lockes.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband