Afganistan og NATO og Ísland

natoBandamenn Bandaríkjamanna í NATO hafa verið á neyðarfundum síðan Afganistan féll og fyrr. Það vill gleymast að það eru ekki bara Bandaríkjamenn og afganskir bandamenn þeirra sem eru fastir á flugvellinum í Kabúl, heldur þúsundir Evrópumanna.

Bandaríkjamenn töldu bandamenn sína í NATÓ á að fara inn í landið í krafti þess, að árás á eitt aðildarlanda NATÓ er árás á þau öll.

Nú er traustið algjörlega farið og Bretar eru farnir að tala fullum fetum það að Evrópuþjóðirnar innan NATÓ verði að leggja meira í til varnarmála, því ekki er hægt að treysta á Bandaríkjamenn lengur. Menn líta á öxulinn Bretland og Frakkland, einu kjarnorkuvopavæddu þjóðirnar innan Evrópu og einu löndum sem hafa einhvern hernaðarmátt. Þýskaland er máttlaus efnahagsrisi í dag.

Ísland er í NATÓ og á í varnarsamstarfi við Bandaríkin síðan 1951. Ég sagði sjálfur fyrir 2006 að Bandaríkjamenn vildu fara frá Íslandi með herafla sinn og bónarför Davíð Oddssonar hafði þar ekkert að segja, þeir tóku sína hagsmuni fram yfir hagsmuni Íslendinga og fóru án þess að spyrja kóng né prest. Getum við Íslendingar, frekar en aðrir Evrópumenn, treyst á hjálp Bandaríkjanna?

Ég hef talað og skrifað í íslensk blöð síðastliðna tvo áratugi að við Íslendingar verðum að axla ábyrgð á eigið öryggi, því að þegar allt kemur til alls, hugsa allir um sína eigin hagsmuni fyrst og fremst. Hernám Íslands 1940 var ekki gert í þágu Íslandi, það var gert í þágu Breta og síðar Bandaríkjamanna.

Eina ástæðan fyrir að Bandaríkjamenn komu hingað til baka með herafla 1951, var hættan á kjarnorkuvopnastríði, ekki vegna Ísland sem slíkt. Ég hef talað um að við ættum að taka upp lágmarksvarnir með varnarsveitir, a.m.k. nægilegar til að ráða við glæpagengi og hryðjuverkamenn, þar til nágrannaþjóðirnar geti hjálpað okkur. Ekki segja að það geti ekki gerst, Svíþjóð er víti til varnaðar.

Ég held að Íslendingar geri sig ekki almennt grein fyrir hversu heimsögulegur atburður þetta er og hversu víðtækar afleiðingar þetta mun hafa um allan heim næstu misseri. Þegar heimslögreglan er úr leik, fara allir vondu aðilarnir af stað. Það viðsjárverður heimur framundan. Þetta snýst ekki um brotthvarf úr Afganistan, heldur trúverðleika heimsveldis. Sá trúverðleiki er farinn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband